Lífshættulegt öryggistæki Ágústa Þóra Jónsdóttir skrifar 8. september 2021 15:01 Nú með haustinu fer fólk að huga að vetrarhjólbörðum og margir kjósa að aka um á negldum dekkjum, sumir af gömlum vana og aðrir í von um aukið öryggi í hálku og snjó. En er vonin byggð á raunverulegum gögnum? Eru nagladekk nauðsynlegt öryggistæki? Nýjar rannsóknir segja okkur að nagladekk eru ekki nauðsynleg, þar sem bylting hefur orðið í gæðum vetrarhjólbarða og staðalbúnaði bifreiða sem gerir akstur í hálku öruggari en áður. Aðrar rannsóknir sýna skýrt að þau eru alls ekki æskileg – heldur beinlínis skaðleg – þar sem þau eru langstærsti orsakavaldur loftmengunar sem leiðir til ótímabærs dauða fjölda Íslendinga. Meira en helmingi fleiri á hverju ári en allra sem hafa dáið úr Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins- samkvæmt mati Umhverfisstofnunar Evrópu. Negld dekk menga Í skýrslu Vegagerðarinnar um áhrif hraða á mengun vegna umferðar, sem unnin var af Þresti Þorsteinssyni, prófessor við Umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands, fyrr á þessu ári (1) kemur fram að bifreiðar sem ekið er á negldum dekkjum eru langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni er bent á að leiðin til að minnka svifryksmengun er að fækka negldum dekkjum. Aukin þrif á götum og minni hraði í akstri hefur hverfandi áhrif í samanburðinum. Í skýrslunni kemur einnig í ljós að nagladekk slíta vegum 20 sinnum hraðar en ónegld dekk, sem felur í sér stóraukinn kostnað og hættur á vegum. Í sömu skýrslu kemur fram að hlutfall bifreiða á höfuðborgarsvæðinu á nagladekkjum hefur verið stöðugt undanfarin 15 ár eða í kringum 40% og bílum á götunum fjölgar árlega. Loftmengun er mjög skaðleg heilsu fólks Á vef umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is er hægt að fylgjast með mælingum á loftgæðum á Íslandi. Síðasta vetur, frá 1. september 2020 til 1. apríl 2021, fór mengun yfir viðmiðunarmörk á höfuðborgarsvæðinu í 52 daga af 242 dögum. Ástæðan var negld dekk alla dagana utan nýársdag þegar flugeldar voru orsakavaldurinn. Næsta vetur bætist við loftmengun frá eldgosi í Fagradalsfjalli, sem líklega eykur enn á vandann. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO), hefur skilgreint loftmengun sem eina helstu vá samtímans. Stofnunin rekur dauðsföll 7 milljóna manna á heimsvísu á ári til svifryks (WHO, 2016). Nýleg skýrsla frá Umhverfisstofnun Evrópu, þar sem ástandið í Evrópu er metið nánar, áætlar að rekja megi 70 dauðsföll á ári á Íslandi til svifryksmengunar (2) (EEA, 2020). Áhrif svifryksmengunar eru lúmsk og hún veldur m.a. aukinni tíðni innlagna á sjúkrahús og koma á bráðamóttöku, og aukinni dánartíðni. Þolendur eru á öllum aldri en sérstaklega börn og fólk með undirliggjandi hjarta- og æða sjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma,óléttar konur og eldra fólk (3). Einnig hafa rannsóknir bent á að loftgæði hafi áhrif á heila og andlega heilsu (4). Nagladekk óþörf Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) framkvæmir reglulega prófanir á vetrarhjólbörðum. Íkönnun FÍB frá 2019, kemur í ljós að góðir ónegldir hjólbarðar standa sig betur við erfið skilyrði heldur en margir negldir hjólbarðar (5). Könnunin sýnir að virkni hjólbarða við erfið skilyrði er ekki aðeins háð nöglum, heldur fremur almennum gæðum hjólbarðanna. Þeir sem vilja tryggja öryggi sitt ættu fyrst og fremst að huga að gæðum hjólbarðanna sem eru keyptir fremur en hvort þeir eru negldir eða ekki. Sænsk rannsókn frá 2017, styður þetta en hún sýnir að ónegld vetrardekk eru ekki síður örugg og nagladekk í hálku. Rannsóknin sýnireinnig að negld dekk glata færni sinni hraðar en ónegld þar sem þau slitna fyrr, og geti þannig veitt falskt öryggi (6). Í eldri sænskri rannsókn, frá 2011, sem mikið hefur verið vitnað í, kemur fram að nagladekk séu öruggari við akstur á ísilögðum vegi og á þéttum snjó. Sjaldnast er nefnt að þetta á einkum við ef bíll er ekki með stöðugleikakerfi (7). Bylting hefur orðið á öryggisbúnaði bíla frá því þessi eldri rannsókn var framkvæmd. Allir bílar sem seldir eru í dag eru með stöðugleikakerfi, læsisvörn og sífellt betri skriðvörn. Þetta er mikil breyting frá 2011 þegar slíkur búnaður var ekki staðalbúnaður í öllum bílum. Einfaldar lausnir Á aðalfundi Landverndar 12. júní 2021 var samþykkt ákall um aðgerðir frá stjórnvöldum til að sporna gegn nagladekkjanotkun. Í bréfi frá Samgöngustjóra Reykjavíkurborgar til Landverndar (8) kemur fram að Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkurborgar taki undir sjónarmið Landverndar um mikilvægi þess að minnka notkun nagladekkja til að bæta loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Hann upplýsir að umferðarlög banna sveitarfélögum að leggja á gjald við notkun negldra dekkja. Umhverfis og skipulagssvið, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, hefur ítrekað óskað eftir heimild til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis til gjaldtöku, án árangurs. Bæjarráð Garðabæjar hefur vísað ályktun Landverndar til umfjöllunar í umhverfisnefnd og falið bæjarstjóra að taka upp málið á vettvangi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í svari Samgöngu og sveitastjórnarráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni þingmanni Vinstri grænna um aðgerðir til að draga úr nagladekkjanotkun, kemur fram að hvorki samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fer með umferðarlög, né umhverfis- og auðlindaráðherra sem ber ábyrgð á loftgæðum, hafa beitt sér til til að minnka notkun nagladekkja (9). Landvernd kallar eftir því að ráðherrar samgöngu- og sveitarstjórnarmála og umhverfis- og auðlindamála beiti sér í því að breyta lögum og reglum þannig að hægt sé að leiðrétta þessa tímaskekkju og minnka notkun nagladekkja. Margar útfærslur eru mögulegar. Ein leið er gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja á ákveðnum svæðum sem er sú leið sem t.d. Norðmenn hafa farið. Sú krefst eftirlits og getur verið kostnaðarsöm. Önnur aðferð er að leggja sérstakt mengunargjald á nagladekk. Þetta er framkvæmanlegt í gegnum Úrvinnslusjóð því hjólbarðar eru þegar með úrvinnslugjald. Hægt væri að hækka úrvinnslugjaldið á nagaldekk umfram aðra hjólbarða. Það mun til lengri tíma draga úr fjölda nagladekkja á götum borgarinnar án kostnaðarsams eftirlits. Báðar aðferðir þýða að nagladekkin verða dýrari, en áfram valkostur. Nú vitum við að nagladekk valda svifryksmengun sem aftur veldur ótímabærum dauða. Við vitum einnig að betri hjólbarðar, betri bremsur og stöðugleikakerfi sem eru í öllum nýrri bifreiðum hafa gert nagladekkin óþörf. Því er spurt: Hvernig er hægt að réttlæta áframhaldandi notkun nagladekkja? Stjórnvöld hljóta að bregðast við til að bjarga mannslífum, minnka mengun og spara fé sem fer í viðhald vega. Þetta er augljóst „allir vinna“! Meðan við bíðum eftir aðgerðum stjórnvalda getum við – hvert og eitt – haft áhrif með því að velja ónegld og góð dekk þegar við kaupum ný. Þannig bætum við lífsgæði allra sem anda að sér lofti. Höfundur er varaformaður Landverndar. Heimildir: (1) Þorsteinsson, Þ. (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar. Vegagerðin. (2) EEA. (2020). Air Quality in Europe - 2020 report EEA. https://doi.org/10.2800/786656 (3) Gudmundsson, G., Finnbjörnsdóttir, R. G., Jóhannsson, P., & Rafnsson, V. (2019). Air pollution in Iceland and the effects on human health. Review. Læknablaðið, 105(10), 443–452. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.10.252 (4) Association between air pollution exposure and mental health service use among individuals with first presentations of psychotic and mood disorders: retrospective cohort study The British Journal of Psychiatry , First View , pp. 1 - 8 DOI: https://doi.org/10.1192/bjp.2021.119 (5) https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjak_nnun_2019 (6) Comprehensive Study of the Performance of Winter Tires on Ice, Snow, and Asphalt Roads: The Influence of Tire Type and Wear Mattias Hjort; Olle Eriksson;Fredrik Bruzelius Tire Science and Technology (2017) 45 (3): 175–199 https://doi.org/10.2346/tire.17.450304 ( 7 )Strandroth et. al, 2011. „The effect of studded tires on fatal crashes withpassenger cars and the benefits of electronic stability control (ESC) in Swedish winter driving.“ Accident Analysis and Prevention 45 (2012) 50–60. (8) Borgarráð 16. Júlí 2021, USK2021060119 , 6.17 (9) 151. löggjafarþing 2020-2021 ,Þingskjal 747 – 382. Mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Nagladekk Bílar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú með haustinu fer fólk að huga að vetrarhjólbörðum og margir kjósa að aka um á negldum dekkjum, sumir af gömlum vana og aðrir í von um aukið öryggi í hálku og snjó. En er vonin byggð á raunverulegum gögnum? Eru nagladekk nauðsynlegt öryggistæki? Nýjar rannsóknir segja okkur að nagladekk eru ekki nauðsynleg, þar sem bylting hefur orðið í gæðum vetrarhjólbarða og staðalbúnaði bifreiða sem gerir akstur í hálku öruggari en áður. Aðrar rannsóknir sýna skýrt að þau eru alls ekki æskileg – heldur beinlínis skaðleg – þar sem þau eru langstærsti orsakavaldur loftmengunar sem leiðir til ótímabærs dauða fjölda Íslendinga. Meira en helmingi fleiri á hverju ári en allra sem hafa dáið úr Covid-19 á Íslandi frá upphafi faraldursins- samkvæmt mati Umhverfisstofnunar Evrópu. Negld dekk menga Í skýrslu Vegagerðarinnar um áhrif hraða á mengun vegna umferðar, sem unnin var af Þresti Þorsteinssyni, prófessor við Umhverfis og auðlindafræði við Háskóla Íslands, fyrr á þessu ári (1) kemur fram að bifreiðar sem ekið er á negldum dekkjum eru langstærsti orsakavaldur svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni er bent á að leiðin til að minnka svifryksmengun er að fækka negldum dekkjum. Aukin þrif á götum og minni hraði í akstri hefur hverfandi áhrif í samanburðinum. Í skýrslunni kemur einnig í ljós að nagladekk slíta vegum 20 sinnum hraðar en ónegld dekk, sem felur í sér stóraukinn kostnað og hættur á vegum. Í sömu skýrslu kemur fram að hlutfall bifreiða á höfuðborgarsvæðinu á nagladekkjum hefur verið stöðugt undanfarin 15 ár eða í kringum 40% og bílum á götunum fjölgar árlega. Loftmengun er mjög skaðleg heilsu fólks Á vef umhverfisstofnunar www.loftgaedi.is er hægt að fylgjast með mælingum á loftgæðum á Íslandi. Síðasta vetur, frá 1. september 2020 til 1. apríl 2021, fór mengun yfir viðmiðunarmörk á höfuðborgarsvæðinu í 52 daga af 242 dögum. Ástæðan var negld dekk alla dagana utan nýársdag þegar flugeldar voru orsakavaldurinn. Næsta vetur bætist við loftmengun frá eldgosi í Fagradalsfjalli, sem líklega eykur enn á vandann. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO), hefur skilgreint loftmengun sem eina helstu vá samtímans. Stofnunin rekur dauðsföll 7 milljóna manna á heimsvísu á ári til svifryks (WHO, 2016). Nýleg skýrsla frá Umhverfisstofnun Evrópu, þar sem ástandið í Evrópu er metið nánar, áætlar að rekja megi 70 dauðsföll á ári á Íslandi til svifryksmengunar (2) (EEA, 2020). Áhrif svifryksmengunar eru lúmsk og hún veldur m.a. aukinni tíðni innlagna á sjúkrahús og koma á bráðamóttöku, og aukinni dánartíðni. Þolendur eru á öllum aldri en sérstaklega börn og fólk með undirliggjandi hjarta- og æða sjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma,óléttar konur og eldra fólk (3). Einnig hafa rannsóknir bent á að loftgæði hafi áhrif á heila og andlega heilsu (4). Nagladekk óþörf Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) framkvæmir reglulega prófanir á vetrarhjólbörðum. Íkönnun FÍB frá 2019, kemur í ljós að góðir ónegldir hjólbarðar standa sig betur við erfið skilyrði heldur en margir negldir hjólbarðar (5). Könnunin sýnir að virkni hjólbarða við erfið skilyrði er ekki aðeins háð nöglum, heldur fremur almennum gæðum hjólbarðanna. Þeir sem vilja tryggja öryggi sitt ættu fyrst og fremst að huga að gæðum hjólbarðanna sem eru keyptir fremur en hvort þeir eru negldir eða ekki. Sænsk rannsókn frá 2017, styður þetta en hún sýnir að ónegld vetrardekk eru ekki síður örugg og nagladekk í hálku. Rannsóknin sýnireinnig að negld dekk glata færni sinni hraðar en ónegld þar sem þau slitna fyrr, og geti þannig veitt falskt öryggi (6). Í eldri sænskri rannsókn, frá 2011, sem mikið hefur verið vitnað í, kemur fram að nagladekk séu öruggari við akstur á ísilögðum vegi og á þéttum snjó. Sjaldnast er nefnt að þetta á einkum við ef bíll er ekki með stöðugleikakerfi (7). Bylting hefur orðið á öryggisbúnaði bíla frá því þessi eldri rannsókn var framkvæmd. Allir bílar sem seldir eru í dag eru með stöðugleikakerfi, læsisvörn og sífellt betri skriðvörn. Þetta er mikil breyting frá 2011 þegar slíkur búnaður var ekki staðalbúnaður í öllum bílum. Einfaldar lausnir Á aðalfundi Landverndar 12. júní 2021 var samþykkt ákall um aðgerðir frá stjórnvöldum til að sporna gegn nagladekkjanotkun. Í bréfi frá Samgöngustjóra Reykjavíkurborgar til Landverndar (8) kemur fram að Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkurborgar taki undir sjónarmið Landverndar um mikilvægi þess að minnka notkun nagladekkja til að bæta loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. Hann upplýsir að umferðarlög banna sveitarfélögum að leggja á gjald við notkun negldra dekkja. Umhverfis og skipulagssvið, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, hefur ítrekað óskað eftir heimild til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis til gjaldtöku, án árangurs. Bæjarráð Garðabæjar hefur vísað ályktun Landverndar til umfjöllunar í umhverfisnefnd og falið bæjarstjóra að taka upp málið á vettvangi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í svari Samgöngu og sveitastjórnarráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni þingmanni Vinstri grænna um aðgerðir til að draga úr nagladekkjanotkun, kemur fram að hvorki samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem fer með umferðarlög, né umhverfis- og auðlindaráðherra sem ber ábyrgð á loftgæðum, hafa beitt sér til til að minnka notkun nagladekkja (9). Landvernd kallar eftir því að ráðherrar samgöngu- og sveitarstjórnarmála og umhverfis- og auðlindamála beiti sér í því að breyta lögum og reglum þannig að hægt sé að leiðrétta þessa tímaskekkju og minnka notkun nagladekkja. Margar útfærslur eru mögulegar. Ein leið er gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja á ákveðnum svæðum sem er sú leið sem t.d. Norðmenn hafa farið. Sú krefst eftirlits og getur verið kostnaðarsöm. Önnur aðferð er að leggja sérstakt mengunargjald á nagladekk. Þetta er framkvæmanlegt í gegnum Úrvinnslusjóð því hjólbarðar eru þegar með úrvinnslugjald. Hægt væri að hækka úrvinnslugjaldið á nagaldekk umfram aðra hjólbarða. Það mun til lengri tíma draga úr fjölda nagladekkja á götum borgarinnar án kostnaðarsams eftirlits. Báðar aðferðir þýða að nagladekkin verða dýrari, en áfram valkostur. Nú vitum við að nagladekk valda svifryksmengun sem aftur veldur ótímabærum dauða. Við vitum einnig að betri hjólbarðar, betri bremsur og stöðugleikakerfi sem eru í öllum nýrri bifreiðum hafa gert nagladekkin óþörf. Því er spurt: Hvernig er hægt að réttlæta áframhaldandi notkun nagladekkja? Stjórnvöld hljóta að bregðast við til að bjarga mannslífum, minnka mengun og spara fé sem fer í viðhald vega. Þetta er augljóst „allir vinna“! Meðan við bíðum eftir aðgerðum stjórnvalda getum við – hvert og eitt – haft áhrif með því að velja ónegld og góð dekk þegar við kaupum ný. Þannig bætum við lífsgæði allra sem anda að sér lofti. Höfundur er varaformaður Landverndar. Heimildir: (1) Þorsteinsson, Þ. (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar. Vegagerðin. (2) EEA. (2020). Air Quality in Europe - 2020 report EEA. https://doi.org/10.2800/786656 (3) Gudmundsson, G., Finnbjörnsdóttir, R. G., Jóhannsson, P., & Rafnsson, V. (2019). Air pollution in Iceland and the effects on human health. Review. Læknablaðið, 105(10), 443–452. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.10.252 (4) Association between air pollution exposure and mental health service use among individuals with first presentations of psychotic and mood disorders: retrospective cohort study The British Journal of Psychiatry , First View , pp. 1 - 8 DOI: https://doi.org/10.1192/bjp.2021.119 (5) https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjak_nnun_2019 (6) Comprehensive Study of the Performance of Winter Tires on Ice, Snow, and Asphalt Roads: The Influence of Tire Type and Wear Mattias Hjort; Olle Eriksson;Fredrik Bruzelius Tire Science and Technology (2017) 45 (3): 175–199 https://doi.org/10.2346/tire.17.450304 ( 7 )Strandroth et. al, 2011. „The effect of studded tires on fatal crashes withpassenger cars and the benefits of electronic stability control (ESC) in Swedish winter driving.“ Accident Analysis and Prevention 45 (2012) 50–60. (8) Borgarráð 16. Júlí 2021, USK2021060119 , 6.17 (9) 151. löggjafarþing 2020-2021 ,Þingskjal 747 – 382. Mál.
Heimildir: (1) Þorsteinsson, Þ. (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar. Vegagerðin. (2) EEA. (2020). Air Quality in Europe - 2020 report EEA. https://doi.org/10.2800/786656 (3) Gudmundsson, G., Finnbjörnsdóttir, R. G., Jóhannsson, P., & Rafnsson, V. (2019). Air pollution in Iceland and the effects on human health. Review. Læknablaðið, 105(10), 443–452. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.10.252 (4) Association between air pollution exposure and mental health service use among individuals with first presentations of psychotic and mood disorders: retrospective cohort study The British Journal of Psychiatry , First View , pp. 1 - 8 DOI: https://doi.org/10.1192/bjp.2021.119 (5) https://issuu.com/fib.is/docs/vetrardekkjak_nnun_2019 (6) Comprehensive Study of the Performance of Winter Tires on Ice, Snow, and Asphalt Roads: The Influence of Tire Type and Wear Mattias Hjort; Olle Eriksson;Fredrik Bruzelius Tire Science and Technology (2017) 45 (3): 175–199 https://doi.org/10.2346/tire.17.450304 ( 7 )Strandroth et. al, 2011. „The effect of studded tires on fatal crashes withpassenger cars and the benefits of electronic stability control (ESC) in Swedish winter driving.“ Accident Analysis and Prevention 45 (2012) 50–60. (8) Borgarráð 16. Júlí 2021, USK2021060119 , 6.17 (9) 151. löggjafarþing 2020-2021 ,Þingskjal 747 – 382. Mál.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun