Hvað gekk ráðherra til? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 3. september 2021 13:01 Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til? Það urðu sem sagt þau tímamót núna í vikunni að heilbrigðisráðherra felldi úr gildi skilyrði sitt um að sjúkraþjálfarar þyrftu að hafa starfað í tvö ár hjá ríkinu áður en yfirvöld tækju þátt í kostnaði sjúklinga þeirra. Þessi reglugerð kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum í vetur. Reglugerðin skaðaði atvinnumöguleika fjölda nýútskrifaðra sjúkraþjálfara auk þess sem nemar á lokaári, sem voru í starfsþjálfun á stofum og búnir að fá vilyrði fyrir áframhaldandi vinnu þar enda komnir með eigin skjólstæðingahóp, þurftu að leita annað eftir útskrift. Til ríkisrekinna heilbrigðisstofnana, sem alls ekki gátu tekið við öllum né boðið upp á sérhæfingu í því sem þetta unga fagfólk vildi helst sérhæfa sig í. Það vita enda allir sem vilja vita að viðfangsefni sjúkraþjálfara eru mörg og misjöfn og verkefni sjúkraþjálfara á heilbrigðisstofnunum ólík þeim sem einkastofur fást helst við. Tvöfalt kerfi í boði ríkisstjórnarinnar Eigum við að tala um áhrifin á fólk, á skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins? Á fólk sem stjórnvöld segja að eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustunni? Það eru fleiri hundruð á biðlistum eftir þjónustu sjúkraþjálfara og þeim fjölgaði verulega við þetta óskiljanlega útspil stjórnvalda. Reyndar komust alls ekki allir á biðlistana því margir sjúkraþjálfarar voru einfaldlega hættir að bæta við fólki. Þrautalending hjá mörgum var að leita til þeirra sjúkraþjálfara sem heilbrigðisráðherra hafði hent út og borga þar með mun hærri upphæð en aðrir, þrátt fyrir að hafa sömu almennu sjúkratryggingu. Þetta er einfaldlega uppskriftin að tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem fólk getur greitt hærra verð til að komast framar í röðinni – kerfi sem til þessa hefur verið algjör samhljómur um að við viljum ekki í íslensku samfélagi. Hvað með talþjálfun barna? Í samskiptum heilbrigðisyfirvalda við talmeinafræðinga hefur sama ruglið viðgengist. Ríkisvæðing án þess að ríkið sé tilbúið. Afleiðingin er sú að hátt í eitt þúsund börn bíða eftir aðstoð talmeinafræðinga og biðin getur verið allt að þrjú ár. Börn með málþroskaröskun bíða ekki í þrjú ár eftir aðstoð án þess að það komi verulega niður á lífsgæðum þeirra. Og hvernig líður foreldrum þessara barna í vanmætti sínum? Vonandi kemur önnur frétt næstu daga frá heilbrigðisráðherra um að þessari reglugerð verði kippt úr sambandi líka. Svona gera menn ekki Það er auðvitað fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið, alla vega með sjúkraþjálfarana. En eftir stendur spurningin um hvað ráðherra hafi gengið til. Þessi flumbrugangur, þessi illa ígrundaða breyting, hefur til viðbótar við lengingu biðlista haft slæm og mögulega óafturkræf áhrif á starf fjölda fólks. Sjúkraþjálfara- og talmeinastofur hafa sagt upp fólki. Þær hafa sagt upp samningum um þjónustu t.d. við sveitarfélög og það þarf ekki sérstaka innsýn í rekstur til að skilja að afleiðingar af svona fúski verða ekki lagfærðar á einni nóttu. Samvinna í stað sundrungar Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið sér það til frægðar að hafa þrengt úr öllu hófi að fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum ríkisstjórn sem snýr af þessari óheillabraut. Ríkisstjórn sem setur þjónustuna við fólk í fyrsta sæti. Þar sem kraftar fagfólks eru notaðir þar sem þeir nýtast best. Þar sem lykilorðið er samvinna en ekki sundrung. Það eru almannahagsmunir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Heilbrigðismál Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til? Það urðu sem sagt þau tímamót núna í vikunni að heilbrigðisráðherra felldi úr gildi skilyrði sitt um að sjúkraþjálfarar þyrftu að hafa starfað í tvö ár hjá ríkinu áður en yfirvöld tækju þátt í kostnaði sjúklinga þeirra. Þessi reglugerð kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum í vetur. Reglugerðin skaðaði atvinnumöguleika fjölda nýútskrifaðra sjúkraþjálfara auk þess sem nemar á lokaári, sem voru í starfsþjálfun á stofum og búnir að fá vilyrði fyrir áframhaldandi vinnu þar enda komnir með eigin skjólstæðingahóp, þurftu að leita annað eftir útskrift. Til ríkisrekinna heilbrigðisstofnana, sem alls ekki gátu tekið við öllum né boðið upp á sérhæfingu í því sem þetta unga fagfólk vildi helst sérhæfa sig í. Það vita enda allir sem vilja vita að viðfangsefni sjúkraþjálfara eru mörg og misjöfn og verkefni sjúkraþjálfara á heilbrigðisstofnunum ólík þeim sem einkastofur fást helst við. Tvöfalt kerfi í boði ríkisstjórnarinnar Eigum við að tala um áhrifin á fólk, á skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins? Á fólk sem stjórnvöld segja að eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustunni? Það eru fleiri hundruð á biðlistum eftir þjónustu sjúkraþjálfara og þeim fjölgaði verulega við þetta óskiljanlega útspil stjórnvalda. Reyndar komust alls ekki allir á biðlistana því margir sjúkraþjálfarar voru einfaldlega hættir að bæta við fólki. Þrautalending hjá mörgum var að leita til þeirra sjúkraþjálfara sem heilbrigðisráðherra hafði hent út og borga þar með mun hærri upphæð en aðrir, þrátt fyrir að hafa sömu almennu sjúkratryggingu. Þetta er einfaldlega uppskriftin að tvöföldu heilbrigðiskerfi, þar sem fólk getur greitt hærra verð til að komast framar í röðinni – kerfi sem til þessa hefur verið algjör samhljómur um að við viljum ekki í íslensku samfélagi. Hvað með talþjálfun barna? Í samskiptum heilbrigðisyfirvalda við talmeinafræðinga hefur sama ruglið viðgengist. Ríkisvæðing án þess að ríkið sé tilbúið. Afleiðingin er sú að hátt í eitt þúsund börn bíða eftir aðstoð talmeinafræðinga og biðin getur verið allt að þrjú ár. Börn með málþroskaröskun bíða ekki í þrjú ár eftir aðstoð án þess að það komi verulega niður á lífsgæðum þeirra. Og hvernig líður foreldrum þessara barna í vanmætti sínum? Vonandi kemur önnur frétt næstu daga frá heilbrigðisráðherra um að þessari reglugerð verði kippt úr sambandi líka. Svona gera menn ekki Það er auðvitað fagnaðarefni að heilbrigðisráðherra hafi séð ljósið, alla vega með sjúkraþjálfarana. En eftir stendur spurningin um hvað ráðherra hafi gengið til. Þessi flumbrugangur, þessi illa ígrundaða breyting, hefur til viðbótar við lengingu biðlista haft slæm og mögulega óafturkræf áhrif á starf fjölda fólks. Sjúkraþjálfara- og talmeinastofur hafa sagt upp fólki. Þær hafa sagt upp samningum um þjónustu t.d. við sveitarfélög og það þarf ekki sérstaka innsýn í rekstur til að skilja að afleiðingar af svona fúski verða ekki lagfærðar á einni nóttu. Samvinna í stað sundrungar Ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur unnið sér það til frægðar að hafa þrengt úr öllu hófi að fjölbreytni innan heilbrigðiskerfisins. Við þurfum ríkisstjórn sem snýr af þessari óheillabraut. Ríkisstjórn sem setur þjónustuna við fólk í fyrsta sæti. Þar sem kraftar fagfólks eru notaðir þar sem þeir nýtast best. Þar sem lykilorðið er samvinna en ekki sundrung. Það eru almannahagsmunir. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar