Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2025 23:17 Shohei Ohtani horfir á eftir boltanum sem hann sló upp í stúku og gerði einn áhorfanda að ríkum manni. Getty/Ronald Martinez Þú getur hagnast verulega á því að mæta á hafnaboltaleik í Bandaríkjunum. Miðinn kostar vissulega sitt en ef þú ert á rétta staðnum, á rétta leiknum og á réttum tíma þá getur lukkan leikið við þig. David Flores hefur verið mikill stuðningsmaður Los Angeles Dodgers alla ævi og hann var einmitt á réttum stað í mikilvægum sigri liðsins í úrslitakeppninni á dögunum. Flores greip boltann sem japanska hafnaboltastórstjarnan Shohei Ohtani sló upp í stúku og hljóp í framhaldinu í sína þriðju heimahöfn í leiknum. Ohtani átti þarna einn besta leik allra tíma því hann gerði líka frábæra hluti sem kastari. Dodgers vann leikinn og tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þegar Ohtani sló í þriðja sinn upp í stúku í leiknum þá var Flores var tilbúinn. „Ég vissi að boltinn myndi skjótast af fólkinu fyrir framan mig,“ sagði David Flores við Yahoo Sports. Boltinn skoppaði, þaut upp í loftið og hann hélt á honum í báðum höndum þegar allur leikvangurinn fagnaði heimahlaupinu. „Ég var bara með Dodger-húfuna mína og klæddur í hálfgerðum felulitum. Það var kannski ástæðan fyrir því að ég náði honum,“ hló hann. Uppboðssérfræðingar segja að boltinn gæti selst fyrir þrjár milljónir dollara eða meira. Flores hefur þegar sagt að hann ætli að selja boltann. Þrjár milljónir Bandaríkjadala eru 369 milljónir íslenskra króna. „Síminn minn hringir stanslaust,“ sagði hann. „Þetta breytir lífinu mínu.“ View this post on Instagram A post shared by Fanatics Collect (@fanaticscollect) Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Sjá meira
David Flores hefur verið mikill stuðningsmaður Los Angeles Dodgers alla ævi og hann var einmitt á réttum stað í mikilvægum sigri liðsins í úrslitakeppninni á dögunum. Flores greip boltann sem japanska hafnaboltastórstjarnan Shohei Ohtani sló upp í stúku og hljóp í framhaldinu í sína þriðju heimahöfn í leiknum. Ohtani átti þarna einn besta leik allra tíma því hann gerði líka frábæra hluti sem kastari. Dodgers vann leikinn og tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þegar Ohtani sló í þriðja sinn upp í stúku í leiknum þá var Flores var tilbúinn. „Ég vissi að boltinn myndi skjótast af fólkinu fyrir framan mig,“ sagði David Flores við Yahoo Sports. Boltinn skoppaði, þaut upp í loftið og hann hélt á honum í báðum höndum þegar allur leikvangurinn fagnaði heimahlaupinu. „Ég var bara með Dodger-húfuna mína og klæddur í hálfgerðum felulitum. Það var kannski ástæðan fyrir því að ég náði honum,“ hló hann. Uppboðssérfræðingar segja að boltinn gæti selst fyrir þrjár milljónir dollara eða meira. Flores hefur þegar sagt að hann ætli að selja boltann. Þrjár milljónir Bandaríkjadala eru 369 milljónir íslenskra króna. „Síminn minn hringir stanslaust,“ sagði hann. „Þetta breytir lífinu mínu.“ View this post on Instagram A post shared by Fanatics Collect (@fanaticscollect)
Hafnabolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Sjá meira