Þorlákur mætir fyrir rétt á næsta ári: Byltingin og barátta fólks fyrir mannréttindum stendur upp úr Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 12:01 Þorlákur Árnason lenti í ýmsu á þremur og hálfu ári sínu í Hong Kong. Fótboltaþjálfarinn Þorlákur Árnason gerði upp tíma sinn í Hong Kong við Guðjón Guðmundsson í vikunni. Þorlákur hætti í starfi sínu hjá knattspyrnusambandi Hong Kong á dögunum og hefur upplifað ýmislegt á árum sínum þar eystra. Þorlákur var yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong í hálft þriðja ár en sagði þar upp störfum í sumar. Hans verkefni var að setja upp fimm ára áætlun fyrir knattspyrnusambandið þar í landi. „Planið er til fimm ára í grunninn, en þeir eru eins og margir aðrir að stefna að því að komast á heimsmeistaramótið 2034, þannig að planið er til lengri tíma. En í grunninn var ég fenginn til þess að gera fimm ára plan með áherslu á landsliðin og akademíurnar í landinu. Mínir kraftar hafa mest farið í það að bæta akademíurnar hjá stóru liðunum þar.“ „Bara eins og í bíómynd“ Aðspurður um vinnuumhverfið í Hong Kong segir Þorlákur allt gerast á miklum hraða. Fólk endist gjarnan skammt í starfi og starfsmannavelta eftir því allmikil. „Það var bara eins og í bíómynd. Að fara til Hong Kong, sérstaklega vinnulega séð, er svolítið eins og að fara 30 ár aftur í tímann. Það er ofboðslega mikil vinna, vinnuvikan er mjög löng, það eru mjög stuttir samningar, það er engin þolinmæði, ofboðslega mikil starfsmannavelta. Það var þannig hjá knattspyrnusambandinu, öllum félögunum og er bara í Hong Kong í grunninn. Þetta er viðskiptaborg og ofboðslega mikill hraði. Þannig að þetta var mjög sérstakt og ég hef oft sagt áður að Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna í Kína] var ekki lengi hjá kínverska sambandinu, það var minna en ár. Mér hefur oft verið hugsað til þess sem hann sagði um umhverfið sem hann vann í, og bara ótrúlegt að hafa enst þarna í næstum þrjú ár.“ Þorlákur segir starfsumhverfið frábrugðið því sem fólk fær að venjast hér heima. Aðrar áherslur en á Íslandi Þorlákur segir erfitt að meta styrkleikann í fótboltanum í Hong Kong. Mest hafi slegið hann menningarmunurinn þegar kemur að áherslum í uppeldi og markmiðum fólks, samanborið við hér heima. Erfitt geti reynst fyrir ungt fólk að leggja alla áherslu á árangur í íþróttum. „Það er erfitt að segja. Maður hefur meira verið að spá í áskoranirnar sem eru þar. Þetta er allt annað umhverfi, það er ofboðslega mikil samkeppni því þetta er mikið þéttbýli og uppeldið á börnum er þannig, að ef við tökum dæmi á Íslandi þar sem alla dreymir um að vera atvinnumaður í fótbolta eða fara á skólastyrk í Bandaríkjunum eða annars staðar, að þá snýst uppeldið í Hong Kong um að mennta sig á sem hæstu stigi; vera læknir eða lögfræðingur, af því að lífsbaráttan er ofboðslega hörð. Ég var með mjög góða leikmenn í 19 ára landsliðinu hjá mér sem bara fengu ekki að satsa á fótboltann, það var bara skipun frá foreldrum að þeir þurftu bara að læra,“ „Það er mikil áskorun þar, en ég myndi segja að þeir eru duglegir. Hong Kong-búar eru ekkert ólíkir okkur að því leyti að þeir eru mjög duglegir og margir leikmenn eru tæknilega góðir, en það vantar þetta drif sem er í öllum íþróttamönnum á Íslandi, það vilja allir ná sem lengst og fara frá Íslandi á hærra stig, hvort sem það er handbolti, fótbolti, körfubolti eða aðrar íþróttir.“ Klippa: Þorlákur Árnason Vonast eftir öðru starfi erlendis Þorlákur segir deildarkeppnina þar eystra vera með öðru sniði en maður er vanur í Evrópu. Félög standi gjarnan og falli eftir vilja ríkra eigenda til að fjárfesta í þeim. „Deildarkeppnin mótast af því að það er einn eigandi yfir hverju félagi og ef fyrirtækinu gengur illa sem þessi eigandi er með þá kannski hættir félagið bara. Ég held að þessi þrjú keppnistímabil sem ég var, þá var að minnsta kosti eitt lið sem datt úr keppni á hverju einasta ári þar sem það borgaði ekki laun og svo framvegis.“ „Sama er að gerast í Kína núna, kínverska deildin var gríðarlega sterk fyrir tveimur árum síðan, en eftir COVID þá hafa mjög mörg félög farið á hausinn og þá er eigandinn bara einn forríkur eigandi sem lætur sig hverfa og bara brundarúst er eftir.“ Þorlákur segist vonast eftir að fá annað starf erlendis, en muni annars leita sér starfs hér heima. „Vonandi bara eitthvað annað ævintýri erlendis. Ég ætla að gefa þessu svona sex til átta vikur og sjá svona hvort það komi eitthvað upp. Ef ekki þá er æðislegt að vera á Íslandi og maður bara skoðar það.“ Mikil mótmæli voru í Hong Kong á tíma Þorláks þar í landi.Belinda Jiao/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Varð vitni að árás á lögreglumann Þorlákur segir það standa upp úr á tíma sínum í Hong Kong að sjá baráttu fólks fyrir mannréttindum og byltingunni sem þar varð. Eitt atvik stendur þar upp úr og þarf Þorlákur að mæta sem vitni fyrir rétt á næsta ári. „Mesta upplifunin við að vera í Hong Kong er náttúrulega að fólk er búið að vera að berjast fyrir frelsi sínu og mannréttindum síðan ég kom. Maður upplifði þarna byltingu sem að var síðan bæld niður fyrir ári síðan þegar þau settu neyðarlög. Í dag ef þú mótmælir þá ferðu bara beint í fangelsi,“ „Það er eitt og hálft ár síðan að ég varð vitni af því að mótmælendur réðust á lögreglumann, sem var dulbúinn sem mótmælandi, fyrir utan þar sem ég bjó. Ég ætlaði nú ekki að skipta mér af en þegar að þetta var orðið alvarlegt, þá reyndi ég að hjálpa lögreglumanninum og síðan fékk ég bara samtal fyrir nokkrum vikum síðan. Þeir mættu bara í vinnuna hjá mér, lögreglan, og ég sem sagt á að mæta fyrri rétt í maí á næsta ári,“ „Þetta hvetur fólk til að fara erlendis að vinna, því það er ekki bara vinnan sem að er eftirminnileg. Fyrir mig þá er þessi bylting og barátta fólks fyrir mannréttindum sem hefur staðið upp úr.“ Viðtalið við Þorlák má sjá í heild sinni að ofan. Hong Kong Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Þorlákur var yfirmaður knattspyrnumála í Hong Kong í hálft þriðja ár en sagði þar upp störfum í sumar. Hans verkefni var að setja upp fimm ára áætlun fyrir knattspyrnusambandið þar í landi. „Planið er til fimm ára í grunninn, en þeir eru eins og margir aðrir að stefna að því að komast á heimsmeistaramótið 2034, þannig að planið er til lengri tíma. En í grunninn var ég fenginn til þess að gera fimm ára plan með áherslu á landsliðin og akademíurnar í landinu. Mínir kraftar hafa mest farið í það að bæta akademíurnar hjá stóru liðunum þar.“ „Bara eins og í bíómynd“ Aðspurður um vinnuumhverfið í Hong Kong segir Þorlákur allt gerast á miklum hraða. Fólk endist gjarnan skammt í starfi og starfsmannavelta eftir því allmikil. „Það var bara eins og í bíómynd. Að fara til Hong Kong, sérstaklega vinnulega séð, er svolítið eins og að fara 30 ár aftur í tímann. Það er ofboðslega mikil vinna, vinnuvikan er mjög löng, það eru mjög stuttir samningar, það er engin þolinmæði, ofboðslega mikil starfsmannavelta. Það var þannig hjá knattspyrnusambandinu, öllum félögunum og er bara í Hong Kong í grunninn. Þetta er viðskiptaborg og ofboðslega mikill hraði. Þannig að þetta var mjög sérstakt og ég hef oft sagt áður að Siggi Raggi [Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur og fyrrum landsliðsþjálfari kvenna í Kína] var ekki lengi hjá kínverska sambandinu, það var minna en ár. Mér hefur oft verið hugsað til þess sem hann sagði um umhverfið sem hann vann í, og bara ótrúlegt að hafa enst þarna í næstum þrjú ár.“ Þorlákur segir starfsumhverfið frábrugðið því sem fólk fær að venjast hér heima. Aðrar áherslur en á Íslandi Þorlákur segir erfitt að meta styrkleikann í fótboltanum í Hong Kong. Mest hafi slegið hann menningarmunurinn þegar kemur að áherslum í uppeldi og markmiðum fólks, samanborið við hér heima. Erfitt geti reynst fyrir ungt fólk að leggja alla áherslu á árangur í íþróttum. „Það er erfitt að segja. Maður hefur meira verið að spá í áskoranirnar sem eru þar. Þetta er allt annað umhverfi, það er ofboðslega mikil samkeppni því þetta er mikið þéttbýli og uppeldið á börnum er þannig, að ef við tökum dæmi á Íslandi þar sem alla dreymir um að vera atvinnumaður í fótbolta eða fara á skólastyrk í Bandaríkjunum eða annars staðar, að þá snýst uppeldið í Hong Kong um að mennta sig á sem hæstu stigi; vera læknir eða lögfræðingur, af því að lífsbaráttan er ofboðslega hörð. Ég var með mjög góða leikmenn í 19 ára landsliðinu hjá mér sem bara fengu ekki að satsa á fótboltann, það var bara skipun frá foreldrum að þeir þurftu bara að læra,“ „Það er mikil áskorun þar, en ég myndi segja að þeir eru duglegir. Hong Kong-búar eru ekkert ólíkir okkur að því leyti að þeir eru mjög duglegir og margir leikmenn eru tæknilega góðir, en það vantar þetta drif sem er í öllum íþróttamönnum á Íslandi, það vilja allir ná sem lengst og fara frá Íslandi á hærra stig, hvort sem það er handbolti, fótbolti, körfubolti eða aðrar íþróttir.“ Klippa: Þorlákur Árnason Vonast eftir öðru starfi erlendis Þorlákur segir deildarkeppnina þar eystra vera með öðru sniði en maður er vanur í Evrópu. Félög standi gjarnan og falli eftir vilja ríkra eigenda til að fjárfesta í þeim. „Deildarkeppnin mótast af því að það er einn eigandi yfir hverju félagi og ef fyrirtækinu gengur illa sem þessi eigandi er með þá kannski hættir félagið bara. Ég held að þessi þrjú keppnistímabil sem ég var, þá var að minnsta kosti eitt lið sem datt úr keppni á hverju einasta ári þar sem það borgaði ekki laun og svo framvegis.“ „Sama er að gerast í Kína núna, kínverska deildin var gríðarlega sterk fyrir tveimur árum síðan, en eftir COVID þá hafa mjög mörg félög farið á hausinn og þá er eigandinn bara einn forríkur eigandi sem lætur sig hverfa og bara brundarúst er eftir.“ Þorlákur segist vonast eftir að fá annað starf erlendis, en muni annars leita sér starfs hér heima. „Vonandi bara eitthvað annað ævintýri erlendis. Ég ætla að gefa þessu svona sex til átta vikur og sjá svona hvort það komi eitthvað upp. Ef ekki þá er æðislegt að vera á Íslandi og maður bara skoðar það.“ Mikil mótmæli voru í Hong Kong á tíma Þorláks þar í landi.Belinda Jiao/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Varð vitni að árás á lögreglumann Þorlákur segir það standa upp úr á tíma sínum í Hong Kong að sjá baráttu fólks fyrir mannréttindum og byltingunni sem þar varð. Eitt atvik stendur þar upp úr og þarf Þorlákur að mæta sem vitni fyrir rétt á næsta ári. „Mesta upplifunin við að vera í Hong Kong er náttúrulega að fólk er búið að vera að berjast fyrir frelsi sínu og mannréttindum síðan ég kom. Maður upplifði þarna byltingu sem að var síðan bæld niður fyrir ári síðan þegar þau settu neyðarlög. Í dag ef þú mótmælir þá ferðu bara beint í fangelsi,“ „Það er eitt og hálft ár síðan að ég varð vitni af því að mótmælendur réðust á lögreglumann, sem var dulbúinn sem mótmælandi, fyrir utan þar sem ég bjó. Ég ætlaði nú ekki að skipta mér af en þegar að þetta var orðið alvarlegt, þá reyndi ég að hjálpa lögreglumanninum og síðan fékk ég bara samtal fyrir nokkrum vikum síðan. Þeir mættu bara í vinnuna hjá mér, lögreglan, og ég sem sagt á að mæta fyrri rétt í maí á næsta ári,“ „Þetta hvetur fólk til að fara erlendis að vinna, því það er ekki bara vinnan sem að er eftirminnileg. Fyrir mig þá er þessi bylting og barátta fólks fyrir mannréttindum sem hefur staðið upp úr.“ Viðtalið við Þorlák má sjá í heild sinni að ofan.
Hong Kong Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn