Fólkið fyrst, svo kerfið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 29. ágúst 2021 15:00 Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gangi spár eftir verður rúmlega helmingur þeirra barna sem nú fæðast 105 ára. Það er ótrúlegt, sérstaklega þegar haft er í huga að fyrir liðlega hundrað árum var meðalævilengd Íslendinga um 55 ár! Við lifum lengur en fyrri kynslóðir sem er hið besta mál. Fjölgun eldri borgara og lækkandi fæðingartíðni mun hins vegar kalla á nýjar áskoranir. Sífellt færri á vinnumarkaði munu bera uppi velferðarkerfi heilbrigðis, umönnunar og þjónustu við þá sem eldri eru. Eftir því sem hlutfallslega fleiri eldast eykst þörf þeirra fyrir þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þessa gætir reyndar nú þegar, en nær daglega fáum við fréttir af því að heilbrigðiskerfið ráði varla við verkefnin sem því er falið að sinna. Eðlilegt er þá að spyrja sig hvort að kerfið muni ráða við fleiri og stærri verkefni sem blasa við næstu ár og áratugi? Í mínum huga hefur lengi verið kristaltært að við ráðum ekki við auknar kröfur í heilbrigðiskerfinu, nema með mun meiri samvinnu hins opinbera og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda hafa framlög ríkisins til heilbrigðiskerfisins aukist um tugi milljarða króna. Umræðan snýst samt að mestu leyti um að meira þurfi að koma til. Fjárveitingavaldið vill eðlilega staldra við og spyrja hvort ferðin sé án fyrirheits? Má ekki spyrja hvað fæst fyrir alla milljarðana frekar en biðja bara um meira fjármagn? Við skulum horfast í augu við veruleikann, staldra við og ræða stöðuna. Við mér blasir nauðsyn á ferskum hugmyndum og grundvallarbreytingum í heilbrigðiskerfinu í þágu fólksins og sjúklinganna en ekki sjálfs kerfisins sem slíks. Við verðum að hafa þor til að viðurkenna að við getum ekki haldið áfram för án þess að leiðrétta kompásinn. Okkur ber skylda til að setja fólkið í landinu og hina sjúku sérstaklega í fyrsta sæti og tryggja rétt þeirra til þjónustu. Við Sjálfstæðismenn viljum að sjúklingar njóti þjónustutryggingar sem veiti þeim rétt til úrlausnar sinna mála innan ákveðins tímaramma. Það þýðir að standa verður við útgefin viðmið um viðunandi biðtíma eftir heilbrigðisþjónustu. Ef sjúklingur fær til að mynda ekki aðgerð eða meðferð hjá sérfræðilækni í opinbera kerfinu, á tilteknum tíma frá greiningu, er honum heimilt að leita læknishjálpar utan opinbera kerfisins og féð fylgir viðkomandi. Þannig er réttur sjúklinga tryggður. Fólkið á að eiga raunverulegt val um kosti sem þegar eru fyrir hendi. Það telst ekki raunverulegt val ef kostirnir eru annars vegar þeir að bíða misserum saman eftir liðskiptaaðgerð í opinbera kerfinu en hins vegar að borga aðgerðina úr eigin vasa á einkareknu sjúkrahúsi til að fá bót meina sinna. Við erum sammála um að tryggja öflugt heilbrigðiskerfi sem jafnast á við það besta í heiminum, hvort sem litið er til mannauðs, tækni eða skilvirkni. Við erum sömuleiðis sammála um að vilja að heilbrigðiskerfið okkar sé fyrir alla, óháð stöðu eða efnahag. Núna er það því miður svo að þau sem hafa meira á milli handanna geta keypt sig frá biðlistum með því að sækja sér heilbrigðisþjónustu út fyrir landsteinana á meðan hinir efnaminni sitja eftir í þjáningu og neyðast til að lifa við skert lífsgæði. Það er óboðlegt og óásættanlegt. Búum til fleiri lausnir og nýtum kraftana sem búa í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólki. Aukum valfrelsi og setjum sjúklinginn í forgang frekar en kerfið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun