Flemming er ákærður fyrir að hafa myrt Freyju með því að kyrkja hana þann 29. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann sundurlimað lík hennar og reynt að fela það á heimili þeirra og í garðinum.
Flemming, sem á að baki tíu ára dóm fyrir morð, tilkynnti lögreglu þann 2. febrúar að Freyja væri týnd. Sama dag var hann handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Síðan hefur hann sætt gæsluvarðhaldi.
Jesper Rubow, saksóknari hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, á von á því að Flemming játi morðið. Það hafi hann gert frammi fyrir dómara þegar farið var fram á gæsluvarðhald yfir honum. Hann á von á að réttarhöldunum ljúki á einum degi en engin vitni verði boðuð þar sem um játningarmál sé að ræða.
Dagsetning réttarhaldanna liggur ekki fyrir.