„Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2024 13:14 Snorri segist aldrei hafa tjáð sig af hatri í garð innflytjenda, kvenna eða hinsegin fólks. Vísir/Vilhelm Snorri Másson oddviti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að hann „sundli við fúkyrðaflaumi“ Svandísar Svavarsdóttur í hlaðvarpinu Ein pæling fyrir helgi. Hann segir ásakanir Svandísar í hans garð lygi frá rótum. Í hlaðvarpinu sakaði Svandís Snorra um að „tendra bál fordóma“ og að ala á ótta með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Þá sagði Svandís það „sorglegt“ að maður eins og Snorri væri kominn í stjórnmál og að hann væri að „fiska í gruggugu vatni“ með umræðu um útlendingamál í aðdraganda kosninga.“ „Ég veit ekki alveg til hvers er vísað. Ég veit þó að ég hef varað við því að misjafn árangur okkar við aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi geti dregið dilk á eftir sér. Með tíð og tíma geti skapast mikil félagsleg vandamál sem koma verst niður á börnum af erlendum uppruna, sem ná til dæmis aldrei að fóta sig í skólakerfinu,“ segir Snorri í svari á Facebook-síðu sinni um málið í dag. Þar segir hann það merkilegasta við orð Svandísar að hún hafi ekki fyrir því að nefna dæmi sem styðji mál hennar. Aldrei tjáð hatur í garð útlendinga, kvenna eða hinsegin fólks „Hún lætur duga að klína þessu bara á mig. Dæmið gengur þó ekki upp, því að ég hef aldrei á ævi minni tjáð mig af hatri í garð útlendinga, kvenna eða hinsegin fólks. Það get ég fullyrt með góðri samvisku, enda hata ég ekki nokkurn mann,“ segir Snorri og spyr hvað drífi Svandísi áfram í að tala svona um hann og ákveða, fyrir hann, hvern hann hatar eða að hann hati einhvern yfirleitt. „Í gegnum tíðina hefur flokkur Svandísar boðað opnari útlendingastefnu en flestir aðrir flokkar á Alþingi. Á síðasta áratug hefur gífurlegur fjöldi fólks flutt hingað til lands á ýmsum forsendum án þess að ráðrúm hafi gefist til að taka vel á móti því öllu. Innviðir samfélagsins hafa ekki farið varhluta af þessu, hvort sem það er heilbrigðiskerfi, húsnæðismarkaður eða skólakerfi. Íslensk tunga er víða ekki aðaltungumálið lengur, sem er sérstakt áhyggjuefni sem ég hef m.a. nefnt í sambandi við skólakerfið,“ segir Snorri og að ríkisstjórn Vinstri grænna hafi brugðist skyldum sínum gagnvart innflytjendum, og þar með samfélaginu öllu. Svandís sagði í þættinum Ein pæling að henni þætti sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu.Vísir/Vilhelm Áróðursherferð gegn ungum frambjóðanda Hann segir Svandísi og félaga hennar í ríkisstjórninni, sem voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn, hafa byggt upp skýjaborgir. Þau hafi boðið fólki til landsins án þess að forsendur væru fyrir boðinu. „Á meðan þau ornuðu sér við yl eigin mannúðar, fann almenningur fyrir áhrifunum. En þær áhyggjur almennings ollu Svandísi ekki áhyggjum. Það er fyrst þegar einhver segir hlutina upphátt sem bregðast þarf við af hörku,“ segir Snorri. Þess vegna hafi Svandís ákveðið að fara í „rætna áróðursherferð gegn ungum frambjóðanda í von um að breiða yfir afleiðingar eigin draumórapólitíkur.“ Hún misbeiti orðinu hatur og gengisfelli það enn frekar. „Vitandi hið sanna í málinu, get ég fullyrt að ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum. Ég finn það því á eigin skinni að þessum rótgróna stjórnmálamanni er ekki lengur treystandi fyrir þessari ábyrgð. Þegar stöðu hennar er ógnað stenst hún ekki freistinguna. Það er í alvöru sorglegt,“ segir Snorri að lokum. Færsluna er hægt að lesa í heild sinni hér og hlusta á hlaðvarpið hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Miðflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda. 9. nóvember 2024 20:50 „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Í hlaðvarpinu sakaði Svandís Snorra um að „tendra bál fordóma“ og að ala á ótta með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Þá sagði Svandís það „sorglegt“ að maður eins og Snorri væri kominn í stjórnmál og að hann væri að „fiska í gruggugu vatni“ með umræðu um útlendingamál í aðdraganda kosninga.“ „Ég veit ekki alveg til hvers er vísað. Ég veit þó að ég hef varað við því að misjafn árangur okkar við aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi geti dregið dilk á eftir sér. Með tíð og tíma geti skapast mikil félagsleg vandamál sem koma verst niður á börnum af erlendum uppruna, sem ná til dæmis aldrei að fóta sig í skólakerfinu,“ segir Snorri í svari á Facebook-síðu sinni um málið í dag. Þar segir hann það merkilegasta við orð Svandísar að hún hafi ekki fyrir því að nefna dæmi sem styðji mál hennar. Aldrei tjáð hatur í garð útlendinga, kvenna eða hinsegin fólks „Hún lætur duga að klína þessu bara á mig. Dæmið gengur þó ekki upp, því að ég hef aldrei á ævi minni tjáð mig af hatri í garð útlendinga, kvenna eða hinsegin fólks. Það get ég fullyrt með góðri samvisku, enda hata ég ekki nokkurn mann,“ segir Snorri og spyr hvað drífi Svandísi áfram í að tala svona um hann og ákveða, fyrir hann, hvern hann hatar eða að hann hati einhvern yfirleitt. „Í gegnum tíðina hefur flokkur Svandísar boðað opnari útlendingastefnu en flestir aðrir flokkar á Alþingi. Á síðasta áratug hefur gífurlegur fjöldi fólks flutt hingað til lands á ýmsum forsendum án þess að ráðrúm hafi gefist til að taka vel á móti því öllu. Innviðir samfélagsins hafa ekki farið varhluta af þessu, hvort sem það er heilbrigðiskerfi, húsnæðismarkaður eða skólakerfi. Íslensk tunga er víða ekki aðaltungumálið lengur, sem er sérstakt áhyggjuefni sem ég hef m.a. nefnt í sambandi við skólakerfið,“ segir Snorri og að ríkisstjórn Vinstri grænna hafi brugðist skyldum sínum gagnvart innflytjendum, og þar með samfélaginu öllu. Svandís sagði í þættinum Ein pæling að henni þætti sorglegt að sjá að „ungur maður eins og Snorri Másson“ ali á ótta og fordómum með orðræðu sinni í forystu Miðflokksins. Orðræða flokksins sé til þess fallin að sundra samfélaginu.Vísir/Vilhelm Áróðursherferð gegn ungum frambjóðanda Hann segir Svandísi og félaga hennar í ríkisstjórninni, sem voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkurinn, hafa byggt upp skýjaborgir. Þau hafi boðið fólki til landsins án þess að forsendur væru fyrir boðinu. „Á meðan þau ornuðu sér við yl eigin mannúðar, fann almenningur fyrir áhrifunum. En þær áhyggjur almennings ollu Svandísi ekki áhyggjum. Það er fyrst þegar einhver segir hlutina upphátt sem bregðast þarf við af hörku,“ segir Snorri. Þess vegna hafi Svandís ákveðið að fara í „rætna áróðursherferð gegn ungum frambjóðanda í von um að breiða yfir afleiðingar eigin draumórapólitíkur.“ Hún misbeiti orðinu hatur og gengisfelli það enn frekar. „Vitandi hið sanna í málinu, get ég fullyrt að ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum. Ég finn það því á eigin skinni að þessum rótgróna stjórnmálamanni er ekki lengur treystandi fyrir þessari ábyrgð. Þegar stöðu hennar er ógnað stenst hún ekki freistinguna. Það er í alvöru sorglegt,“ segir Snorri að lokum. Færsluna er hægt að lesa í heild sinni hér og hlusta á hlaðvarpið hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Miðflokkurinn Vinstri græn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda. 9. nóvember 2024 20:50 „Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15 Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða nú fram til Alþingis gera sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem samfélagsmiðillinn TikTok getur haft, sérstaklega á unga kjósendur. Flokkarnir eru flestallir komnir á fullt á miðlinum og segja má að hliðstæð kosningabarátta sé hafin í formi TikTok-myndbanda. 9. nóvember 2024 20:50
„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ 28. október 2024 23:15
Snorri sakar Hallgrím um ofureinfaldanir Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins, hefur nú ritað grein þar sem hann fer í saumana á ræðu Hallgríms Helgasonar rithöfundar, sem hann flutti í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkisútvarpinu á föstudaginn. Snorri telur Hallgrím grípa til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga. 28. október 2024 14:31