Innlent

Fundu hníf á vettvangi slagsmála

Árni Sæberg skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Í gærkvöldi var lögregla kölluð út vegna slagsmála fyrir utan íbúðahús í miðbænum. Þegar hana bar að garði hafði ástandið róast en lagt var hald á hníf sem fannst á vettvangi. Þetta segir í dagbók lögreglu.

Í Vesturbæ var tilkynnt um tvö innbrot, á öðrum staðnum voru einnig unnin skemmdarverk. Þá var brotist inn í bifreið í miðbænum.

Að öðru leiti var gærkvöldið og nóttin róleg hjá lögreglu. Tilkynnt var um eitt umferðarslys þar sem ekið hafði verið á hjólreiðamann, sá slasaðist ekki alvarlega.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×