Sömu laun fyrir sömu vinnu? Daníel Örn Arnarsson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Vinnumarkaður Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Sömu laun fyrir sömu vinnu hafa löngum verið einkunnarorð jafnréttisbaráttu kynjanna í heiminum og á Íslandi hefur okkur tekist að ná góðum árangri í þeim efnum þó að fullu jafnrétti hafi ekki verið náð. Núna er einnig annars konar barátta fyrir höndum sem getur notað þessi orð en það er áhrif útvistunar á kaup og kjör og við sem samfélag þurfum að vera vakandi fyrir hrikalegum afleiðingum hennar. Þessi pistill er skrifaður í framhaldi af grein félaga Sönnu fyrir stuttu, Útvistun ábyrgðar, þar sem hún fór stuttlega yfir það að tæplega 60% af rekstri Strætó bs. sé nú í höndum verktaka. Við ákváðum að grúska betur og fá á hreint hversu mikill munur er á kjörum þess sem vinnur fyrir Strætó bs. og þeirra sem ráðin eru inn af Kynnisferðum til þess að vinna fyrir Strætó bs. Þær tölur sem ég mun nota hér á eftir eru fengnar frá verkalýðsfélögunum og endurspegla lágmarkið en hafa verður í huga að þrátt fyrir að Kynnisferðir geti borgað hærra en lágmarkslaun eru þau alls ekki þekkt fyrir slíkt. Byrjum á að bera saman grundvallar réttindin til veikindadaga, til orlofs og þeirra sem vernda vagnstjórana gegn fyrirvaralausum uppsögnum. Uppsagnarfrestur: Þeir sem starfa beint fyrir Strætó bs. vinna sér inn mun meiri vernd mun hraðar en þeir sem starfa fyrir Kynnisferðir. Einnig fylgja starfsmenn hjá Strætó bs. ákvæðum um uppsagnir á opinberum markaði og njóta því meiri uppsagnarverndar en starfsmenn Kynnisferða en í kjarasamningi Sameykis, sem vagnstjórar Strætó bs. starfa eftir segir m.a. að „óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegrar ástæðna“. Það á ekki við um almenna vinnumarkaðinn þar sem vagnstjórar Kynnisferða starfa. Veikindaréttur: Líkt og sjá má á þessari töflu öðlast vagnstjórar sem eru ráðnir beint inn til Strætó bs. fleiri launaða veikindadaga á skemmri tíma en þeir sem hafa vinna hjá Kynnisferðum. Skýringar úr kjarasamningi eflingar: „Staðgengislaun miðast við þau laun sem starfsmaður hefði sannanlega haft ef hann hefði ekki forfallast frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss önnur en mætingabónus og álagsgreiðslur vegna sérstakrar áhættu eða óþrifnaðar sem eru tilfallandi við framkvæmd sértilgreindra starfa. Fullt dagvinnukaup eru föst laun fyrir dagvinnu auk vaktaálags, bónus og annarra afkastahvetjandi eða sambærilegra álagsgreiðslna vegna vinnu miðað við 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf. Dagvinnulaun eru föst laun miðað við dagvinnu (án bónus og hvers konar álagsgreiðslna)fyrir 8 klst. á dag eða 40 klst. á viku miðað við fullt starf.” Orlof: Það er ljóst á þessari upptalningu að það er töluverður munur á réttindum þeirra sem starfa hjá Strætó bs. og Kynnisferðum. Strax fá starfsmenn Strætó 6 fleiri daga í orlof, strax mun betri uppsagnarvernd og sterkari veikindarétt en hvað með launin? Það getur nú varla verið að fyrirtæki í okkar eigu myndi standa fyrir því að greiða starfsfólki mis há laun fyrir sömu vinnu? Laun: Launamunurinn er sláandi! Tæplega 40.000 krónur á mánuði er virkilega mikill munur fyrir manneskju á venjulegum launum. Þetta gerir tæplega hálfa milljón á ári og munið að þetta er fólk sem vinnur sömu vinnuna. Einnig fá starfsmenn Strætó bs. mun hærri álögur vegna starfsaldurs og menntunar og samið hefur verið með styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Er þetta eitthvað sem fyrirtæki í okkar eigu ætti að vera að stunda? Finnst okkur þetta vera í lagi? Reynið að segja mér að útvistun hafi ekki áhrif á kjör starfsfólks. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun