Theódór Elmar er þekktastur fyrir það að hafa leikið með karlalandsliðinu í knattspyrnu en fyrr í sumar gekk hann til liðs við uppeldisfélag sitt KR. Pattra er þekktust fyrir að hafa verið bloggari á tískusíðunni Trendnet um árabil en í dag deilir hún lífi sínu með fallegum myndum á Instagram.
Saman eiga þau Theódór Elmar og Pattra soninn Atlas Aron sem er fjögurra ára.
„Leynigestur væntanlegur 1. mars.. Atlas Aron soon to be a big brother,“ skrifar Pattra undir fallega mynd af fjölskyldunni.
Þá deilir hún einnig afar krúttlegu myndbandi af því þegar Atlas Aron kemst að því að hann sé að fara verða stóri bróðir.