Nýr tíu deilda leikskóli byggður á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. ágúst 2021 21:00 Leikskólabörn á Hvolsvelli sáu um að taka fyrstu skóflustungurnar af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna Rangárþings eystra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað leikskólabörn á Hvolsvelli komu saman með skóflurnar sínar í vikunni og tóku fyrstu skóflustungurnar af nýjum leikskóla. Leikskólinn verður með tíu deildum og fyrir um hundrað og áttatíu börn. Kostnaðurinn við bygginguna verður um einn milljarður króna. Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með starfsfólki á staðinn þar, sem nýi leikskólinn verður byggður. Eftir stutt ávörp sveitarstjóra og leikskólastjóra tóku leikskólabörnin sig til og tóku skóflustungur af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna sveitarfélagsins. Mikil ánægja er hjá starfsfólki leikskólans að nú eigi að fara að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Hvolsvelli. „Ég er þakklát fyrir að starfsfólk leikskólans fékk að hafa rödd í hönnunarferlinu og það var hlustað á okkur því það skilar sér svo sannarlega í góðum starfsaðstæðum,“ segir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri. Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri á Hvolsvelli, sem er mjög spennt eins og aðrir starfsmenn leikskólans fyrir nýja leikskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara einn af stærri leikskólum á landinu og glæsilegur í alla staði.Gamli leikskólinn hjá okkur er löngu sprungin, það er bara þannig og við höfum verið með leikskóla starfsemi á fleiri en einum stað, þess vegna erum við að fara í þessa nýju byggingu,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem segir mikla uppbyggingu eiga sér staða í sveitarfélaginu og því sé nýi leikskólinn kærkominnMagnús Hlynur Hreiðarsson Pláss verður fyrir 180 börn á nýja leikskólanum, sem verður 10 deilda. Lilja segir að það sé verið að horfa til framtíðar með byggingunni enda mikil íbúafjölgun í Rangárþingi eystra og mikið af ungu fólki og fjölskyldufólki að flytja í sveitarfélagið. „Það er bullandi gangur í öllu hér, við verðum bara að halda vel á spöðunum. Vonandi geta börnin mætt í nýja leikskólann eftir eitt og hálft ár en hann mun kosta um einn milljarð króna“, bætir Lilja við. Leikskólabörnin nýttu tækifærið við upphaf framkvæmda við nýja leikskólann og tóku lagið fyrir viðstadda. P Ark teiknistofa, Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar sjá um hönnun nýja leikskólans þar sem Ólöf er aðalhönnuður.Aðsend Rangárþing eystra Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Það var mikil spenna og eftirvænting á Hvolsvelli þegar leikskólabörn á leikskólanum Örk komu gangandi með starfsfólki á staðinn þar, sem nýi leikskólinn verður byggður. Eftir stutt ávörp sveitarstjóra og leikskólastjóra tóku leikskólabörnin sig til og tóku skóflustungur af nýja leikskólanum með aðstoð forsvarsmanna sveitarfélagsins. Mikil ánægja er hjá starfsfólki leikskólans að nú eigi að fara að byggja nýjan og glæsilegan leikskóla á Hvolsvelli. „Ég er þakklát fyrir að starfsfólk leikskólans fékk að hafa rödd í hönnunarferlinu og það var hlustað á okkur því það skilar sér svo sannarlega í góðum starfsaðstæðum,“ segir Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri. Sólbjört Sigríður Gestsdóttir, leikskólastjóri á Hvolsvelli, sem er mjög spennt eins og aðrir starfsmenn leikskólans fyrir nýja leikskólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður bara einn af stærri leikskólum á landinu og glæsilegur í alla staði.Gamli leikskólinn hjá okkur er löngu sprungin, það er bara þannig og við höfum verið með leikskóla starfsemi á fleiri en einum stað, þess vegna erum við að fara í þessa nýju byggingu,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem segir mikla uppbyggingu eiga sér staða í sveitarfélaginu og því sé nýi leikskólinn kærkominnMagnús Hlynur Hreiðarsson Pláss verður fyrir 180 börn á nýja leikskólanum, sem verður 10 deilda. Lilja segir að það sé verið að horfa til framtíðar með byggingunni enda mikil íbúafjölgun í Rangárþingi eystra og mikið af ungu fólki og fjölskyldufólki að flytja í sveitarfélagið. „Það er bullandi gangur í öllu hér, við verðum bara að halda vel á spöðunum. Vonandi geta börnin mætt í nýja leikskólann eftir eitt og hálft ár en hann mun kosta um einn milljarð króna“, bætir Lilja við. Leikskólabörnin nýttu tækifærið við upphaf framkvæmda við nýja leikskólann og tóku lagið fyrir viðstadda. P Ark teiknistofa, Páll V. Bjarnason og Ólöf Pálsdóttir arkitektar sjá um hönnun nýja leikskólans þar sem Ólöf er aðalhönnuður.Aðsend
Rangárþing eystra Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira