Heilbrigði og húsnæði um allt land Drífa Snædal skrifar 27. ágúst 2021 16:00 Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar. Samtalið við fjölda fulltrúa, stjórnarmanna og trúnaðarmanna færðu mér heim sanninn um að þær áherslur sem ASÍ lagði upp með í vor í aðdraganda þingkosninganna væru réttar: Húsnæðismálin eru ekki bara einn stærsti áhrifavaldur varðandi öryggi og afkomu fólks, heldur stendur húsnæðisskortur atvinnulífinu fyrir þrifum víða um land. Þar sem tilfinnanlegur skortur er á húsnæði fæst ekki fólk til starfa. Húsnæðismálin eru og verða eitt stærsta viðfangsefnið og það er skýlaus krafa að nálgast þau með félagslegum hætti þannig að öllum sé tryggt gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Heilbrigðismálin voru líka ofarlega á baugi víða um land. Ekki bara öldrunarþjónustan og aðgengi að heilsugæslu, heldur einnig fæðingarþjónusta og langtíma meðferðir. Það er himinn og haf á milli þjónustu við dreifbýlið annars vegar og þéttbýlið hins vegar. Utan þéttbýlla svæða þarf fólk að nýta veikindadaga, orlof og á köflum launalaust leyfi til að dvelja langdvölum í Reykjavík eða á Akureyri til meðferðar og ef von er á barni. Þetta er bein kjaraskerðing við fólk eftir búsetu og bætist við þá fjölmörgu þætti sem þarf að endurskoða varðandi heilbrigðiskerfið okkar til að það þjóni öllum óháð efnahag eða búsetu. Fjölmörg önnur mál voru til umræðu en það er ljóst að áhrif tæknibreytinga á einstaka byggðir hafa verið og verða verulegar. Það beinir sjónum að því hvernig hægt er að tryggja að framleiðniaukningin og fækkun starfsfólks sem verður með tæknibreytingum skili sér raunverulega inn í samfélög og í auknum lífsgæðum, í gegnum hærri laun eða styttri vinnutíma. Þar ber að nýta hugmyndafræði réttlátra umskipta. Takk kærlega fyrir frábærar móttökur kæru félagar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar. Samtalið við fjölda fulltrúa, stjórnarmanna og trúnaðarmanna færðu mér heim sanninn um að þær áherslur sem ASÍ lagði upp með í vor í aðdraganda þingkosninganna væru réttar: Húsnæðismálin eru ekki bara einn stærsti áhrifavaldur varðandi öryggi og afkomu fólks, heldur stendur húsnæðisskortur atvinnulífinu fyrir þrifum víða um land. Þar sem tilfinnanlegur skortur er á húsnæði fæst ekki fólk til starfa. Húsnæðismálin eru og verða eitt stærsta viðfangsefnið og það er skýlaus krafa að nálgast þau með félagslegum hætti þannig að öllum sé tryggt gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Heilbrigðismálin voru líka ofarlega á baugi víða um land. Ekki bara öldrunarþjónustan og aðgengi að heilsugæslu, heldur einnig fæðingarþjónusta og langtíma meðferðir. Það er himinn og haf á milli þjónustu við dreifbýlið annars vegar og þéttbýlið hins vegar. Utan þéttbýlla svæða þarf fólk að nýta veikindadaga, orlof og á köflum launalaust leyfi til að dvelja langdvölum í Reykjavík eða á Akureyri til meðferðar og ef von er á barni. Þetta er bein kjaraskerðing við fólk eftir búsetu og bætist við þá fjölmörgu þætti sem þarf að endurskoða varðandi heilbrigðiskerfið okkar til að það þjóni öllum óháð efnahag eða búsetu. Fjölmörg önnur mál voru til umræðu en það er ljóst að áhrif tæknibreytinga á einstaka byggðir hafa verið og verða verulegar. Það beinir sjónum að því hvernig hægt er að tryggja að framleiðniaukningin og fækkun starfsfólks sem verður með tæknibreytingum skili sér raunverulega inn í samfélög og í auknum lífsgæðum, í gegnum hærri laun eða styttri vinnutíma. Þar ber að nýta hugmyndafræði réttlátra umskipta. Takk kærlega fyrir frábærar móttökur kæru félagar! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun