Nokkur orð um Útey Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. júlí 2021 17:45 Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun