Hin 46 ára gamla Chusovitina keppti í stökki í undankeppni fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó en komst ekki í úrslitin.
Hennar fyrstu Ólympíuleikar voru í Barcelona 1992, fimm árum en Simone Biles fæddist. Chusovitina var þá í gullliði Samveldisins sem var skipað íþróttakonum frá fyrrum Sovétríkjunum.
Standing ovation and not a dry eye in the house for the #ArtisticGymnastics legend Oksana Chusovitina as she takes her final @Olympics bow. The 46-year-old today became an 8 -time Olympian, competing on Vault for the last time at @Tokyo2020 #Tokyo2020 #Olympics pic.twitter.com/fjm3QNiK21
— FIG (@gymnastics) July 25, 2021
Hún hefur síðan keppt fyrir bæði Úsbekistan og Þýskaland. Hún vann silfurverðlaun í stökki á leikunum í Peking 2008 þegar hún keppti fyrir Þýskaland.
Alls hefur Oksana unnið ellefu verðlaun á heimsmeistaramótum og það eru fimm æfingar sem eru kenndar við hana.
Langlífu Oksana í fremstu röð þykir sérstaklega merkilegur þar sem hún keppir í fimleikum þar sem keppendur þykja gamlir fljótlega eftir að þeir hafa haldið upp á tvítugsafmælið sitt.
1992 Barcelona
— BBC Sport (@BBCSport) July 25, 2021
1996 Atlanta
2000 Sydney
2004 Athens
2008 Beijing
2012 London
2016 Rio de Janeiro
2020 Tokyo
Oksana Chusovitina, put your feet up. You've earned it! #bbcolympics #tokyo2020
Oksana var tekin inn í heiðurshöll Alþjóðafimleikasambandsins árið 2017. Hún ætlaði fyrst að hætta eftir Ólympíuleikana í London 2012 en hætti við að hætta. Nú segist hún hins vegar vera ákveðin að hætta.
„Sonur minn er 22 ára gamall og ég vil eyða tíma með honum. Ég vil vera eiginkona og móðir,“ sagði Oksana Chusovitina í samtali við Guardian.