Starfsfólki mögulega gert að skila Covid niðurstöðum fyrir viðburði Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. september 2021 07:00 Fv.: Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Vinnvinn ráðningaþjónustu, Stefanía Hildur Ásmundsdóttir ráðgjafi hjá Hagvangi ráðningaþjónustu. Sóttvarnir virðast vera komnar til að vera en nánast ekkert er um það rætt hjá fyrirtækjum hvort krefja eigi starfsfólk um að fara í bólusetningar. Fyrir fjölmenna viðburði á vegum vinnustaða, velta fyrirtæki hins vegar fyrir sér að krefjast neikvæðra Covid niðurstaðna frá starfsfólki áður en það mætir á viðburðinn. Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um það hvort Covid sé líklegt til að hafa áhrif á ráðningasamninga vinnuveitenda og starfsfólks til framtíðar. Atvinnulífið leitaði til tveggja ráðningastofa og félags mannauðsfólks á Íslandi, Mannauð, og spurði: Eruð þið að verða vör við að bólusetningar fólks skipti máli þegar kemur að ráðningum? Leita að fullkomnu jafnvægi sóttvarna Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Vinnvinn: Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Vinnvinn.Vísir/Vilhelm „Við hjá Vinnvinn höfum ekki fundið fyrir því að okkar viðskiptavinir spyrji sérstaklega um þetta. Satt best að segja hefur þetta ekki komið upp. Við hins vegar finnum við talsvert fyrir því hvernig okkar viðskiptavinir eru að vinna faglega með Covid-19 og allt sem tengist því hvað varðar vinnustaðinn og almennt samskipti og smitvarnir starfsmanna. Við hjá Vinnvinn höfum starfað frá upphafi í Covid. Það ástand hefur ekki komið að sök nema síður sé. Allir aðilar, við, viðskiptavinir og umsækjendur leggjum mikið upp úr persónulegum sóttvörnum og við notfærum okkur hiklaust fjarfundi í okkar störfum. Það er eftirtektarvert hvað allir eru ábyrgir og meðvitaðir og passa vel upp á smitvarnir, fólk ber virðingu fyrir hvort öðru og fjarlægðarmörkum. Það sem við ræðum miklu meira um við bæði viðskiptavini og umsækjendur er hvernig vinnustaðir vinna almennt í Covid, bæði hvað varðar vinnu heima og á vinnustað. Atvinnurekendur eru að leita að hinu fullkomna jafnvægi á milli smitvarna, þátttöku og ánægju starfsmanna, viðveru á vinnustað og framgangi verkefna. Mér finnst allir vera að gera sitt besta og almennt er þetta að ganga mjög vel.“ Neikvæð Covid próf fyrir viðburði Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi: Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs.Vísir/Aðsend „Mér heyrist á okkar félagsmönnum að fæstir séu að velta fyrir sér kröfu um að starfsfólk á þeirra vegum verði að vera bólusett. Á þessu eru þó undantekningar en þetta fer líka svolítið eftir því hvers eðlis starfsemi fyrirtækisins er. Í ákveðnum atvinnugreinum gætu úttektaraðilar og heilbrigðiseftirlit gert kröfu um að starfsmenn séu bólusettir og þá þarf að útfæra það nánar ef til þess kemur. Nokkrir hafa nefnt við mig að þar sem svo stór hluti landsmanna er bólusettur, þá skipti það minna máli að gera kröfu um það. En á hinn bóginn tala aðrir um að þar sem bólusetningin virðist ekki vera að halda hvort sem er þá kannski skipti það minna máli hvort starfsfólk sé bólusett eða ekki. Annað er hins vegar upp á teningnum þegar kemur að viðburðum sem vinnustaðir hafa hug á að standa fyrir. Þar er nokkuð um að fyrirtækin ætli sér jafnvel að óska eftir neikvæðum Covid niðurstöðum áður en fólk mætir á viðburðinn. Fólk vísar líka til þeirra tilmæla og reglna sem þegar eru í gildi. Til dæmis benda sumir á að á meðan bólusetning er valkvæð er hæpið að vinnustaðurinn geti gert kröfu um bólusetningu. Annað gildir hins vegar um til dæmis starfsfólk sem kemur erlendis frá. Í þeim tilvikum eru reglur á landamærunum þess eðlis að fólk þarf að skila inn neikvæðu Covid prófi.“ Sóttvarnir munu halda áfram Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi: Stefanía Hildur Ásmundardóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi.Vísir/Aðsend „Á meðan bólusetning er valkvæð á landsvísu verða vinnustaðir að ákveða sjálfir hvort gerð sé krafa um bólusetningu meðal starfsfólks. Við hjá Hagvangi höfum ekki orðið vör við að það sé raunin hérlendis, og okkar upplifun er sú að bólusetning sé valkvæð á flestum vinnustöðum. Umsækjendur hafa ekki verið spurðir að því hvort þeir séu bólusettir en þá erum við líka fyrst og fremst að tala um almenn fyritæki, ekki fyrirtæki sem starfa á heilbrigðissviði. Hagvangur ræður í fjölbreytt störf og einhver þessara starfa eru með viðkvæmum hópum þar sem starfsemin hreinlega krefst þess að starfsfólk sé ekki að bera með sér smit til vinnu. Við erum þó meira að ráða sérfræðinga og stjórnendur, og í þeim tilfellum krefst starfsemin þess í rauninni ekki að starfsfólk sé bólusett. Í öllu starfsmannahaldi og ráðningum þarf að meta áhættuna sé starfsmaður ekki bólusettur og taka ákvörðun í framhaldinu. En sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá fyrirtækinu eða stofnuninni sjálfri. Við höfum þó orðið vör við breytingar á ráðningaferlum og að bæði viðskiptavinir og umsækjendur þurfi að sýna aukinn sveigjanleika, til dæmis vegna smita eða sóttkvía. Í þessum faraldri hefur ekkert stoppað okkur að halda ráðningarferlinu gangandi, þrátt fyrir ýmsar hindranir. Við höfum leyst þær aðstæður með tækninni og fjarviðtöl hafa komið sterk inn. Ég hugsa að sú aðferð sé að stóru leyti komin til að vera. Þá finnst okkur að fólk meti kosti eins metra fjarlægðarreglunnar vel og að hreinlæti, svo sem notkun spritts sé áfram viðhaldið. Þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar sé nú bólusettur munum við áfram grípa í fjarviðtölin þegar þau henta, sérstaklega hvað varðar fyrstu umferð viðtala, enda almenn ánægja að hafa þann valkost. Þó smitum fari fækkandi sjáum við hins vegar að fólk er ekki ennþá tilbúið að taka upp handabandið á ný of fljótt. Það er spurning hvenær og hvort handabandið verði tekið upp aftur, eða hvort þessi gamla hefð sé að deyja út.“ Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Bólusetningar Tengdar fréttir Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44 Átta hafa sótt um bætur vegna aukaverkana eftir bólusetningu Átta hafa sótt um bætur til Sjúkratrygginga Íslands vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Ekki er búið að fara yfir umsóknirnar en forsenda greiðslu eru klár orsakatengsl milli bólusetninganna og meints tjóns. 27. ágúst 2021 06:58 Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í Atvinnulífinu í gær og í dag er fjallað um það hvort Covid sé líklegt til að hafa áhrif á ráðningasamninga vinnuveitenda og starfsfólks til framtíðar. Atvinnulífið leitaði til tveggja ráðningastofa og félags mannauðsfólks á Íslandi, Mannauð, og spurði: Eruð þið að verða vör við að bólusetningar fólks skipti máli þegar kemur að ráðningum? Leita að fullkomnu jafnvægi sóttvarna Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Vinnvinn: Jensína K. Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri Vinnvinn.Vísir/Vilhelm „Við hjá Vinnvinn höfum ekki fundið fyrir því að okkar viðskiptavinir spyrji sérstaklega um þetta. Satt best að segja hefur þetta ekki komið upp. Við hins vegar finnum við talsvert fyrir því hvernig okkar viðskiptavinir eru að vinna faglega með Covid-19 og allt sem tengist því hvað varðar vinnustaðinn og almennt samskipti og smitvarnir starfsmanna. Við hjá Vinnvinn höfum starfað frá upphafi í Covid. Það ástand hefur ekki komið að sök nema síður sé. Allir aðilar, við, viðskiptavinir og umsækjendur leggjum mikið upp úr persónulegum sóttvörnum og við notfærum okkur hiklaust fjarfundi í okkar störfum. Það er eftirtektarvert hvað allir eru ábyrgir og meðvitaðir og passa vel upp á smitvarnir, fólk ber virðingu fyrir hvort öðru og fjarlægðarmörkum. Það sem við ræðum miklu meira um við bæði viðskiptavini og umsækjendur er hvernig vinnustaðir vinna almennt í Covid, bæði hvað varðar vinnu heima og á vinnustað. Atvinnurekendur eru að leita að hinu fullkomna jafnvægi á milli smitvarna, þátttöku og ánægju starfsmanna, viðveru á vinnustað og framgangi verkefna. Mér finnst allir vera að gera sitt besta og almennt er þetta að ganga mjög vel.“ Neikvæð Covid próf fyrir viðburði Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi: Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs.Vísir/Aðsend „Mér heyrist á okkar félagsmönnum að fæstir séu að velta fyrir sér kröfu um að starfsfólk á þeirra vegum verði að vera bólusett. Á þessu eru þó undantekningar en þetta fer líka svolítið eftir því hvers eðlis starfsemi fyrirtækisins er. Í ákveðnum atvinnugreinum gætu úttektaraðilar og heilbrigðiseftirlit gert kröfu um að starfsmenn séu bólusettir og þá þarf að útfæra það nánar ef til þess kemur. Nokkrir hafa nefnt við mig að þar sem svo stór hluti landsmanna er bólusettur, þá skipti það minna máli að gera kröfu um það. En á hinn bóginn tala aðrir um að þar sem bólusetningin virðist ekki vera að halda hvort sem er þá kannski skipti það minna máli hvort starfsfólk sé bólusett eða ekki. Annað er hins vegar upp á teningnum þegar kemur að viðburðum sem vinnustaðir hafa hug á að standa fyrir. Þar er nokkuð um að fyrirtækin ætli sér jafnvel að óska eftir neikvæðum Covid niðurstöðum áður en fólk mætir á viðburðinn. Fólk vísar líka til þeirra tilmæla og reglna sem þegar eru í gildi. Til dæmis benda sumir á að á meðan bólusetning er valkvæð er hæpið að vinnustaðurinn geti gert kröfu um bólusetningu. Annað gildir hins vegar um til dæmis starfsfólk sem kemur erlendis frá. Í þeim tilvikum eru reglur á landamærunum þess eðlis að fólk þarf að skila inn neikvæðu Covid prófi.“ Sóttvarnir munu halda áfram Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi: Stefanía Hildur Ásmundardóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi.Vísir/Aðsend „Á meðan bólusetning er valkvæð á landsvísu verða vinnustaðir að ákveða sjálfir hvort gerð sé krafa um bólusetningu meðal starfsfólks. Við hjá Hagvangi höfum ekki orðið vör við að það sé raunin hérlendis, og okkar upplifun er sú að bólusetning sé valkvæð á flestum vinnustöðum. Umsækjendur hafa ekki verið spurðir að því hvort þeir séu bólusettir en þá erum við líka fyrst og fremst að tala um almenn fyritæki, ekki fyrirtæki sem starfa á heilbrigðissviði. Hagvangur ræður í fjölbreytt störf og einhver þessara starfa eru með viðkvæmum hópum þar sem starfsemin hreinlega krefst þess að starfsfólk sé ekki að bera með sér smit til vinnu. Við erum þó meira að ráða sérfræðinga og stjórnendur, og í þeim tilfellum krefst starfsemin þess í rauninni ekki að starfsfólk sé bólusett. Í öllu starfsmannahaldi og ráðningum þarf að meta áhættuna sé starfsmaður ekki bólusettur og taka ákvörðun í framhaldinu. En sú ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá fyrirtækinu eða stofnuninni sjálfri. Við höfum þó orðið vör við breytingar á ráðningaferlum og að bæði viðskiptavinir og umsækjendur þurfi að sýna aukinn sveigjanleika, til dæmis vegna smita eða sóttkvía. Í þessum faraldri hefur ekkert stoppað okkur að halda ráðningarferlinu gangandi, þrátt fyrir ýmsar hindranir. Við höfum leyst þær aðstæður með tækninni og fjarviðtöl hafa komið sterk inn. Ég hugsa að sú aðferð sé að stóru leyti komin til að vera. Þá finnst okkur að fólk meti kosti eins metra fjarlægðarreglunnar vel og að hreinlæti, svo sem notkun spritts sé áfram viðhaldið. Þrátt fyrir að meginþorri þjóðarinnar sé nú bólusettur munum við áfram grípa í fjarviðtölin þegar þau henta, sérstaklega hvað varðar fyrstu umferð viðtala, enda almenn ánægja að hafa þann valkost. Þó smitum fari fækkandi sjáum við hins vegar að fólk er ekki ennþá tilbúið að taka upp handabandið á ný of fljótt. Það er spurning hvenær og hvort handabandið verði tekið upp aftur, eða hvort þessi gamla hefð sé að deyja út.“
Stjórnun Starfsframi Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Bólusetningar Tengdar fréttir Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44 Átta hafa sótt um bætur vegna aukaverkana eftir bólusetningu Átta hafa sótt um bætur til Sjúkratrygginga Íslands vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Ekki er búið að fara yfir umsóknirnar en forsenda greiðslu eru klár orsakatengsl milli bólusetninganna og meints tjóns. 27. ágúst 2021 06:58 Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. 2. september 2021 07:44
Átta hafa sótt um bætur vegna aukaverkana eftir bólusetningu Átta hafa sótt um bætur til Sjúkratrygginga Íslands vegna aukaverkana í kjölfar bólusetninga gegn Covid-19. Ekki er búið að fara yfir umsóknirnar en forsenda greiðslu eru klár orsakatengsl milli bólusetninganna og meints tjóns. 27. ágúst 2021 06:58
Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. 25. ágúst 2021 07:42