Segir hafa verið njósnað um son hans Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2024 07:51 Jón Gunnarsson er fulltrúi forsætis- og matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans. „Ég og fjölskylda mín erum sleginn yfir því hversu langt svokölluð rannsóknarblaðamennska gengur og ég vona að fólk sjái hvað þetta er orðið fjarri lagi og siðlaust. Undanfarnar vikur virðist hafa verið settur á svið vel skipulagður blekkingarleikur sem leikinn er í margar vikur. Erlendur maður villir á sér heimildir til þess eins að blekkja son minn í þeim tilgangi að koma höggi á mig.“ Svo hefst yfirlýsing Jóns á Facebook. Svissneskur fjárfestir Þar segir hann að fyrir tveimur mánuðum hafi maður haft samband við son hans og sagst vera svissneskur fjárfestir á vegum fjárfestingasjóðsins Meitri group, sem er ekki til. Hann hafi lýst yfir áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. „Sonur minn, sem er fasteignasali, átti í framhaldinu fjarfund með manninum, sem kom svo hingað til lands. „Fjárfestirinn“ sótti son minn á bifreið með einkabílstjóra og skoðuðu þeir nokkur verkefni víða um höfuðborgina og fóru út að borða í lok dags.“ Dreginn á asnaeyrunum í margar vikur Jón segir að í síðustu viku hafi komið í ljós að maðkur væri í mysunni. Maðurinn hefði dregið son hans á asnaeyrunum svo vikum skipti, án þess að ætla nokkurn tímann að eiga við hann viðskipti. „Þvert á móti virðist markmiðið hafa verið að hlera son minn og ná af honum leyndum og ólögmætum upptökum að tala um mig og hvalveiðar. Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn á Heimildinni og fyrrverandi samstarfsmenn tveggja frambjóðenda Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar, hringdu samtímis í mig og son minn síðasta föstudag til að spyrja nánar út í atriði úr kvöldspjalli sonar míns og „fjárfestisins“. Sérstök heimasíða var búin til fyrir fjárfestingarsjóðinn í þessum blekkingarleik en síðunni var lokað í framhaldi af símtölum blaðamannanna.“ Vefsíðan meitrigroup.com finnst á leitarvélum en henni hefur verið lokað og lénið stendur til boða. Í lýsingu sem sést enn á leitarvélum segir að tilgangur Meitri group sé að efla fyrirtæki með framvirkum lausnum sem auki vöxt og endurskilgreini iðnað. Slúðrið eigi sér enga stoð í raunveruleikanum Jón segir að meintar njósnir um son hans hafi hafist um miðjan september, áður en ríkisstjórninni var slitið og ráðherrar Vinstri grænna sögðu sig frá ráðuneytum sínum. Um helgina hafi hann fengið tölvubréf frá Aðalsteini með spurningum sem byggðu á samtali sonarins og tálbeitunnar. Þar hafi meðal annars verið haft eftir syninum að hann hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá að fara inn í matvælaráðuneytið til þess að gefa út leyfi til hvalveiða. „Um þetta hefur verið mikið slúðrað, en á sér að sjálfsögðu enga stoð í raunveruleikanum. Þar þarf ekki að nefna annað en að lögum samkvæmt hafa aðstoðarmenn engar heimildir til að taka stjórnsýsluákvarðanir eða gefa út leyfi af nokkru tagi.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi einfaldlega metið það svo að málaflokkar matvælaráðuneytisins, sem er eitt atvinnuvegaráðuneytanna, þyrftu á meiri athygli að halda en hann gæti veitt sem ráðherra nokkurra ráðuneyta í starfsstjórn. Lagði mikið á sig til að heilla fjárfestinn Jón segist hafa verið lengi í stjórnmálum og því vanur því að fá á sig gagnrýni fyrir störf hans á þinginu og stjórnmálaskoðanir. Það sé hluti af starfinu en aðfarir Heimildarinnar að fjölskyldu hans séu af allt öðrum toga. Fjölskyldur þingmanna eigi ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að sæta árásum frá íslenskum fjölmiðlum eða erlendum hagsmunaaðilum og þrýstihópum. „Sonur minn er venjulegur fjölskyldufaðir í rekstri, sem eyddi mörgum vikum í að eltast við gylliboð svikahrapps sem engin innistæða var fyrir. Í þeim samskiptum lagði hann mikið á sig til að heilla hinn meinta fjárfesti og tryggja viðskiptin, en fór rangt með í einhverjum málum sem þar voru til umræðu.“ Ætlar að kæra Loks segir Jón að sonur hans hafi leitað til lögmanns og ætli að leggja fram kæru vegna málsins, enda hafi verið brotið gegn friðhelgi einkalífs hans með upptökum sem honum varð ekki kunnugt um fyrr en Helgi Seljan upplýsti hann um þær. „Eftir stendur hins vegar að um allan heim eru vinnubrögð eins og þessi talin óviðeigandi og ólíðandi. Ég læt ekki árásir eins og þessar hafa áhrif á mína afstöðu gagnvart sjálfbærri nýtingu auðlinda. Afstaða mín til hvalveiða byggir á sjálfbærni veiða við Íslandsstrendur, menningu okkar og sögu. Ég mun áfram halda áfram að berjast fyrir íslenskum hagsmunum og sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar þrátt fyrir þessar ógeðfelldu tilraunir til að fæla mig frá mínu starfi.“ Færsla Jóns í heild Ég og fjölskylda mín erum sleginn yfir því hversu langt svokölluð rannsóknarblaðamennska gengur og ég vona að fólk sjái hvað þetta er orðið fjarri lagi og siðlaust. Undanfarnar vikur virðist hafa verið settur á svið vel skipulagður blekkingarleikur sem leikinn er í margar vikur. Erlendur maður villir á sér heimildir til þess eins að blekkja son minn í þeim tilgangi að koma höggi á mig. Sagan er eftirfarandi. Fyrir tveimur mánuðum hafði „svissneskur fjárfestir“ frá „Meitri Group“ samband við son minn og lýsti yfir áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Sonur minn, sem er fasteignasali, átti í framhaldinu fjarfund með manninum, sem kom svo hingað til lands. „Fjárfestirinn“ sótti son minn á bifreið með einkabílstjóra og skoðuðu þeir nokkur verkefni víða um höfuðborgina og fóru út að borða í lok dags. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að maðurinn hafði villt á sér heimildir, dregið son minn á asnaeyrunum vikum saman án þess að ætla nokkurn tímann að eiga nein viðskipti. Þvert á móti virðist markmiðið hafa verið að hlera son minn og ná af honum leyndum og ólögmætum upptökum að tala um mig og hvalveiðar. Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn á Heimildinni og fyrrverandi samstarfsmenn tveggja frambjóðenda Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar, hringdu samtímis í mig og son minn síðasta föstudag til að spyrja nánar út í atriði úr kvöldspjalli sonar míns og „fjárfestisins“. Sérstök heimasíða var búin til fyrir fjárfestingarsjóðinn í þessum blekkingarleik en síðunni var lokað í framhaldi af símtölum blaðamannanna. Þessar njósnir um son minn hófust um miðjan september, áður en ríkisstjórninni var slitið og ráðherrar VG sögðu sig frá ráðuneytum sínum. Um helgina fékk ég tölvupóst frá Aðalsteini á Heimildinni þar sem hann lagði fyrir mig sjö spurningar, sem ljóst er að byggja á efni úr samtali sonar míns við „fjárfestinn“. Þar sé m.a. haft eftir syni mínum að ég hafi tekið baráttusætið á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá að fara inn í matvælaráðuneytið til þess að gefa út leyfi til hvalveiða. Um þetta hefur verið mikið slúðrað, en á sér að sjálfsögðu enga stoð í raunveruleikanum. Þar þarf ekki að nefna annað en að lögum samkvæmt hafa aðstoðarmenn engar heimildir til að taka stjórnsýsluákvarðanir eða gefa út leyfi af nokkru tagi. Það var mat Bjarna Benediktssonar að málaflokkar matvælaráðuneytisins, sem er eitt atvinnuvegaráðuneytanna, þyrftu á meiri athygli að halda en hann gæti veitt sem ráðherra nokkurra ráðuneyta í starfsstjórn. Forveri hans í ráðuneytinu var þar með tvo aðstoðarmenn. Málaflokkar ráðuneytisins eru fjölmargir og umsókn um leyfi til hvalveiða á grundvelli gildandi laga aðeins eitt fjölmargra sem koma þar inn. Sonur minn var einnig spurður um ferðalag mitt á alþjóðahvalveiðiráðstefnuna og hver hafi greitt fyrir ferðina. Ég hef greint frá því áður að ég stóð straum af kostnaði við ferðalagið sjálfur en af spurningum blaðamannanna að dæma virðist sonur minn hafa að einhverju leiti gefið annað í skyn umrætt kvöld. Ég hef verið lengi í stjórnmálum og fæ reglulega á mig gagnrýni sem þingmaður og fyrir mínar stjórnmálaskoðanir. Það er hluti af því að starfa á þessum vettvangi. Að ráðast beint gegn fjölskyldunni minni með þessum hætti er hins vegar af öðrum toga. Fjölskyldur þingmanna eiga ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að sæta árásum eins og þessum frá íslenskum fjölmiðlum eða erlendum hagsmunaaðilum og þrýstihópum. Sonur minn er venjulegur fjölskyldufaðir í rekstri, sem eyddi mörgum vikum í að eltast við gylliboð svikahrapps sem engin innistæða var fyrir. Í þeim samskiptum lagði hann mikið á sig til að heilla hinn meinta fjárfesti og tryggja viðskiptin, en fór rangt með í einhverjum málum sem þar voru til umræðu. Sonur minn hefur leitað til lögmanns og mun hyggst hann leggja fram kæru vegna málsins enda hefur verið gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs hans með ólögmætum upptökum sem honum varð ekki kunnugt um fyrr en Helgi Seljan upplýsti hann um það. Eftir stendur hins vegar að um allan heim eru vinnubrögð eins og þessi talin óviðeigandi og ólíðandi. Ég læt ekki árásir eins og þessar hafa áhrif á mína afstöðu gagnvart sjálfbærri nýtingu auðlinda. Afstaða mín til hvalveiða byggir á sjálfbærni veiða við Íslandsstrendur, menningu okkar og sögu. Ég mun áfram halda áfram að berjast fyrir íslenskum hagsmunum og sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar þrátt fyrir þessar ógeðfelldu tilraunir til að fæla mig frá mínu starfi. Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Alþingiskosningar 2024 Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Búin að biðja Jón afsökunar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur beðið Jón Gunnarsson, flokksfélaga sinn, afsökunar fyrir að hafa ekki látið hann vita fyrirfram að hún byði sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 19. október 2024 18:36 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
„Ég og fjölskylda mín erum sleginn yfir því hversu langt svokölluð rannsóknarblaðamennska gengur og ég vona að fólk sjái hvað þetta er orðið fjarri lagi og siðlaust. Undanfarnar vikur virðist hafa verið settur á svið vel skipulagður blekkingarleikur sem leikinn er í margar vikur. Erlendur maður villir á sér heimildir til þess eins að blekkja son minn í þeim tilgangi að koma höggi á mig.“ Svo hefst yfirlýsing Jóns á Facebook. Svissneskur fjárfestir Þar segir hann að fyrir tveimur mánuðum hafi maður haft samband við son hans og sagst vera svissneskur fjárfestir á vegum fjárfestingasjóðsins Meitri group, sem er ekki til. Hann hafi lýst yfir áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. „Sonur minn, sem er fasteignasali, átti í framhaldinu fjarfund með manninum, sem kom svo hingað til lands. „Fjárfestirinn“ sótti son minn á bifreið með einkabílstjóra og skoðuðu þeir nokkur verkefni víða um höfuðborgina og fóru út að borða í lok dags.“ Dreginn á asnaeyrunum í margar vikur Jón segir að í síðustu viku hafi komið í ljós að maðkur væri í mysunni. Maðurinn hefði dregið son hans á asnaeyrunum svo vikum skipti, án þess að ætla nokkurn tímann að eiga við hann viðskipti. „Þvert á móti virðist markmiðið hafa verið að hlera son minn og ná af honum leyndum og ólögmætum upptökum að tala um mig og hvalveiðar. Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn á Heimildinni og fyrrverandi samstarfsmenn tveggja frambjóðenda Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar, hringdu samtímis í mig og son minn síðasta föstudag til að spyrja nánar út í atriði úr kvöldspjalli sonar míns og „fjárfestisins“. Sérstök heimasíða var búin til fyrir fjárfestingarsjóðinn í þessum blekkingarleik en síðunni var lokað í framhaldi af símtölum blaðamannanna.“ Vefsíðan meitrigroup.com finnst á leitarvélum en henni hefur verið lokað og lénið stendur til boða. Í lýsingu sem sést enn á leitarvélum segir að tilgangur Meitri group sé að efla fyrirtæki með framvirkum lausnum sem auki vöxt og endurskilgreini iðnað. Slúðrið eigi sér enga stoð í raunveruleikanum Jón segir að meintar njósnir um son hans hafi hafist um miðjan september, áður en ríkisstjórninni var slitið og ráðherrar Vinstri grænna sögðu sig frá ráðuneytum sínum. Um helgina hafi hann fengið tölvubréf frá Aðalsteini með spurningum sem byggðu á samtali sonarins og tálbeitunnar. Þar hafi meðal annars verið haft eftir syninum að hann hefði tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá að fara inn í matvælaráðuneytið til þess að gefa út leyfi til hvalveiða. „Um þetta hefur verið mikið slúðrað, en á sér að sjálfsögðu enga stoð í raunveruleikanum. Þar þarf ekki að nefna annað en að lögum samkvæmt hafa aðstoðarmenn engar heimildir til að taka stjórnsýsluákvarðanir eða gefa út leyfi af nokkru tagi.“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi einfaldlega metið það svo að málaflokkar matvælaráðuneytisins, sem er eitt atvinnuvegaráðuneytanna, þyrftu á meiri athygli að halda en hann gæti veitt sem ráðherra nokkurra ráðuneyta í starfsstjórn. Lagði mikið á sig til að heilla fjárfestinn Jón segist hafa verið lengi í stjórnmálum og því vanur því að fá á sig gagnrýni fyrir störf hans á þinginu og stjórnmálaskoðanir. Það sé hluti af starfinu en aðfarir Heimildarinnar að fjölskyldu hans séu af allt öðrum toga. Fjölskyldur þingmanna eigi ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að sæta árásum frá íslenskum fjölmiðlum eða erlendum hagsmunaaðilum og þrýstihópum. „Sonur minn er venjulegur fjölskyldufaðir í rekstri, sem eyddi mörgum vikum í að eltast við gylliboð svikahrapps sem engin innistæða var fyrir. Í þeim samskiptum lagði hann mikið á sig til að heilla hinn meinta fjárfesti og tryggja viðskiptin, en fór rangt með í einhverjum málum sem þar voru til umræðu.“ Ætlar að kæra Loks segir Jón að sonur hans hafi leitað til lögmanns og ætli að leggja fram kæru vegna málsins, enda hafi verið brotið gegn friðhelgi einkalífs hans með upptökum sem honum varð ekki kunnugt um fyrr en Helgi Seljan upplýsti hann um þær. „Eftir stendur hins vegar að um allan heim eru vinnubrögð eins og þessi talin óviðeigandi og ólíðandi. Ég læt ekki árásir eins og þessar hafa áhrif á mína afstöðu gagnvart sjálfbærri nýtingu auðlinda. Afstaða mín til hvalveiða byggir á sjálfbærni veiða við Íslandsstrendur, menningu okkar og sögu. Ég mun áfram halda áfram að berjast fyrir íslenskum hagsmunum og sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar þrátt fyrir þessar ógeðfelldu tilraunir til að fæla mig frá mínu starfi.“ Færsla Jóns í heild Ég og fjölskylda mín erum sleginn yfir því hversu langt svokölluð rannsóknarblaðamennska gengur og ég vona að fólk sjái hvað þetta er orðið fjarri lagi og siðlaust. Undanfarnar vikur virðist hafa verið settur á svið vel skipulagður blekkingarleikur sem leikinn er í margar vikur. Erlendur maður villir á sér heimildir til þess eins að blekkja son minn í þeim tilgangi að koma höggi á mig. Sagan er eftirfarandi. Fyrir tveimur mánuðum hafði „svissneskur fjárfestir“ frá „Meitri Group“ samband við son minn og lýsti yfir áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Sonur minn, sem er fasteignasali, átti í framhaldinu fjarfund með manninum, sem kom svo hingað til lands. „Fjárfestirinn“ sótti son minn á bifreið með einkabílstjóra og skoðuðu þeir nokkur verkefni víða um höfuðborgina og fóru út að borða í lok dags. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að maðurinn hafði villt á sér heimildir, dregið son minn á asnaeyrunum vikum saman án þess að ætla nokkurn tímann að eiga nein viðskipti. Þvert á móti virðist markmiðið hafa verið að hlera son minn og ná af honum leyndum og ólögmætum upptökum að tala um mig og hvalveiðar. Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn á Heimildinni og fyrrverandi samstarfsmenn tveggja frambjóðenda Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar, hringdu samtímis í mig og son minn síðasta föstudag til að spyrja nánar út í atriði úr kvöldspjalli sonar míns og „fjárfestisins“. Sérstök heimasíða var búin til fyrir fjárfestingarsjóðinn í þessum blekkingarleik en síðunni var lokað í framhaldi af símtölum blaðamannanna. Þessar njósnir um son minn hófust um miðjan september, áður en ríkisstjórninni var slitið og ráðherrar VG sögðu sig frá ráðuneytum sínum. Um helgina fékk ég tölvupóst frá Aðalsteini á Heimildinni þar sem hann lagði fyrir mig sjö spurningar, sem ljóst er að byggja á efni úr samtali sonar míns við „fjárfestinn“. Þar sé m.a. haft eftir syni mínum að ég hafi tekið baráttusætið á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá að fara inn í matvælaráðuneytið til þess að gefa út leyfi til hvalveiða. Um þetta hefur verið mikið slúðrað, en á sér að sjálfsögðu enga stoð í raunveruleikanum. Þar þarf ekki að nefna annað en að lögum samkvæmt hafa aðstoðarmenn engar heimildir til að taka stjórnsýsluákvarðanir eða gefa út leyfi af nokkru tagi. Það var mat Bjarna Benediktssonar að málaflokkar matvælaráðuneytisins, sem er eitt atvinnuvegaráðuneytanna, þyrftu á meiri athygli að halda en hann gæti veitt sem ráðherra nokkurra ráðuneyta í starfsstjórn. Forveri hans í ráðuneytinu var þar með tvo aðstoðarmenn. Málaflokkar ráðuneytisins eru fjölmargir og umsókn um leyfi til hvalveiða á grundvelli gildandi laga aðeins eitt fjölmargra sem koma þar inn. Sonur minn var einnig spurður um ferðalag mitt á alþjóðahvalveiðiráðstefnuna og hver hafi greitt fyrir ferðina. Ég hef greint frá því áður að ég stóð straum af kostnaði við ferðalagið sjálfur en af spurningum blaðamannanna að dæma virðist sonur minn hafa að einhverju leiti gefið annað í skyn umrætt kvöld. Ég hef verið lengi í stjórnmálum og fæ reglulega á mig gagnrýni sem þingmaður og fyrir mínar stjórnmálaskoðanir. Það er hluti af því að starfa á þessum vettvangi. Að ráðast beint gegn fjölskyldunni minni með þessum hætti er hins vegar af öðrum toga. Fjölskyldur þingmanna eiga ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að sæta árásum eins og þessum frá íslenskum fjölmiðlum eða erlendum hagsmunaaðilum og þrýstihópum. Sonur minn er venjulegur fjölskyldufaðir í rekstri, sem eyddi mörgum vikum í að eltast við gylliboð svikahrapps sem engin innistæða var fyrir. Í þeim samskiptum lagði hann mikið á sig til að heilla hinn meinta fjárfesti og tryggja viðskiptin, en fór rangt með í einhverjum málum sem þar voru til umræðu. Sonur minn hefur leitað til lögmanns og mun hyggst hann leggja fram kæru vegna málsins enda hefur verið gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs hans með ólögmætum upptökum sem honum varð ekki kunnugt um fyrr en Helgi Seljan upplýsti hann um það. Eftir stendur hins vegar að um allan heim eru vinnubrögð eins og þessi talin óviðeigandi og ólíðandi. Ég læt ekki árásir eins og þessar hafa áhrif á mína afstöðu gagnvart sjálfbærri nýtingu auðlinda. Afstaða mín til hvalveiða byggir á sjálfbærni veiða við Íslandsstrendur, menningu okkar og sögu. Ég mun áfram halda áfram að berjast fyrir íslenskum hagsmunum og sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar þrátt fyrir þessar ógeðfelldu tilraunir til að fæla mig frá mínu starfi.
Færsla Jóns í heild Ég og fjölskylda mín erum sleginn yfir því hversu langt svokölluð rannsóknarblaðamennska gengur og ég vona að fólk sjái hvað þetta er orðið fjarri lagi og siðlaust. Undanfarnar vikur virðist hafa verið settur á svið vel skipulagður blekkingarleikur sem leikinn er í margar vikur. Erlendur maður villir á sér heimildir til þess eins að blekkja son minn í þeim tilgangi að koma höggi á mig. Sagan er eftirfarandi. Fyrir tveimur mánuðum hafði „svissneskur fjárfestir“ frá „Meitri Group“ samband við son minn og lýsti yfir áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Sonur minn, sem er fasteignasali, átti í framhaldinu fjarfund með manninum, sem kom svo hingað til lands. „Fjárfestirinn“ sótti son minn á bifreið með einkabílstjóra og skoðuðu þeir nokkur verkefni víða um höfuðborgina og fóru út að borða í lok dags. Í síðustu viku kom hins vegar í ljós að maðurinn hafði villt á sér heimildir, dregið son minn á asnaeyrunum vikum saman án þess að ætla nokkurn tímann að eiga nein viðskipti. Þvert á móti virðist markmiðið hafa verið að hlera son minn og ná af honum leyndum og ólögmætum upptökum að tala um mig og hvalveiðar. Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, blaðamenn á Heimildinni og fyrrverandi samstarfsmenn tveggja frambjóðenda Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar, hringdu samtímis í mig og son minn síðasta föstudag til að spyrja nánar út í atriði úr kvöldspjalli sonar míns og „fjárfestisins“. Sérstök heimasíða var búin til fyrir fjárfestingarsjóðinn í þessum blekkingarleik en síðunni var lokað í framhaldi af símtölum blaðamannanna. Þessar njósnir um son minn hófust um miðjan september, áður en ríkisstjórninni var slitið og ráðherrar VG sögðu sig frá ráðuneytum sínum. Um helgina fékk ég tölvupóst frá Aðalsteini á Heimildinni þar sem hann lagði fyrir mig sjö spurningar, sem ljóst er að byggja á efni úr samtali sonar míns við „fjárfestinn“. Þar sé m.a. haft eftir syni mínum að ég hafi tekið baráttusætið á lista Sjálfstæðisflokksins gegn því að fá að fara inn í matvælaráðuneytið til þess að gefa út leyfi til hvalveiða. Um þetta hefur verið mikið slúðrað, en á sér að sjálfsögðu enga stoð í raunveruleikanum. Þar þarf ekki að nefna annað en að lögum samkvæmt hafa aðstoðarmenn engar heimildir til að taka stjórnsýsluákvarðanir eða gefa út leyfi af nokkru tagi. Það var mat Bjarna Benediktssonar að málaflokkar matvælaráðuneytisins, sem er eitt atvinnuvegaráðuneytanna, þyrftu á meiri athygli að halda en hann gæti veitt sem ráðherra nokkurra ráðuneyta í starfsstjórn. Forveri hans í ráðuneytinu var þar með tvo aðstoðarmenn. Málaflokkar ráðuneytisins eru fjölmargir og umsókn um leyfi til hvalveiða á grundvelli gildandi laga aðeins eitt fjölmargra sem koma þar inn. Sonur minn var einnig spurður um ferðalag mitt á alþjóðahvalveiðiráðstefnuna og hver hafi greitt fyrir ferðina. Ég hef greint frá því áður að ég stóð straum af kostnaði við ferðalagið sjálfur en af spurningum blaðamannanna að dæma virðist sonur minn hafa að einhverju leiti gefið annað í skyn umrætt kvöld. Ég hef verið lengi í stjórnmálum og fæ reglulega á mig gagnrýni sem þingmaður og fyrir mínar stjórnmálaskoðanir. Það er hluti af því að starfa á þessum vettvangi. Að ráðast beint gegn fjölskyldunni minni með þessum hætti er hins vegar af öðrum toga. Fjölskyldur þingmanna eiga ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að sæta árásum eins og þessum frá íslenskum fjölmiðlum eða erlendum hagsmunaaðilum og þrýstihópum. Sonur minn er venjulegur fjölskyldufaðir í rekstri, sem eyddi mörgum vikum í að eltast við gylliboð svikahrapps sem engin innistæða var fyrir. Í þeim samskiptum lagði hann mikið á sig til að heilla hinn meinta fjárfesti og tryggja viðskiptin, en fór rangt með í einhverjum málum sem þar voru til umræðu. Sonur minn hefur leitað til lögmanns og mun hyggst hann leggja fram kæru vegna málsins enda hefur verið gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs hans með ólögmætum upptökum sem honum varð ekki kunnugt um fyrr en Helgi Seljan upplýsti hann um það. Eftir stendur hins vegar að um allan heim eru vinnubrögð eins og þessi talin óviðeigandi og ólíðandi. Ég læt ekki árásir eins og þessar hafa áhrif á mína afstöðu gagnvart sjálfbærri nýtingu auðlinda. Afstaða mín til hvalveiða byggir á sjálfbærni veiða við Íslandsstrendur, menningu okkar og sögu. Ég mun áfram halda áfram að berjast fyrir íslenskum hagsmunum og sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar þrátt fyrir þessar ógeðfelldu tilraunir til að fæla mig frá mínu starfi.
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Alþingiskosningar 2024 Upptökur á Reykjavík Edition Tengdar fréttir Búin að biðja Jón afsökunar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur beðið Jón Gunnarsson, flokksfélaga sinn, afsökunar fyrir að hafa ekki látið hann vita fyrirfram að hún byði sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 19. október 2024 18:36 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Búin að biðja Jón afsökunar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur beðið Jón Gunnarsson, flokksfélaga sinn, afsökunar fyrir að hafa ekki látið hann vita fyrirfram að hún byði sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. 19. október 2024 18:36
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda