Iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum Hilmar Harðarson skrifar 10. ágúst 2021 13:30 Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin lofaði að efla iðn- verk- og starfsnám og einfalda aðgengi nemenda að öðru námi en bóknámi. En hverjar eru efndirnar? Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. 18 ára og eldri eiga nánast engan möguleika á að komast í iðnnám sem er alvarlegt mál. Að sama skapi þá er ákveðin þversögn í því að stjórnvöld fjalli reglulega um mikilvægi iðnnáms en að sama skapi að höggva í löggildingu iðnaðarstéttanna. Hvernig fer þetta saman? Annað sem vekur athygi og sýnir hversu ósamstíga stjórnvöld eru í þessum málaflokki er að á meðan mennta- og menningarmálaráðuneytið er að tala um að efla þurfi iðnnám þá er atvinnumálaráðherra á sama tíma að leggja fram tillögu sem uð veikja stöðu iðnmenntaða. Þetta skýtur sannarlega skökku við. Ríkisstjórnin styður sig við skýrslu OECD varðandi afnám löggildingar í ákveðnum iðngreinum. Enn fremur vekur athygli að OECD, horfði í skýrslu sinni, eingöngu til iðngreina, en ekki annarra stétta sem búa við lögverndun. Enn og aftur er því verið að ráðast að iðngreinum. Ríkisstjórnin segir að verið sé að auðvelda aðgengi að störfum með því að fækka leyfisskyldum störfum. Það er algerlega glórulaust. Það getur ekki verið útgangspunkturinn að auðvelda aðgengi að störfum. Það verður að horfa til annarra þátta, sem verða að hafa mikið vægi, svo sem öryggismál, almannahagsmunir og neytendamál. Mikilvæg atriði sem lúta að öryggi almennings og lífi og heilsu fólks eru ríkjandi fyrir starfsgreinar sem tengjast meðal annars mannvirkjamálum. Mikilvægt er að tryggja að þeir sem starfi á þessu sviði séu hæfir til að sinna þeim og hafi lokið viðeigandi námi sem viðurkennt sé af yfirvöldum enda geti afleiðingar af óviðunandi þekkingu og hæfni til að vinna þau störf verið mjög alvarlegar. Einnig er brýnt að huga að neytendavernd í þessu samhengi. Neytendur verða að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Kaupandi getur oft ekki áttað sig á gæðum þjónustunnar fyrr en hún hefur verið innt af hendi af seljanda. Þetta á einkum við um ýmsa þjónustu iðnaðarmanna þar sem gæði verks verður ekki metið fyrr en það hefur verið unnið. Röksemdir um aðgangshindranir fyrir afnámi löggildinga iðngreina eru byggðar á veikum grunni. Jafnframt má færa fyrir því rök að afnám löggildina á þessum forsendum dragi úr hvata til nýsköpunar í atvinnulífinu. Afnám löggildinga hlýtur líka að koma illa út gagnvart markaðsetningu iðngreina með hliðsjón af raunverulegri þörf og eftirspurn á markaðnum. Mikið hefur verið rætt af hálfu stjórnvalda um mikilvægi iðnnáms. Ekki er þó nóg að ræða einungis um hlutina nú þegar staðreyndin er sú að 700 umsækjendur fá ekki inngöngu í iðnnám. Ljóst er einnig að með þessu er verið að útiloka að miklu leyti þeirra sem eru orðnir 18 ára og eldri að iðnámi þar sem grunnskólanemar ganga fyrir. Umsóknir í starfsnám á vorönn 2021 voru 52,2% af heildarfjölda umsókna í framhaldsskóla en að sama skapi var höfnunarhlutfallið þar einnig hæst eða 19,7% samkvæmt könnun Menntamálastofnunar. Það er fagnaðarefni að flestir umsækjendur á framhaldsskólastiginu sækjast eftir því að komast í starfsnám en að sama skapi er það áhyggjuefni að þar er flestum hafnað. Hér þarf að gera betur og tryggja þeim sem hafa áhuga á starfsnámi tækifæri til að hefja sitt nám. Með starfsnámi er m.a. verið að tala um iðnnám. Mikilvægt er að auka tækifærin og fjölbreytnina í atvinnusköpun okkar og því er ljóst að iðnnám þarf að skipa hærri sess hjá stjórnvöldum, ekki bara á orði heldur líka á borði. Höfundur er formaður Samiðnar.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun