Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2025 16:59 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sá sig knúinn til að leiðrétta misskilning í hlaðvarpsþættinum Fantasýn. vísir/ívar Illa var vegið að þingmanninum Guðlaugi Þór Þórðarsyni í hlaðvarpsþætti Fantasýn þegar meint fantasy-lið hans í sértilgerðum leik ensku úrvalsdeildarinnar var tekið fyrir. Guðlaugur kannast ekkert við liðið sem honum var eignað í þættinum. Líkt og greint var frá á Vísi í dag báru þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban saman lið þeirra Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í þættinum. Liðið sem merkt var Guðlaugi var hins vegar alls ekki hans lið - þó það hafi verið merkt nafni hans. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Loksins þegar maður kemst í fréttirnar fyrir eitthvað sem maður hefur mjög mikinn áhuga á. Ég hef beðið eftir því að fá umfjöllun um mig í íþróttafréttum svo áratugum skiptir,“ segir Guðlaugur léttur í samtali við íþróttadeild síðdegis. Þú ert sem sagt ekki með tvö lið? Það hefur einhver merkt þitt nafn við liðið? „Ég hef ekki hugmynd. Þetta hlýtur að kalla á rannsókn,“ segir Guðlaugur og hlær. Góð leið til að þjást enn frekar Fantasyliðið sem Guðlaugur var orðaður við fékk fá stig um helgina en þar voru bæði Florian Wirtz og Mohamed Salah innanborðs, leikmenn Liverpool, sem hafa valdið vonbrigðum í upphafi móts. Raunverulegt lið Guðlaugs, sem má sjá á meðfylgjandi mynd, fékk töluvert fleiri stig um helgina - 70 talsins - og þar var Erling Haaland með fyrirliðabandið og engan Liverpool-mann að finna. Liðið til vinstri var ranglega sagt vera lið Guðlaugs Þórs. Til hægri er lið Bjarna Benediktssonar.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Þetta hefur gengið alveg furðuvel. Þetta hafa verið gífurleg vonbrigði undanfarin keppnistímabil. Þetta er góð leið til að þjást enn frekar en að eiga sér lið í ensku deildinni. Ég nota þetta sem gott jafnvægi,“ segir Guðlaugur Þór sem er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. „Ég er ekki með neinn Liverpool-mann og set þarna inn fólk sem mér er ekkert sérstaklega vel við og í liðum sem mér er síður vel við. Ef vonbrigðin verða mikil í úrslitum helgarinnar, þá oftar en ekki fæ ég stig,“ Skilur ekki hvers vegna United-mönnum er illa við Maguire Raunverulegt fantasy-lið Guðlaugs Þórs. Því gengur vel þegar liðum sem Guðlaugur kann ekkert sérlega vel við á góðu gengi að fagna.Mynd/Aðsend Harry Maguire var á varamannabekk Guðlaugs, líkt og sjá má á myndinni. Sá skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Manchester United á Liverpool á sunnudag. Hann hefði viljað hafa hann innaborðs en þó var huggun í því að Acheampong, miðvörður Chelsea, var í liðinu. „Að vísu er ég með þennan unga úr Chelsea sem fékk fleiri stig. Ég er alltaf með Harry Maguire og ég skil ekki af hverju United-mönnum er svona hrikalega illa við hann. Hann skilar alltaf sínu. Auðvitað er það kaldhæðni örlaganna að leikmaður sem United stuðningsmenn þola ekki skyldi skora úrslitamarkið á Anfield. En hann verður í liðinu mínu alveg út tímabilið – nema hann meiðist,“ segir Guðlaugur. Isak meira í símanum en á æfingasvæðinu Guðlaugur vonast til þess að hans menn í Liverpool takist loks að fagna sigri þegar þeir heimsækja Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum - og sérlega hefur tekið á andlegu hliðina tapið gegn United á sunnudag. „Ég er ekkert að fara á taugum. Þetta er glænýtt lið. Menn gleyma í umræðunni hvaða leikmenn Liverpool hefur misst. Það að púsla saman nýju liði tekur alltaf tíma. Svo vill það til að Isak var augljóslega meira í símanum en á æfingavellinum í sumar og er ekki kominn í gang. Við skulum spyrja að leikslokum en ég vona svo sannarlega að dagurinn á morgun verði ekki jafn erfiður og mánudagurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður á allt í einu marga United-vini sem sjá allt í einu sérstaka ástæðu til að tala við mann þessa vikuna,“ segir Guðlaugur að endingu. Eintracht Frankfurt og Liverpool mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport 2. Fantasýn Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í dag báru þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban saman lið þeirra Guðlaugs Þórs og Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, í þættinum. Liðið sem merkt var Guðlaugi var hins vegar alls ekki hans lið - þó það hafi verið merkt nafni hans. „Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Loksins þegar maður kemst í fréttirnar fyrir eitthvað sem maður hefur mjög mikinn áhuga á. Ég hef beðið eftir því að fá umfjöllun um mig í íþróttafréttum svo áratugum skiptir,“ segir Guðlaugur léttur í samtali við íþróttadeild síðdegis. Þú ert sem sagt ekki með tvö lið? Það hefur einhver merkt þitt nafn við liðið? „Ég hef ekki hugmynd. Þetta hlýtur að kalla á rannsókn,“ segir Guðlaugur og hlær. Góð leið til að þjást enn frekar Fantasyliðið sem Guðlaugur var orðaður við fékk fá stig um helgina en þar voru bæði Florian Wirtz og Mohamed Salah innanborðs, leikmenn Liverpool, sem hafa valdið vonbrigðum í upphafi móts. Raunverulegt lið Guðlaugs, sem má sjá á meðfylgjandi mynd, fékk töluvert fleiri stig um helgina - 70 talsins - og þar var Erling Haaland með fyrirliðabandið og engan Liverpool-mann að finna. Liðið til vinstri var ranglega sagt vera lið Guðlaugs Þórs. Til hægri er lið Bjarna Benediktssonar.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com „Þetta hefur gengið alveg furðuvel. Þetta hafa verið gífurleg vonbrigði undanfarin keppnistímabil. Þetta er góð leið til að þjást enn frekar en að eiga sér lið í ensku deildinni. Ég nota þetta sem gott jafnvægi,“ segir Guðlaugur Þór sem er mikill stuðningsmaður Englandsmeistara Liverpool. „Ég er ekki með neinn Liverpool-mann og set þarna inn fólk sem mér er ekkert sérstaklega vel við og í liðum sem mér er síður vel við. Ef vonbrigðin verða mikil í úrslitum helgarinnar, þá oftar en ekki fæ ég stig,“ Skilur ekki hvers vegna United-mönnum er illa við Maguire Raunverulegt fantasy-lið Guðlaugs Þórs. Því gengur vel þegar liðum sem Guðlaugur kann ekkert sérlega vel við á góðu gengi að fagna.Mynd/Aðsend Harry Maguire var á varamannabekk Guðlaugs, líkt og sjá má á myndinni. Sá skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri Manchester United á Liverpool á sunnudag. Hann hefði viljað hafa hann innaborðs en þó var huggun í því að Acheampong, miðvörður Chelsea, var í liðinu. „Að vísu er ég með þennan unga úr Chelsea sem fékk fleiri stig. Ég er alltaf með Harry Maguire og ég skil ekki af hverju United-mönnum er svona hrikalega illa við hann. Hann skilar alltaf sínu. Auðvitað er það kaldhæðni örlaganna að leikmaður sem United stuðningsmenn þola ekki skyldi skora úrslitamarkið á Anfield. En hann verður í liðinu mínu alveg út tímabilið – nema hann meiðist,“ segir Guðlaugur. Isak meira í símanum en á æfingasvæðinu Guðlaugur vonast til þess að hans menn í Liverpool takist loks að fagna sigri þegar þeir heimsækja Eintracht Frankfurt í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum - og sérlega hefur tekið á andlegu hliðina tapið gegn United á sunnudag. „Ég er ekkert að fara á taugum. Þetta er glænýtt lið. Menn gleyma í umræðunni hvaða leikmenn Liverpool hefur misst. Það að púsla saman nýju liði tekur alltaf tíma. Svo vill það til að Isak var augljóslega meira í símanum en á æfingavellinum í sumar og er ekki kominn í gang. Við skulum spyrja að leikslokum en ég vona svo sannarlega að dagurinn á morgun verði ekki jafn erfiður og mánudagurinn. Það er alveg ótrúlegt hvað maður á allt í einu marga United-vini sem sjá allt í einu sérstaka ástæðu til að tala við mann þessa vikuna,“ segir Guðlaugur að endingu. Eintracht Frankfurt og Liverpool mætast í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport 2.
Fantasýn Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sjá meira