Hálf öld af hinseginstolti Anna María Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Pétursson skrifa 4. ágúst 2021 17:46 Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ragnar Þór Pétursson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í ár er hálf öld síðan hinsegin bandarískir stúdentar fóru fyrst kerfisbundið að stunda samkomur í Loring-garði í Minneapolis undir merkjum Gay Pride. Með slagorðinu fylgdi ákall til stuðningsfólks og almennra borgara um að andæfa fullyrðingum nokkurra trúarleiðtoga um að sýnileiki hinseginfólks væri tvöföld synd, annars vegar sú sem fælist í kynhvötinni og hins vegar drambsemi. Sagan hefur sýnt að mannréttindabarátta hinseginfólks hefur tilhneigingu til að leita í báðar þessar vígstöðvar. Það er enda eitt að viðurkenna og samþykkja tilvist hinsegin fólks og annað að fagna sýnileika þess. Í ljóðinu „karl r. emba“ eftir Hörð Torfason er dregin upp mynd af íslenskri þjóð sem á í dálitlum vandræðum með sjálfa sig að þessu leyti. Þar hrópar stútungslegur karl á besta aldri, sem alinn er upp hjá „frjálsri þjóð, í ljómandi fallegu landi“ á guð sinn í örvæntingu yfir því að fluttur sé í götuna hans hommi sem virðist ekkert skammast sín. Karlinn, sem sannfærður er um að hann sé öldungis fordómalaus og mjög nútímalegur í hugsun, upplifir sterkt að það sé hans hlutverk um að standa gegn þeirri hnignun hugarfarsins sem tilvist hommans hefur í för með sér í götunni. Hann hrópar á guð sinn og spyr hvað hann geti gert. Svarið kemur um hæl: Gefð‘onum blóm. Karlinn hváir. Já, gefð‘onum blómavönd og rúsínupoka með hnetum. Undir lok þessa áratugar verður hálf öld síðan hinseginfólk á Íslandi bast samtökum um sýnileika sinn. Brautryðjendur þeirrar baráttu, fólk eins og Hörður Torfason, hafa fengið að lifa það að sjá baráttu sína skila töluverðum árangri. Hitt vitum við þó öll að eitt er tilvist og annað er sýnileiki; eitt er umburðarlyndi og annað er virðing. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Hvert einasta ungmenni stendur frammi fyrir tvöfaldri áskorun. Annars vegar þeirri að átta sig á sjálfu sér í heimi sem er óumræðilega flóknari en hin hefðbundna kynja- og kynhvatartvíhyggja gefur til kynna. Hins vegar þeirri að elska sjálft sig eins og það er. Skólinn gegnir lykilhlutverki í báðum tilfellum og ábyrgð allra í skólasamfélaginu er mikil. Meginhlutverk alls skólastarfs er að auka alhliða þroska og hlúa að börnum andlega og vitsmunalega, sem og stuðla að víðsýni og námi við hæfi hvers og eins. Eins skal starfrækja skóla í þágu menntunar, menningar og samfélags og stuðla að menntun og þroska nemenda til að sköpunar. Menntayfirvöld og kennarar verða að viðhalda þekkingu sinni og starfsþróun til að veruleiki skólans endurspegli raunveruleikann en ekki úreltar hugmyndir horfinna tíma. En það er ekki nóg. Eins og kemur fram í tilvitnun í texta Harða Torfa hér að framan er ekki nægilegt að vera umburðarlyndur gagnavart kynseginleika heldur þarf að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og þakka fyrir að við erum hvert með sínu lagi. Það er skylda skólasamfélagsins að vinna gegn fordómum og staðalmyndum og umvefja fjölbreytileikann. Skólinn á að vera kærleiksríkt samfélag gagnkvæmrar virðingar. Samfélag sem minnir sjálft sig á það reglulega að kærleikur, vinarþel og skilningur er lykillinn að því að fólk fái þrifist. Fyrir hönd Kennarasambands Íslands óskum við þjóðinni til hamingju með Hinsegin daga og minnum kollega okkar á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum í íslensku skólasamfélagi. Anna María er varaformaður Kennarasambands Íslands og Ragnar Þór er formaður Kennarasambands Íslands.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun