Eigum við að fyrirgefa viðmælendum Sölva Tryggva? Þórarinn Hjartarson skrifar 26. júlí 2021 14:01 Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Í mótmælum gegn lögregluofbeldi í Bandaríkjunum síðasta sumar mátti heyra slagorðið ´silence is violence´, eða að það að þaga jafngilti ofbeldi. Orðatiltækið sýndi, réttilega, fram á að því fólki, sem ekki tæki afstöðu í þeim efnum, ætti að taka með fyrirvara. Þetta fólk væri hluti af ósanngjörnu kerfi og kæmust þar að leiðandi ekki upp með hlutleysi. Á svipuðum tíma stýrði Sölvi Tryggvason einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi. Hvert hlaðvarp fékk þúsundir hlustanna. Sölvi skákaði fram frægasta fólki á Íslandi í löngum samræðum um allt á milli himins og jarðar. Allir þekktu hlaðvarpið og flestir höfðu hlustað á allavegana einn þátt. Eftir að hafa haldið sig frá sviðsljósinu í nokkur ár varð Sölvi einn ástsælasti hlaðvarpsstjórnandi sem Ísland hefur átt. En fallið var jafn hátt og flugið. Í apríl á þessu ári fóru að heyrast sögusagnir að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli. Pistillinn byggir á því að varpa ljósi á þá viðmælendur sem að mættu í hlaðvarp Sölva og hafa fengið að sigla lignan sjó í þessum umræðum. Óneitanlega nutu viðmælendurnir vinsælda eftir að hafa komið í þátt Sölva. Sumum þeirra hefur líklega jafnvel áskotnast aukin velgengi í sínum frama í kjölfarið. Er það réttlátt? Er réttlátt að hafa notið góðs af velgengni slíks manns? Geta þau fríað sig ábyrgð gagnvart samborgurum í þessum umræðum? Eiga þau tilkall til þess valds sem að þau nutu á meðan hlaðvarpsþátturinn sem þau birtust í stóð sem hæst? Að sjálfsögðu ekki. Okkur ber samfélagsleg skylda að krefja þetta fólk svara. Svara um það hvers vegna þeim þótti í lagi að mæta í slíkan hlaðvarpsþátt án þess að biðjast afsökunar. Þögn þessa fólks nístir í gegnum merg og bein. Sum þeirra birtast enn í sjónvarps- og útvarpsviðtölum líkt og ekkert hafi í skorist. Hlutleysi þessa fólks lýsir afstöðu þeirra. Sinnuleysi og tómlæti er óafsakanlegt. Viðmælendur Sölva Tryggva verða að koma fram og útskýra mál sitt. Krefjum þau um svör. Krefjum þau um afstöðu. Þögn er ofbeldi. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun