Reiðir heimamenn handsömuðu meðlimi Hezbollah sem skutu eldflaugum að Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2021 13:45 Ísraelsmenn svöruðu eldflaugunum frá Líbanon með stórskotaliðsárásum. Engan sakaði í báðum árásunum. AP/Ayal Margolinc Reiðir þorpsbúar í Chouya í suðurhluta Líbanons stöðvuðu bílalest á vegum Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem virðist hafa verið notuð til að skjóta eldflaugum að Ísrael í morgun. Þorpsbúarnir handsömuðu fjóra menn og sökuðu þá um að stofna lífum þeirra í hættu með að skjóta eldflaugum nærri þorpi þeirra. Á myndböndum af atvikinu heyrast íbúar kalla að Hezbollah sé að skjóta eldflaugum frá heimilum þeirra svo þau verði fyrir skaða þegar Ísraelsmenn svari skothríðinni. Ísraelsmenn svöruðu með stórskotaliðsárás en engan sakaði í henni. Forsvarsmenn Hezbollah segjast hafa skotið eldflaugum að Ísrael til að hefna fyrir loftárásir Ísraels degi áður. Þær loftárásir voru gerðar í kjölfar þess að eldflaugum var skotið frá Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki ljóst hverjir skutu þeim. Þá segir í yfirlýsingu frá Hezbollah að eldflaugunum hafi verið skotið frá óbyggðu svæði og að mennirnir sem þorpsbúarnir stöðvuðu hafi verið á leið til baka eftir að hafa skotið þeim. Þorpsbúar færðu þá í hald hers Líbanons. Hryðjuverkasamtökin, sem studd eru af yfirvöldum í Íran, eru mjög valdamikil í Líbanon. Times of Israel hefur eftir her landsins að nærri því tuttugu eldflaugum hafi verið skotið á loft. Þar af hafi tíu verið skotnar niður, sex hafi lent á opnu svæði í Ísrael og þrjár hafi hrapað í Líbanon. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar þorpsbúarnir stöðvuðu bílalestina. The Druze residents of Hasbaya region attack Hezbollah militias using their villages to launch rockets earlier today and claim they exploit civilian homes and all on residents to document the acts pic.twitter.com/RqIZ80aYI6— Gaza Report - (@gaza_report) August 6, 2021 Fyrir loftárásir gærdagsins höfðu Ísraelsmenn ekki gert loftárásir í Líbanon síðan árið 2014. Þar áður höfðu þeir ekki gert árásir í landinu frá árinu 2006 þegar stríðsástand ríkti milli Ísraels og Hezbollah. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu segja ástandið alvarlegt og kalla eftir því að Ísraelsmenn og Hezbollah sýni stillingu, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Times of Israel hefur eftir Ran Kochav, varnarmálaráðherra Ísraels, að það að Hezbollah hafi skotið eldflaugum sínum að opnu og óbyggðu svæði sýni að þeir hafi ekki áhuga á frekari átökum við Ísrael, sem sé það sama og yfirvöld í Ísrael vilji. Ráðamenn í Ísrael segja yfirvöld í Líbanon bera ábyrgð á árásum á Ísrael sem gerðar eru frá Líbanon og hafa komið því á framfæri við nágranna sína að þeir muni bregðast við, hætti árásir ekki. Film this, film this, so that the whole world sees how #Hezbollah is firing rockets from within our homes South Lebanon, now pic.twitter.com/eadTjYVHST— Yiftah Curiel (@yiftahc) August 6, 2021 Líbanon Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Hófu skothríð á palestínska mótmælendur Hundruð palestínskra mótmælenda særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á þá í gær. Mótmælendurnir höfðu safnast saman við ólöglega útvarðarstöð Ísraelsmanna á Vesturbakkanum til að mótmæla henni. 10. júlí 2021 08:58 Ísraelsmenn varpa aftur sprengjum á Gasa Ísraelsmenn gerðu loftárás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að íkveikjusprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu. 15. júní 2021 23:05 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Þorpsbúarnir handsömuðu fjóra menn og sökuðu þá um að stofna lífum þeirra í hættu með að skjóta eldflaugum nærri þorpi þeirra. Á myndböndum af atvikinu heyrast íbúar kalla að Hezbollah sé að skjóta eldflaugum frá heimilum þeirra svo þau verði fyrir skaða þegar Ísraelsmenn svari skothríðinni. Ísraelsmenn svöruðu með stórskotaliðsárás en engan sakaði í henni. Forsvarsmenn Hezbollah segjast hafa skotið eldflaugum að Ísrael til að hefna fyrir loftárásir Ísraels degi áður. Þær loftárásir voru gerðar í kjölfar þess að eldflaugum var skotið frá Líbanon en samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki ljóst hverjir skutu þeim. Þá segir í yfirlýsingu frá Hezbollah að eldflaugunum hafi verið skotið frá óbyggðu svæði og að mennirnir sem þorpsbúarnir stöðvuðu hafi verið á leið til baka eftir að hafa skotið þeim. Þorpsbúar færðu þá í hald hers Líbanons. Hryðjuverkasamtökin, sem studd eru af yfirvöldum í Íran, eru mjög valdamikil í Líbanon. Times of Israel hefur eftir her landsins að nærri því tuttugu eldflaugum hafi verið skotið á loft. Þar af hafi tíu verið skotnar niður, sex hafi lent á opnu svæði í Ísrael og þrjár hafi hrapað í Líbanon. Hér má sjá myndband sem tekið var þegar þorpsbúarnir stöðvuðu bílalestina. The Druze residents of Hasbaya region attack Hezbollah militias using their villages to launch rockets earlier today and claim they exploit civilian homes and all on residents to document the acts pic.twitter.com/RqIZ80aYI6— Gaza Report - (@gaza_report) August 6, 2021 Fyrir loftárásir gærdagsins höfðu Ísraelsmenn ekki gert loftárásir í Líbanon síðan árið 2014. Þar áður höfðu þeir ekki gert árásir í landinu frá árinu 2006 þegar stríðsástand ríkti milli Ísraels og Hezbollah. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu segja ástandið alvarlegt og kalla eftir því að Ísraelsmenn og Hezbollah sýni stillingu, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar. Times of Israel hefur eftir Ran Kochav, varnarmálaráðherra Ísraels, að það að Hezbollah hafi skotið eldflaugum sínum að opnu og óbyggðu svæði sýni að þeir hafi ekki áhuga á frekari átökum við Ísrael, sem sé það sama og yfirvöld í Ísrael vilji. Ráðamenn í Ísrael segja yfirvöld í Líbanon bera ábyrgð á árásum á Ísrael sem gerðar eru frá Líbanon og hafa komið því á framfæri við nágranna sína að þeir muni bregðast við, hætti árásir ekki. Film this, film this, so that the whole world sees how #Hezbollah is firing rockets from within our homes South Lebanon, now pic.twitter.com/eadTjYVHST— Yiftah Curiel (@yiftahc) August 6, 2021
Líbanon Ísrael Íran Hernaður Tengdar fréttir Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22 Hófu skothríð á palestínska mótmælendur Hundruð palestínskra mótmælenda særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á þá í gær. Mótmælendurnir höfðu safnast saman við ólöglega útvarðarstöð Ísraelsmanna á Vesturbakkanum til að mótmæla henni. 10. júlí 2021 08:58 Ísraelsmenn varpa aftur sprengjum á Gasa Ísraelsmenn gerðu loftárás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að íkveikjusprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu. 15. júní 2021 23:05 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00
Pegasus verkefnið veldur usla í stjórnmálaheiminum Um helgina kom upp á yfirborðið að stjórnvöld um allan heim noti ísraelska njósnaforritið Pegasus til að njósna um borgara sína. Meðal þeirra sem njósnað hefur verið um eru forseti Mexíkó og helsti andstæðingur forsætisráðherra Indlands. Rúmlega áttatíu blaðamenn frá sextán miðlum hafa unnið úr gagnaleka um málið síðustu mánuði. 20. júlí 2021 13:22
Hófu skothríð á palestínska mótmælendur Hundruð palestínskra mótmælenda særðust þegar Ísraelsher hóf skothríð á þá í gær. Mótmælendurnir höfðu safnast saman við ólöglega útvarðarstöð Ísraelsmanna á Vesturbakkanum til að mótmæla henni. 10. júlí 2021 08:58
Ísraelsmenn varpa aftur sprengjum á Gasa Ísraelsmenn gerðu loftárás á Gasa-svæðið í kvöld eftir að íkveikjusprengjur voru sendar með blöðrum frá svæðinu til Ísraels. BBC greinir frá þessu. 15. júní 2021 23:05