Við lækkum skatta og álögur Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Ragnar Sigurðsson skrifa 17. ágúst 2021 22:30 Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag. Ennfremur gerir það okkur kleift að mæta margvíslegum áskorunum framtíðarinnar hvort sem það er á sviði atvinnumála, loftslagsmála, heilbrigðismála, samgangna eða menntamála. Lægri skattar á atvinnulífið Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar. Tryggingagjaldið þarf að lækka og eins er nauðsynlegt að lækka fjármagnstekjuskattinn og stuðla þannig að aukinni fjárfestingu innan atvinnulífsins. Við lækkum skatta Sú mýta heyrist gjarnan úr röðum andstæðinga að Sjálfstæðisflokkurinn lofi skattalækkunum fyrir kosningar en lítið sé um efndir. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. ●Tekjuskattur einstaklinga lækkaði á árunum 2014- 2018 og aftur á þessu kjörtímabili með innleiðingu nýs lægra skattþreps. Með innleiðingu ný lægra skattþreps varð tekjuskattur einstaklinga um 21 milljarði króna lægri á ári. ●Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% og útvíkkað þannig að það næði m.a. til bílaviðgerða. ●Tryggingagjaldið hefur lækkað. Tryggingagjaldið í dag er 6,1% en var 7,7% árið 2013. ●Virðisaukaskattur var 25,5% en hefur verið lækkaður niður í 24%. Virðisaukaskattur á getnaðarvörnum var færður í lægra virðisaukaskattsþrep og nemur nú 11%. ●Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumin af ýmsum vörutegundum á undanförnum árum sem hefur skilað sér í lægra verðlagi fyrir neytendur. ●Skattleysismörk erfðafjár fór úr einni og hálfri milljón í fimm. ●Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað. ●Frá og með síðustu áramótum var söluhagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærðarmörk laga, ekki lengur skattlagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum almannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. ●Frítekjumark fjármagnstekna hefur verið tvöfaldað – hækkar úr 150 í 300 þúsund krónur. Þetta eru dæmi um álögur og skatta sem lækkað hafa á undanförnum árum. Slíkar lækkanir skila sér í öflugra atvinnulífi og aukinni hagsæld vinnandi fólks. Betur má ef duga skal og á næstu árum þurfum við að stíga frekari skref í þessa átt til að örva framfarir og uppbyggingu. Það leggur grunninn að aukinni velferð fyrir alla. Höfundar skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Ragnar Sigurðsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag. Ennfremur gerir það okkur kleift að mæta margvíslegum áskorunum framtíðarinnar hvort sem það er á sviði atvinnumála, loftslagsmála, heilbrigðismála, samgangna eða menntamála. Lægri skattar á atvinnulífið Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar. Tryggingagjaldið þarf að lækka og eins er nauðsynlegt að lækka fjármagnstekjuskattinn og stuðla þannig að aukinni fjárfestingu innan atvinnulífsins. Við lækkum skatta Sú mýta heyrist gjarnan úr röðum andstæðinga að Sjálfstæðisflokkurinn lofi skattalækkunum fyrir kosningar en lítið sé um efndir. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. ●Tekjuskattur einstaklinga lækkaði á árunum 2014- 2018 og aftur á þessu kjörtímabili með innleiðingu nýs lægra skattþreps. Með innleiðingu ný lægra skattþreps varð tekjuskattur einstaklinga um 21 milljarði króna lægri á ári. ●Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% og útvíkkað þannig að það næði m.a. til bílaviðgerða. ●Tryggingagjaldið hefur lækkað. Tryggingagjaldið í dag er 6,1% en var 7,7% árið 2013. ●Virðisaukaskattur var 25,5% en hefur verið lækkaður niður í 24%. Virðisaukaskattur á getnaðarvörnum var færður í lægra virðisaukaskattsþrep og nemur nú 11%. ●Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumin af ýmsum vörutegundum á undanförnum árum sem hefur skilað sér í lægra verðlagi fyrir neytendur. ●Skattleysismörk erfðafjár fór úr einni og hálfri milljón í fimm. ●Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað. ●Frá og með síðustu áramótum var söluhagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærðarmörk laga, ekki lengur skattlagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum almannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. ●Frítekjumark fjármagnstekna hefur verið tvöfaldað – hækkar úr 150 í 300 þúsund krónur. Þetta eru dæmi um álögur og skatta sem lækkað hafa á undanförnum árum. Slíkar lækkanir skila sér í öflugra atvinnulífi og aukinni hagsæld vinnandi fólks. Betur má ef duga skal og á næstu árum þurfum við að stíga frekari skref í þessa átt til að örva framfarir og uppbyggingu. Það leggur grunninn að aukinni velferð fyrir alla. Höfundar skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun