Bílatryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. september 2021 14:41 Runólfur Ólafsson er formaður FÍB. vísir/baldur Bílatryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði umferðarslysum og slösuðum einstaklingum í umferðinni fækkar. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gagnrýnir tryggingarfélögin, lífeyrissjóðina og fjármálaeftirlitið fyrir að leyfa þessari þróun að viðgangast. „Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23%,“ skrifar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hlutfallsleg breyting milli ára af vefsíðu FÍB. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB Með fækkun slysa hefur kostnaður tryggingafélaganna eðlilega minnkað til muna en á sama tíma hækka iðgjöldin. Runólfur segir iðgjöld bílatrygginga hér á landi að jafnaði tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tryggingafélögin hér kallar hann „óstöðvandi okurfélög“. „Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt,“ skrifar Runólfur. Hann segir enga samkeppni ríkja milli tryggingarfélaganna. Þau hafi beinlínis hagsmuni af því að hækka sín verð í samræmdum takti og skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Þannig græði þau mest. Lífeyrissjóðir og fjármálaeftirlit geri ekkert „Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingarvernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar,“ segir Runólfur. „Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“ Honum þykir ekki síst óeðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu aðaleigendur VÍS, Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. „Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd.“ Tryggð ekki hátt metin hjá tryggingarfélögum Runólfur hvetur bílaeigendur þá alla til að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingarfélögunum og taka ávallt því lægsta. Þau eigi það nefnilega til að lækka sig fyrir nýja viðskiptavini. „Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum,“ skrifar Runólfur. Bílar Tryggingar Samgönguslys Samgöngur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
„Iðgjaldahækkanir á bílatryggingum eru komnar út yfir allt velsæmi. Frá 2015 hefur vísitala bílatrygginga hækkað um 44% meðan vísitala neysluverðs hækkaði um 17%. Á sama tíma hefur umferðarslysum fækkað um 14% og slösuðum fækkað um 23%,“ skrifar Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í grein sem birtist á Vísi í morgun. Hlutfallsleg breyting milli ára af vefsíðu FÍB. Slysatölur samkvæmt slysaskráningu Samgöngustofu til ársloka 2020.FÍB Með fækkun slysa hefur kostnaður tryggingafélaganna eðlilega minnkað til muna en á sama tíma hækka iðgjöldin. Runólfur segir iðgjöld bílatrygginga hér á landi að jafnaði tvöfalt hærri en á hinum Norðurlöndunum. Tryggingafélögin hér kallar hann „óstöðvandi okurfélög“. „Tryggingafélögin hafa löngum reynt að réttlæta iðgjaldaokrið með tilvísun í að hlutfall tjóna af iðgjöldum sé yfir 100%. En undanfarin misseri hefur þetta hlutfall verið vel undir 100% og allt niður í 80%. Það staðfestir minnkandi tjónakostnað. Samt hefur það engin áhrif á iðgjöldin, heldur þvert á móti - þau hækka jafnt og þétt,“ skrifar Runólfur. Hann segir enga samkeppni ríkja milli tryggingarfélaganna. Þau hafi beinlínis hagsmuni af því að hækka sín verð í samræmdum takti og skipta markaðnum bróðurlega á milli sín. Þannig græði þau mest. Lífeyrissjóðir og fjármálaeftirlit geri ekkert „Fjölskylda með húseign og tvo bíla borgar um eða yfir 400 þúsund krónur á ári í iðgjöld trygginga. Aðeins brot af þessum peningum fer til að kaupa raunverulega tryggingarvernd. Restin rennur í ávöxtunarsjóðina og arðgreiðslurnar,“ segir Runólfur. „Þar sem tryggingafélögin teljast fjármálafyrirtæki þá heyra þau undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans. Árum saman hefur fjármálaeftirlitið ýmist hvatt tryggingafélögin til að hækka iðgjöld eða gæta þess vel og vandlega að fara ekki í verðsamkeppni. Neytendur eiga ekkert skjól hjá þessari furðulegu eftirlitsstofnun.“ Honum þykir ekki síst óeðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu aðaleigendur VÍS, Sjóvá og bankanna sem eiga Vörð og Kviku. „Lífeyrissjóðirnir ávaxta þannig lífeyri bíleigenda með því að okra á þeim í gegnum tryggingafélögin. Kaldhæðnin lekur af þeirri sviðsmynd.“ Tryggð ekki hátt metin hjá tryggingarfélögum Runólfur hvetur bílaeigendur þá alla til að óska reglulega eftir tilboðum frá öllum tryggingarfélögunum og taka ávallt því lægsta. Þau eigi það nefnilega til að lækka sig fyrir nýja viðskiptavini. „Þeir sem halda tryggð við tryggingafélagið borga hins vegar áfram hæstu iðgjöldin. Tryggð er ekki hátt metin hjá tryggingafélögunum,“ skrifar Runólfur.
Bílar Tryggingar Samgönguslys Samgöngur Fjármál heimilisins Lífeyrissjóðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira