Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 21:22 KR-ingar unnu öruggan sigur í fjörugum leik gegn Aftureldingu í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH. Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira