Nokkur orð um Útey Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 22. júlí 2021 17:45 Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Öðru hvoru erum við minnt á hversu mikilvægt það er að styðja við fólk, með ráðum og dáð, svo það geti fundið sína eigin leið í lífinu. Þýski myndlistarmaðurinn Gerhard Richter málaði á 7. áratugnum seríu grárra mynda. Tilgangurinn var að sýna afstöðuleysið sem felst í því að skipta sér ekki af, skuldbinda sig ekki til neins og lýsa ekki yfir skoðunum sínum. Þegar gengið er í gegnum sýningu á þessum verkum; gráum myndum og gráum speglum, er skerandi hversu líflaus þessi litlausi heimur er. Mismunandi form, áferð og tónar ná aldrei að endurspegla veruleika lífsins og þann regnboga sem við finnum í fólki og tilfinningum þeirra. Við getum gengið í gegnum lífið, eins og þessa sýningu af gráum myndum, afskiptalaus um annað fólk, þrautir þeirra og þrár, ástir og gleði. Eða við getum valið að fagna öllum þeim litbrigðum sem við finnum í mannlegri tilveru. Við erum öll einstök og leitumst við að finna hamingju í lífinu. Hamingjuna styrkjum við með því að njóta og fagna fjölbreytileikanum í okkar eigin lífi. Og með því að styðja aðra í að finna eigin hamingju á sinn hátt. Hlutverk okkar stjórnmálamannanna er að stuðla að umhverfi sem leyfir fólki að stýra eigin lífi, og lifa frjáls og hamingjusöm. Að styðja frjálslynt samfélag, þar sem við viljum styðja hvort annað og sýna væntumþykju, þvert á allt það sem skilur okkur að og gerir okkur einstök Því miður eru margir sem vilja brjóta niður hið vestræna frjálslynda samfélag. Og með því grunn lýðræðis. Það er ráðist á réttinn til að tjá okkur með þeim hætti sem við viljum, réttinn til að vera við sjálf, á grunnréttindi okkar til frelsis. Þetta eru ekki utanaðkomandi árásir, heldur eru þetta oft árásir að innan frá þeim sem vilja frekar halda sig í myrkrinu og næra hatur og fyrirlitningu gagnvart fjölbreytileikanum. Hættan kemur svo frá þeim sem kjósa að lifa í grámanum. Áhugalaus um samborgara sína sem gefa lífinu lit. Og áhugalaus um þau sem dreifa hatri og fyrirlitningu gagnvart náunganum. Við höfum, í gegnum söguna, oft séð hættuna við að svara hatri með hatri og hvernig það skapar vítahring sem erfitt er að brjótast úr. Svar norsku þjóðarinnar við hræðilegri árás á Útey var því svo merkileg. Það sýndi raunverulegan styrk þjóðarinnar að svara árásinni með “auknu lýðræði, opnara samfélagi og meiri mannúð,” eins og Jens Stoltenberg sagði í ræðu sinni fyrir rétt tæpum áratug. Það er stöðug barátta að verja lýðræðið, opið og frjálslynt samfélag og mannúðina. Sú barátta er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir áratug. Með þeim 77 sem týndu lífi sínu í Útey og Osló fyrir áratug glötuðust einnig óteljandi sögur. Það voru óteljandi tengingar við aðra, sem aldrei urðu. Fjölskyldur sem ekki mynduðust. Börn sem ekki fæddust. Ferðalög sem aldrei voru farin. Upplifanir sem engin átti. Hlátur sem aldrei bergmálaði. Ef við viljum virkilega heiðra líf þessara 77 einstaklinga og allra þeirra fjölmörgu annarra sem hafa þjáðst vegna þessarar hryðjuverkaárásar, þá verðum við að svara hatrinu með meiri kærleik. Meira umburðarlyndi. Meiri skilning. Meiri stuðning við þau sem á þurfa að halda. Og fagna öllum fjölbreyttu litunum sem við finnum í samfélaginu okkar. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun