Methagnaður hjá Sony Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2021 13:29 Fyrirtækið hagnaðist á mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum, leikjatölvum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. AP/Koji Sasahara Sony hagnaðist um 2,57 milljarða dala á síðasta ársfjórðungi sem er aukning um 26 prósent milli ára og hæsti hagnaður fyrirtækisins á þessum ársfjórðungi. Velgengni fyrirtækisins er að miklu leyti rakin til faralds nýju kórónuveirunnar og útgáfu PlayStation 5 leikjatölvanna. Í kjölfar útgáfu ársfjórðungsuppgjörsins í gær hækkuðu forsvarsmenn Sony væntingar sínar varðandi hagnað á uppgjörsárinu, sem lýkur í mars, úr 930 milljörðum jena í 980 milljarða. Gróflega reiknað miðað við upplýsingar á vef Seðlabankans eru 980 milljarðar jena um það bil 1,1 billjón króna (1.107.400.000.000). Ársfjórðungurinn sem um ræðir hófst í byrjun apríl og endaði þann 30. júní og er fyrsti fjórðungur uppgjörsárs Sony. Í frétt CNBC segir að Sony hafi hagnast á mikilli eftirspurn eftir PS5 leikjatölvum. Heimslægur skortur á hálfleiðurum hefur þó komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað annað eftirspurn. Forsvarsmenn fyrirtækisins búast svið því að selja um 14,8 milljónir tölva fyrir mars á næsta ári. Fyrirtækið hagnaðist einnig mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. Reuters segir að búist hafi verið við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins myndi dragast saman en nýjar bylgjur faraldursins hafi leitt til nýrra samkomutakmarkana og eftirspurn hafi haldist há. Sony Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í kjölfar útgáfu ársfjórðungsuppgjörsins í gær hækkuðu forsvarsmenn Sony væntingar sínar varðandi hagnað á uppgjörsárinu, sem lýkur í mars, úr 930 milljörðum jena í 980 milljarða. Gróflega reiknað miðað við upplýsingar á vef Seðlabankans eru 980 milljarðar jena um það bil 1,1 billjón króna (1.107.400.000.000). Ársfjórðungurinn sem um ræðir hófst í byrjun apríl og endaði þann 30. júní og er fyrsti fjórðungur uppgjörsárs Sony. Í frétt CNBC segir að Sony hafi hagnast á mikilli eftirspurn eftir PS5 leikjatölvum. Heimslægur skortur á hálfleiðurum hefur þó komið í veg fyrir að fyrirtækið hafi getað annað eftirspurn. Forsvarsmenn fyrirtækisins búast svið því að selja um 14,8 milljónir tölva fyrir mars á næsta ári. Fyrirtækið hagnaðist einnig mikilli eftirspurn í tónlist, myndavélum og öðru sem Sony hefur fram á að bjóða. Reuters segir að búist hafi verið við því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu fyrirtækisins myndi dragast saman en nýjar bylgjur faraldursins hafi leitt til nýrra samkomutakmarkana og eftirspurn hafi haldist há.
Sony Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira