Tæknivæðing starfa – Aukinn ójöfnuður, nema... Árni Múli Jónasson skrifar 8. september 2021 16:31 Um mitt ár 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um fjórðu iðnbyltinguna og var markmiðið með skipan nefndarinnar að „greina frá umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þessum breytingum“. Í skýrslu sem nefndin skilaði segir m.a.: „Nefnd um fjórðu iðnbyltinguna fékk aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þetta eru um 54.000 einstaklingar á vinnumarkaði miðað við árið 2017 og svipar þessu hlutfalli til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa (rúmlega 113.000 einstaklingar) taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa (tæplega 27.000 einstaklingar) breytist lítið.“ Maður þarf ekki annað en að fara út í næsta stórmarkað til að sjá og finna að tæknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, m.a. og ekki síst í sjávarútvegi og sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna nýta þessa tækni til þess eins að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólkinu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna. Stóra spurningin er því þessi: Ætlum við að að láta þann aukna arð sem tæknivæðing starfa getur skapað gera þá ríku enn þá ríkari? Eða. Ætlum við loksins að standa í lappirnar og standa saman og tryggja að þessi arður lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem tæknivæðingin mun valda á störfum þess. Ef þú vilt vera í liði með þeim, sem eru harðákveðnir í að gera allt sem gera þarf til að tæknivæðingin verði ekki til að auka enn þann skelfilega ójöfnuð og það ömurlega óréttlæti sem kapítalisminn hefur leitt yfir okkur, ættirðu að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði þitt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2018 skipaði forsætisráðherra nefnd um fjórðu iðnbyltinguna og var markmiðið með skipan nefndarinnar að „greina frá umræðu um fjórðu iðnbyltinguna á alþjóðavettvangi, afleiðingar hennar fyrir íslenskt samfélag og tækifæri Íslands í þessum breytingum“. Í skýrslu sem nefndin skilaði segir m.a.: „Nefnd um fjórðu iðnbyltinguna fékk aðstoð frá Hagstofu Íslands við að reikna út möguleg áhrif sjálfvirknivæðingar á grundvelli aðferðafræði OECD. Þær niðurstöður sýna að á Íslandi eru miklar líkur á að um 28% íslensks vinnumarkaðar verði fyrir verulegum breytingum eða að störf hverfi alveg vegna sjálfvirknivæðingar. Þetta eru um 54.000 einstaklingar á vinnumarkaði miðað við árið 2017 og svipar þessu hlutfalli til áætlaðra áhrifa tækniframfara annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig er því spáð að 58% starfa (rúmlega 113.000 einstaklingar) taki talsverðum breytingum vegna áhrifa tækni en aðeins 14% starfa (tæplega 27.000 einstaklingar) breytist lítið.“ Maður þarf ekki annað en að fara út í næsta stórmarkað til að sjá og finna að tæknivæðing starfa er þegar farin að hafa mjög mikil áhrif á störfin. Þeim fjölgar mjög hratt sem ákveða að afgreiða sig sjálfir í stað þess að láta starfsfólkið sjá um það. Og svona er tækniþróunin á mjög mörgum öðrum, sviðum, m.a. og ekki síst í sjávarútvegi og sú þróun er mjög hröð og mun verða það áfram. Eigendur og stjórnendur fyrirtækjanna nýta þessa tækni til þess eins að draga úr launakostnaði og auka þannig arð sinn af rekstrinum og til að þurfa að deila enn minna af honum en áður með starfsfólkinu. Þannig fer, ef ekkert er að gert, meira og meira af gróðanum beint í vasa eigenda og stjórnenda fyrirtækjanna. Stóra spurningin er því þessi: Ætlum við að að láta þann aukna arð sem tæknivæðing starfa getur skapað gera þá ríku enn þá ríkari? Eða. Ætlum við loksins að standa í lappirnar og standa saman og tryggja að þessi arður lendi fyrst og fremst hjá fólkinu í landinu og mest hjá því fólki sem þarf svo bráðnauðsynlega á honum að halda til að bregðast við breytingum sem tæknivæðingin mun valda á störfum þess. Ef þú vilt vera í liði með þeim, sem eru harðákveðnir í að gera allt sem gera þarf til að tæknivæðingin verði ekki til að auka enn þann skelfilega ójöfnuð og það ömurlega óréttlæti sem kapítalisminn hefur leitt yfir okkur, ættirðu að greiða Sósíalistaflokknum atkvæði þitt 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun