Hóta stjórnarslitum verði útgöngusamningnum ekki breytt Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 12:08 Jeffrey Donaldson tók við sem leiðtogi DUP í sumar. AP/Peter Morrison Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi. Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda. Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Tolla- og landamæraeftirlit er með ákveðnum vörum sem fara á milli Norður-Írland og Bretlands austan Írlandshaf eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu í byrjun árs. Takmarkanirnar eru þyrnir í augum sambandssinna á Norður-Írlandi. Nú segir Jeffrey Donaldson, leiðtogi Lýðræðislega sambandssinnaflokksins (DUP), að flokkur hans ætli að slíta stjórnarsamstarfi á Norður-Írlandi ef viðskiptahindranirnar verða ekki afnmundar á næstunni. Flokkur hans sætti sig ekki við þær og ætli sér ekki að framfylgja þeim. „Ef valdið stendur á milli þess að sitja í embætti eða framfylgja reglunum eins og þær eru þá er eini valkosturinn fyrir ráðherra sambandssinna að hætta í embætti,“ sagði Donaldson þegar sendifulltrúi Evrópusambandsins heimsótti Norður-Írland til að ræða áhrif viðskiptatakmarkananna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. DUP deilir völdum á Norður-Írlandi með Sinn Fein, flokki írskra þjóðernissinna. Friðarsamningar sem voru undirritaðir árið 1998 og eru kenndir við föstudaginn langa kveða á um að sambands- og þjóðernissinnar verði að fara sameiginlega með völdin. Varar Donaldson við því að ef heimastjórnin liðast í sundur gæti ofbeldi og óeirðir blossað upp aftur. Hann segir ráðherra DUP ætla að sniðganga fundi með írskum stjórnmálamönnum til þess að mótmæla viðskiptahindrununum. Völdu takmarkanir fram yfir hörð landamæri yfir þvert Írland Norður-Írland var helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um framtíðartilhögun samskipta þeirra eftir útgönguna. Haf skilur Norður-Írland og aðra hluta Bretlands að en það á jafnframt landamæri að Írlandi sem er enn í Evrópusambandinu. Enginn vilji var til að tefla stopulum friði á Norður-Írlandi í tvísýnu með því að koma upp hörðum landamærum á milli þess og Írlands. Sambandssinnum hugnaðist á sama tíma ekki að viðskiptatakmörkunum yrði komið á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands en sú varð á endanum tímabundin lausn stjórnvalda í London og Brussel. Donaldson krefst þess að ekkert eftirlit verði með vörum sem fara á milli Norður-Írlands og annarra hluta Bretlands og að engin Evrópulög verði látin gilda þar án aðkomu norðurírskra kjósenda.
Norður-Írland Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira