Allt gekk á afturfótunum hjá YouTube-stjörnu við eldgosið Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 27. júlí 2021 15:04 Tom Scott átti ekki sjö dagana sæla í síðustu Íslandsheimsókn sinni. skjáskot Tom Scott, sem er með yfir fjórar milljónir áskrifenda á YouTube-rás sinni, hafði í hyggju að ná myndbandi af sér fyrir framan vígalega hrauná þegar hann kom til landsins. Hann bað ekki um mikið meira. Það gekk ekki jafn auðveldlega fyrir sig og hann hafði vonað og þylur hann upp hrakfallasögu sína í myndbandi sem birtist í gær og nálgast milljón áhorf óðfluga. Hann mætti brattur að Fagradalsfjalli í fylgd með Birni Steinbekk, drónamanni með meiru. Fyrr um daginn hafði verið bullandi virkni í gosinu en þegar kumpánarnir mættu á gosstað kom í ljós gosvirknin hafði fallið alveg niður og ekki vottur af kviku í sjónmáli. Þeir tóku þó engu að síður upp innslag við storknað en ylvolgt hraunið áður en þeir héldu til baka. Í leiðinni náðu þeir „kjánum“ að ganga ofan á hrauninu á upptöku (sem má sjá þegar um þrjár mínutur og tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandinu). Björn stakk upp á því að ganga aðra leið til baka, sem er mun torfærari og rann Tom nokkrum sinnum á rassinn í bröltinu. Fljótlega eftir að þeir komu í bæinn byrjaði að mælast gosvirkni á ný og ekki leið á löngu þar til að hraungusur fóru að sjást á vefmyndavélum. Þeir ákváðu því að bruna aftur rakleiðis að Fagradalsfjalli og leggja upp í göngu númer tvö þann daginn, þó Tom væri skiljanlega þreyttur eftir þá fyrri. Þegar þeir voru að nálgast gíginn skall á svartaþoka, svo það var ómögulegt að komast lengra, auk þess sem að vindáttin var að verða óhagstæð upp á gasmengun. Björn náði einhverjum drónaskotum af hrauninu í gígnum en Tom sá ekkert nema þoku og reyk. Hann eyddi samtals 7-8 klukkustundum bara í göngurnar þann daginn. En það var enn von, hann átti einhverja daga eftir á landinu og vonaðist til að geta allavega náð einni „túristaheimsókn“ að gosinu áður en hann færi. Þá fékk hann heiftarlega matareitrun, eftir upplifun af „mexíkansk-íslenskri matargerð“. Á lokadeginum var hann búinn að jafna sig, og ætlaði þá að reyna að ráðast í örsnögga göngu, þó það væri einungis til að ná einni mynd af sér með gosinu. En nei, þá hafði gosið þagnað á ný og Tom hélt daufur í dálkinn heim á leið. Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Grín og gaman Tengdar fréttir Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Það gekk ekki jafn auðveldlega fyrir sig og hann hafði vonað og þylur hann upp hrakfallasögu sína í myndbandi sem birtist í gær og nálgast milljón áhorf óðfluga. Hann mætti brattur að Fagradalsfjalli í fylgd með Birni Steinbekk, drónamanni með meiru. Fyrr um daginn hafði verið bullandi virkni í gosinu en þegar kumpánarnir mættu á gosstað kom í ljós gosvirknin hafði fallið alveg niður og ekki vottur af kviku í sjónmáli. Þeir tóku þó engu að síður upp innslag við storknað en ylvolgt hraunið áður en þeir héldu til baka. Í leiðinni náðu þeir „kjánum“ að ganga ofan á hrauninu á upptöku (sem má sjá þegar um þrjár mínutur og tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandinu). Björn stakk upp á því að ganga aðra leið til baka, sem er mun torfærari og rann Tom nokkrum sinnum á rassinn í bröltinu. Fljótlega eftir að þeir komu í bæinn byrjaði að mælast gosvirkni á ný og ekki leið á löngu þar til að hraungusur fóru að sjást á vefmyndavélum. Þeir ákváðu því að bruna aftur rakleiðis að Fagradalsfjalli og leggja upp í göngu númer tvö þann daginn, þó Tom væri skiljanlega þreyttur eftir þá fyrri. Þegar þeir voru að nálgast gíginn skall á svartaþoka, svo það var ómögulegt að komast lengra, auk þess sem að vindáttin var að verða óhagstæð upp á gasmengun. Björn náði einhverjum drónaskotum af hrauninu í gígnum en Tom sá ekkert nema þoku og reyk. Hann eyddi samtals 7-8 klukkustundum bara í göngurnar þann daginn. En það var enn von, hann átti einhverja daga eftir á landinu og vonaðist til að geta allavega náð einni „túristaheimsókn“ að gosinu áður en hann færi. Þá fékk hann heiftarlega matareitrun, eftir upplifun af „mexíkansk-íslenskri matargerð“. Á lokadeginum var hann búinn að jafna sig, og ætlaði þá að reyna að ráðast í örsnögga göngu, þó það væri einungis til að ná einni mynd af sér með gosinu. En nei, þá hafði gosið þagnað á ný og Tom hélt daufur í dálkinn heim á leið.
Eldgos í Fagradalsfjalli Íslandsvinir Grín og gaman Tengdar fréttir Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. 17. ágúst 2020 21:47
Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29