Hóta stjórnarslitum verði útgöngusamningnum ekki breytt Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 12:08 Jeffrey Donaldson tók við sem leiðtogi DUP í sumar. AP/Peter Morrison Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi. Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda. Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda.
Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira