Rekstur íþróttafélaga í heimsfaraldri Bjarni Kristinn Eysteinsson skrifar 8. september 2021 17:32 Rekstur íþróttafélaga á Íslandi er að stórum hluta á herðum sjálfboðaliða sem taka að sér mikla vinnu og ábyrgð. Undirritaður er einn af þeim sem þar starfar launalaust. Þetta getur verið afar gefandi starf þegar vel gengur en að sama skapi lýjandi þegar illa gengur. Að ná árangri eftir mikla vinnu við að skapa góða umgjörð fyrir iðkendur og byggja upp gott lið er frábær tilfinning. En þetta krefst gríðarlegrar vinnu og fórna frá sjálfboðaliðum, leikmönnum og þjálfurum sem leggja mikið á sig. Hlutverk okkar sem erum í stjórnum íþróttafélaga er fyrst og fremst að skapa góða umgjörð og gera leikmönnum og þjálfurum kleift að leggja þá vinnu í þetta, sem þarf til að ná árangri. Því er stór hluti af okkar starfi að tryggja fjármögnun á starfseminni í heild en það fer töluverður kostnaður í að halda úti liðum í meistaraflokki og skapa góða faglega umgjörð utan um starfið. Þar má m.a. nefna kostnað vegna sjúkraþjálfunar, fatnaðar, ferða og launa starfsmanna. Sala auglýsinga, styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum ásamt tekjum af viðburðum hafa verið okkar leiðir til að fá fjármagn inn í reksturinn. Þó að fyrirtæki og einstaklingar hafi staðið virkilega vel með okkur þegar hinn alræmdi Covid faraldur skall á áttum við verulega langt í land til að standa undir kostnaði. Mörg fyrirtæki gátu ekki lengur styrkt okkur þar sem þau höfðu oft nóg með sinn rekstur og gátu skiljanlega lítið aðstoðað. Viðburðir voru ekki haldnir, eins og allir þekkja, vegna opinberra sóttvarnarráðstafanna sem komu í veg fyrir slíkt. Engir leikir, þorrablót, konukvöld eða karlakvöld sem dæmi. Skemmtanir sem hafa verið mikilvægur liður í fjármögnun og aðstoðað íþróttafélögin við að standa undir kostnaði. Þess ber þó að geta að leikmenn og þjálfarar komu til móts við okkur með myndarlegum hætti í handknattleiksdeild Fram og fyrir það er ég mjög þakklátur. En þar með er ekki öll sagan sögð því að stór hluti af starfsemi íþróttafélaga er einmitt starf í þágu barna og unglinga, oft kallað yngri flokka starf. Það var mjög krefjandi að reka slíkt starf vegna takmarkanna, en þar sýndu foreldrar mikinn skilning og stóðu með íþróttafélaginu. Því er ekki síður mikilvægt að þakka þeim fyrir þeirra hlut í að halda starfseminni gangandi. Það eru fleiri sem ber að þakka. Það var gæfa okkar sem að þessu starfa, að í ríkisstjórn var maður sem þekkir og hefur reynslu af því að reka íþróttafélag og reyndist íþróttahreyfingunni allri mikill liðstyrkur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, steig inn og réðst í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög. Meðal þessara aðgerða voru greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar skiptu verulegu máli fyrir rekstur félaganna og drógu úr þeim áhrifum sem faraldurinn mun hafa á íþróttastarf til lengri tíma. Önnur aðgerð sem Ásmundur Einar kom á eru sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Fjölmörg heimili gátu nýtt sér þetta úrræði, því að þrátt fyrir aukin stuðning voru íþróttafélögin enn nokkuð löskuð og höfðu lítið svigrúm til að koma til móts við þessi börn. Þessi einstaka aðgerð er líklega sú mikilvægasta, því eitt það erfiðasta í öllu íþróttastarfi er að skipuleggja starfið til lengri tíma vegna mikils ófyrirsjáanleika í rekstri. Með því að gera öllum börnum kleift að taka þátt í íþróttastarfi þá minnkar þessi óvissa og fjöldi iðkenda á milli ára helst stöðugri. Það sem skiptir þó auðvitað mestu í þessari aðgerð er að öll börn fá tækifæri til að njóta þess að stunda íþróttir, óháð efnahag. Það er mikilvægt að stjórnvöld og við öll áttum okkur á því að afreksstarf og starf í þágu barna og unglinga eru tvær hliðar á sama peningnum. Um leið og annar hlutinn veikist þá veikist hinn. Oft á tíðum í faraldrinum upplifðum við að stjórnvöld sýndu þessu ekki skilning. Því var það okkur mikilvægt að Ásmundur Einar hafði reynslu og skilning á rekstri íþróttafélaga og vissi að nálgunin yrði að vera heildstæð með stuðning við félögin í heild en ekki afmarkaða hluta þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur góð og þroskandi áhrif á þau. Það er mikilvægt að öll börn eigi þess kost að stunda íþróttir en ljóst er að þær sóttvarnaraðgerðir sem gripið var til, hafa haft mikil áhrif á starfsemi íþróttafélaga. Því var mjög mikilvægt að í brúnni var aðili sem skildi þá alvarlegu stöðu sem íþróttafélögin voru komin í, hlustaði og réðst í mótvægisaðgerðir, ekki síst í því skyni að tryggja að sem minnstar raskanir yrðu á íþrótta- og æskulýðsstarfi barna til lengri tíma litið. Fjárfesting í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna skilar sér margfalt fyrir samfélagið til lengri tíma. Ásmundur Einar Daðason skilur mikilvægi þess að halda öflugu íþróttastarfi gangandi í landinu, samfélaginu öllu til heilla. Íþróttahreyfingin og samfélagið allt þarf slíkan mann á þing. Höfundur er formaður handknattleiksdeildar Fram og áhugamaður um íþrótta- og æskulýðsstarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Félagasamtök Íþróttir barna Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Rekstur íþróttafélaga á Íslandi er að stórum hluta á herðum sjálfboðaliða sem taka að sér mikla vinnu og ábyrgð. Undirritaður er einn af þeim sem þar starfar launalaust. Þetta getur verið afar gefandi starf þegar vel gengur en að sama skapi lýjandi þegar illa gengur. Að ná árangri eftir mikla vinnu við að skapa góða umgjörð fyrir iðkendur og byggja upp gott lið er frábær tilfinning. En þetta krefst gríðarlegrar vinnu og fórna frá sjálfboðaliðum, leikmönnum og þjálfurum sem leggja mikið á sig. Hlutverk okkar sem erum í stjórnum íþróttafélaga er fyrst og fremst að skapa góða umgjörð og gera leikmönnum og þjálfurum kleift að leggja þá vinnu í þetta, sem þarf til að ná árangri. Því er stór hluti af okkar starfi að tryggja fjármögnun á starfseminni í heild en það fer töluverður kostnaður í að halda úti liðum í meistaraflokki og skapa góða faglega umgjörð utan um starfið. Þar má m.a. nefna kostnað vegna sjúkraþjálfunar, fatnaðar, ferða og launa starfsmanna. Sala auglýsinga, styrkir frá fyrirtækjum og einstaklingum ásamt tekjum af viðburðum hafa verið okkar leiðir til að fá fjármagn inn í reksturinn. Þó að fyrirtæki og einstaklingar hafi staðið virkilega vel með okkur þegar hinn alræmdi Covid faraldur skall á áttum við verulega langt í land til að standa undir kostnaði. Mörg fyrirtæki gátu ekki lengur styrkt okkur þar sem þau höfðu oft nóg með sinn rekstur og gátu skiljanlega lítið aðstoðað. Viðburðir voru ekki haldnir, eins og allir þekkja, vegna opinberra sóttvarnarráðstafanna sem komu í veg fyrir slíkt. Engir leikir, þorrablót, konukvöld eða karlakvöld sem dæmi. Skemmtanir sem hafa verið mikilvægur liður í fjármögnun og aðstoðað íþróttafélögin við að standa undir kostnaði. Þess ber þó að geta að leikmenn og þjálfarar komu til móts við okkur með myndarlegum hætti í handknattleiksdeild Fram og fyrir það er ég mjög þakklátur. En þar með er ekki öll sagan sögð því að stór hluti af starfsemi íþróttafélaga er einmitt starf í þágu barna og unglinga, oft kallað yngri flokka starf. Það var mjög krefjandi að reka slíkt starf vegna takmarkanna, en þar sýndu foreldrar mikinn skilning og stóðu með íþróttafélaginu. Því er ekki síður mikilvægt að þakka þeim fyrir þeirra hlut í að halda starfseminni gangandi. Það eru fleiri sem ber að þakka. Það var gæfa okkar sem að þessu starfa, að í ríkisstjórn var maður sem þekkir og hefur reynslu af því að reka íþróttafélag og reyndist íþróttahreyfingunni allri mikill liðstyrkur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, steig inn og réðst í aðgerðir til að koma til móts við íþrótta- og æskulýðsfélög. Meðal þessara aðgerða voru greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar skiptu verulegu máli fyrir rekstur félaganna og drógu úr þeim áhrifum sem faraldurinn mun hafa á íþróttastarf til lengri tíma. Önnur aðgerð sem Ásmundur Einar kom á eru sérstakir íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Fjölmörg heimili gátu nýtt sér þetta úrræði, því að þrátt fyrir aukin stuðning voru íþróttafélögin enn nokkuð löskuð og höfðu lítið svigrúm til að koma til móts við þessi börn. Þessi einstaka aðgerð er líklega sú mikilvægasta, því eitt það erfiðasta í öllu íþróttastarfi er að skipuleggja starfið til lengri tíma vegna mikils ófyrirsjáanleika í rekstri. Með því að gera öllum börnum kleift að taka þátt í íþróttastarfi þá minnkar þessi óvissa og fjöldi iðkenda á milli ára helst stöðugri. Það sem skiptir þó auðvitað mestu í þessari aðgerð er að öll börn fá tækifæri til að njóta þess að stunda íþróttir, óháð efnahag. Það er mikilvægt að stjórnvöld og við öll áttum okkur á því að afreksstarf og starf í þágu barna og unglinga eru tvær hliðar á sama peningnum. Um leið og annar hlutinn veikist þá veikist hinn. Oft á tíðum í faraldrinum upplifðum við að stjórnvöld sýndu þessu ekki skilning. Því var það okkur mikilvægt að Ásmundur Einar hafði reynslu og skilning á rekstri íþróttafélaga og vissi að nálgunin yrði að vera heildstæð með stuðning við félögin í heild en ekki afmarkaða hluta þeirra. Þátttaka barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi hefur góð og þroskandi áhrif á þau. Það er mikilvægt að öll börn eigi þess kost að stunda íþróttir en ljóst er að þær sóttvarnaraðgerðir sem gripið var til, hafa haft mikil áhrif á starfsemi íþróttafélaga. Því var mjög mikilvægt að í brúnni var aðili sem skildi þá alvarlegu stöðu sem íþróttafélögin voru komin í, hlustaði og réðst í mótvægisaðgerðir, ekki síst í því skyni að tryggja að sem minnstar raskanir yrðu á íþrótta- og æskulýðsstarfi barna til lengri tíma litið. Fjárfesting í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna skilar sér margfalt fyrir samfélagið til lengri tíma. Ásmundur Einar Daðason skilur mikilvægi þess að halda öflugu íþróttastarfi gangandi í landinu, samfélaginu öllu til heilla. Íþróttahreyfingin og samfélagið allt þarf slíkan mann á þing. Höfundur er formaður handknattleiksdeildar Fram og áhugamaður um íþrótta- og æskulýðsstarf.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun