Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 23:19 Ekki eru allir íbúar sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðisstjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina. Íbúakort Reykjavíkurborgar er kort sem veitir íbúum heimild til að leggja bifreiðum sínum í gjaldskylda stöðureiti innan gildissvæðis kortsins án þess að þurfa að borga í hvers skipti sem bíl er lagt. Borgarráð samþykkti í gær að hækka gjöld fyrir íbúakortin. Í dag kostar átta þúsund krónur á ári fyrir íbúa á Óðinsgötu að leggja fyrir utan heimili sín eða í nágrenni við heimili sín. Eftir breytinguna fer gjaldið upp í 30 þúsund krónur á ári fyrir bensínbíla og 15 þúsund á ári fyrir vetnis og rafmagnsbíla Íbúar á Háteigsveg þurfa þó ekki að borga krónu fyrir að leggja fyrir utan heimili sín enda enginn gjaldskylda í þessum hluta borgarinnar Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða. Rauða svæðið sýnir gjaldsvæði eitt, þar sem íbúakortin gilda ekki og bleika svæðið sýnir einnig gjaldsvæði eitt, en þar eru íbúakortin í gildi. Þá sýnir bláa svæðið gjaldsvæði tvö, græna er gjaldsvæði þrjú og það appelsínugula er gjaldsvæði fjögur Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða.Borgarvefsjá Nú geta íbúar þó greitt mánaðarlega fyrir kortin sem borgin segir mynda sveigjanleika. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að eftir sem áður sé gjald fyrir íbúakort í Reykjavík töluvert lægra en verð sambærilegra korta á Norðurlöndunum. Ekki eru allir á eitt sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðissjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Hækkunin tekur gildi eftir tvær til þrjár vikur eða þegar búið er að birta ákvörðunina í stjórnartíðindum Samgöngur Bílar Reykjavík Neytendur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira
Íbúakort Reykjavíkurborgar er kort sem veitir íbúum heimild til að leggja bifreiðum sínum í gjaldskylda stöðureiti innan gildissvæðis kortsins án þess að þurfa að borga í hvers skipti sem bíl er lagt. Borgarráð samþykkti í gær að hækka gjöld fyrir íbúakortin. Í dag kostar átta þúsund krónur á ári fyrir íbúa á Óðinsgötu að leggja fyrir utan heimili sín eða í nágrenni við heimili sín. Eftir breytinguna fer gjaldið upp í 30 þúsund krónur á ári fyrir bensínbíla og 15 þúsund á ári fyrir vetnis og rafmagnsbíla Íbúar á Háteigsveg þurfa þó ekki að borga krónu fyrir að leggja fyrir utan heimili sín enda enginn gjaldskylda í þessum hluta borgarinnar Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða. Rauða svæðið sýnir gjaldsvæði eitt, þar sem íbúakortin gilda ekki og bleika svæðið sýnir einnig gjaldsvæði eitt, en þar eru íbúakortin í gildi. Þá sýnir bláa svæðið gjaldsvæði tvö, græna er gjaldsvæði þrjú og það appelsínugula er gjaldsvæði fjögur Hér má sjá skiptingu gjaldsvæða.Borgarvefsjá Nú geta íbúar þó greitt mánaðarlega fyrir kortin sem borgin segir mynda sveigjanleika. Fram kemur í tilkynningu frá borginni að eftir sem áður sé gjald fyrir íbúakort í Reykjavík töluvert lægra en verð sambærilegra korta á Norðurlöndunum. Ekki eru allir á eitt sáttir við hækkunina. Sumir velta fyrir sér jafnræðissjónarmiðum og spyrja hvers vegna gjalds sé ekki krafist í öllum götum borgarinnar. Hækkunin tekur gildi eftir tvær til þrjár vikur eða þegar búið er að birta ákvörðunina í stjórnartíðindum
Samgöngur Bílar Reykjavík Neytendur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Sjá meira