Við lækkum skatta og álögur Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Ragnar Sigurðsson skrifa 17. ágúst 2021 22:30 Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag. Ennfremur gerir það okkur kleift að mæta margvíslegum áskorunum framtíðarinnar hvort sem það er á sviði atvinnumála, loftslagsmála, heilbrigðismála, samgangna eða menntamála. Lægri skattar á atvinnulífið Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar. Tryggingagjaldið þarf að lækka og eins er nauðsynlegt að lækka fjármagnstekjuskattinn og stuðla þannig að aukinni fjárfestingu innan atvinnulífsins. Við lækkum skatta Sú mýta heyrist gjarnan úr röðum andstæðinga að Sjálfstæðisflokkurinn lofi skattalækkunum fyrir kosningar en lítið sé um efndir. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. ●Tekjuskattur einstaklinga lækkaði á árunum 2014- 2018 og aftur á þessu kjörtímabili með innleiðingu nýs lægra skattþreps. Með innleiðingu ný lægra skattþreps varð tekjuskattur einstaklinga um 21 milljarði króna lægri á ári. ●Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% og útvíkkað þannig að það næði m.a. til bílaviðgerða. ●Tryggingagjaldið hefur lækkað. Tryggingagjaldið í dag er 6,1% en var 7,7% árið 2013. ●Virðisaukaskattur var 25,5% en hefur verið lækkaður niður í 24%. Virðisaukaskattur á getnaðarvörnum var færður í lægra virðisaukaskattsþrep og nemur nú 11%. ●Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumin af ýmsum vörutegundum á undanförnum árum sem hefur skilað sér í lægra verðlagi fyrir neytendur. ●Skattleysismörk erfðafjár fór úr einni og hálfri milljón í fimm. ●Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað. ●Frá og með síðustu áramótum var söluhagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærðarmörk laga, ekki lengur skattlagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum almannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. ●Frítekjumark fjármagnstekna hefur verið tvöfaldað – hækkar úr 150 í 300 þúsund krónur. Þetta eru dæmi um álögur og skatta sem lækkað hafa á undanförnum árum. Slíkar lækkanir skila sér í öflugra atvinnulífi og aukinni hagsæld vinnandi fólks. Betur má ef duga skal og á næstu árum þurfum við að stíga frekari skref í þessa átt til að örva framfarir og uppbyggingu. Það leggur grunninn að aukinni velferð fyrir alla. Höfundar skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Ragnar Sigurðsson Mest lesið Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sjaldan hefur verið jafn mikil ástæða og í núverandi árferði til að stuðla að uppsveiflu í þjóðfélaginu með hvataaðgerðum. Aukin umsvif og fjárfesting atvinnulífsins mun gera það að verkum að við náum að rétta af fjárhag ríkisins sem er forsenda áframhaldandi uppbyggingar á öllum sviðum og þeirra lífsgæða sem við búum við í dag. Ennfremur gerir það okkur kleift að mæta margvíslegum áskorunum framtíðarinnar hvort sem það er á sviði atvinnumála, loftslagsmála, heilbrigðismála, samgangna eða menntamála. Lægri skattar á atvinnulífið Mikilvægt er að auka svigrúm atvinnulífsins til að fjölga störfum og skapa aukin verðmæti. Lægri skattar ýta undir aukin umsvif fyrirtækja og veita þeim nauðsynlegt svigrúm til athafna og vaxtar. Tryggingagjaldið þarf að lækka og eins er nauðsynlegt að lækka fjármagnstekjuskattinn og stuðla þannig að aukinni fjárfestingu innan atvinnulífsins. Við lækkum skatta Sú mýta heyrist gjarnan úr röðum andstæðinga að Sjálfstæðisflokkurinn lofi skattalækkunum fyrir kosningar en lítið sé um efndir. Staðreyndirnar tala hins vegar öðru máli. ●Tekjuskattur einstaklinga lækkaði á árunum 2014- 2018 og aftur á þessu kjörtímabili með innleiðingu nýs lægra skattþreps. Með innleiðingu ný lægra skattþreps varð tekjuskattur einstaklinga um 21 milljarði króna lægri á ári. ●Endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við nýbyggingar, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis var hækkað úr 60% í 100% og útvíkkað þannig að það næði m.a. til bílaviðgerða. ●Tryggingagjaldið hefur lækkað. Tryggingagjaldið í dag er 6,1% en var 7,7% árið 2013. ●Virðisaukaskattur var 25,5% en hefur verið lækkaður niður í 24%. Virðisaukaskattur á getnaðarvörnum var færður í lægra virðisaukaskattsþrep og nemur nú 11%. ●Þá hafa tollar og vörugjöld verið afnumin af ýmsum vörutegundum á undanförnum árum sem hefur skilað sér í lægra verðlagi fyrir neytendur. ●Skattleysismörk erfðafjár fór úr einni og hálfri milljón í fimm. ●Skerðingarmörk barnabóta hafa hækkað. ●Frá og með síðustu áramótum var söluhagnaður frístundahúsnæðis, sem nýtt hefur verið til eigin nota, verið í eigu viðkomandi í sjö ár eða lengur og fellur undir stærðarmörk laga, ekki lengur skattlagður og viðkomandi mun ekki sæta skerðingum á réttindum almannatrygginga. Þessi breyting kemur ekki síst eldri borgurum til góða. ●Frítekjumark fjármagnstekna hefur verið tvöfaldað – hækkar úr 150 í 300 þúsund krónur. Þetta eru dæmi um álögur og skatta sem lækkað hafa á undanförnum árum. Slíkar lækkanir skila sér í öflugra atvinnulífi og aukinni hagsæld vinnandi fólks. Betur má ef duga skal og á næstu árum þurfum við að stíga frekari skref í þessa átt til að örva framfarir og uppbyggingu. Það leggur grunninn að aukinni velferð fyrir alla. Höfundar skipa 2. og 4. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun