Ekki bruna af stað án brunavarna Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. júlí 2021 11:01 Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. En áður en heimilið er yfirgefið er að mörgu að huga. Lokaði ég öllum gluggum? Læsti ég geymslunni? Var sléttujárnið nokkuð í sambandi? Hvað með spjaldtölvuna í herbergi dætra minna, var hún í hleðslu? Síðan þegar brunað er af stað úr bænum leitar hugurinn gjarnan í „hverju gleymdi ég, ég gleymdi einhverju ég veit það – en hverju?“ Þessi hugsun hverfur síðan við fyrsta strangheiðarlega bensínstöðvar kaffibollann. Það er gott að fá frí frá eigin hugsunum og það er gott að vera öruggur. Öryggið kemur þó ekki að sjálfu sér og sjaldnast er það alveg upp á tíu. Öryggið þarf nefnilega að hugsa aftur og aftur og það spyr hvorki um stað né stund þar sem hættan getur bankað upp á hvenær sem er og hvar sem er. Öryggið er hringur sem hefur hvorki byrjun né endi en við getum verið skrefinu á undan og unnið með örygginu og þar með aukið það. Breyttur bíll – húsbíll – tjaldvagn – fellihýsi – hjólhýsi – sumarbústaður – hótel – tjald? Um liðna helgi áttu sér stað tveir hjólhýsabrunar. Sem betur fer sakaði engan og því mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið og læra af þessum brunum, átta okkur á því hve raunveruleg hættan er þegar ferðavagnar eiga í hlut. Við getum gert betur og því vil ég hvetja alla til þess að bæta brunavörnum á tjékklistann áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hvort sem ferðinni er heitið á næsta tjaldsvæði, í notalegan sumarbústaðinn eða nýjasta hótelið þarf að huga að brunavörnum. Hvort sem þú kemst ferðar þinnar á breyttum bíl, húsbíl eða smábíl þarf að huga að brunavörnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að huga vel að öllum gas- og rafmagnstengingum sem kunna að vera til staðar í ferðavögnum sérstaklega. Eldklár ferðaráð Slökkvitæki skulu vera til staðar í öllum breyttum bílum, húsbílum og ferðavögnum. Hlaðið og yfirfarið slökkvitæki árlega hið minnsta. Reykskynjarar og gasskynjarar eru frábærir ferðafélagar. Sömu reglur gilda um brunavarnir heimilanna og í bústöðum. Kynnið ykkur flóttaleiðir og gerið flóttaáætlun. Verið á varðbergi gagnvart gróðureldum. Staðsetjið hvorki hefðbundin grill, ferðagrill né einnota grill of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum eða gróðri. Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður. Góð regla er að skrúfa fyrir gaskúta áður en lagt er af stað. Sama á við um rafmagnstengingar – mikilvægt er að yfirfara þær og skorða vel. Farið almennt varlega með opinn eld. Ef eldur kemur upp, hringið strax í 112. Ekki leyfa eldhættunni að skyggja á sólina, gleðina og fríið. Vertu skrefinu á undan með okkur í sumar og bættu brunavörnum á tjékklistann! Fleiri góð ráð má finna á vertueldklar.is. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjaldsvæði Ferðalög Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. En áður en heimilið er yfirgefið er að mörgu að huga. Lokaði ég öllum gluggum? Læsti ég geymslunni? Var sléttujárnið nokkuð í sambandi? Hvað með spjaldtölvuna í herbergi dætra minna, var hún í hleðslu? Síðan þegar brunað er af stað úr bænum leitar hugurinn gjarnan í „hverju gleymdi ég, ég gleymdi einhverju ég veit það – en hverju?“ Þessi hugsun hverfur síðan við fyrsta strangheiðarlega bensínstöðvar kaffibollann. Það er gott að fá frí frá eigin hugsunum og það er gott að vera öruggur. Öryggið kemur þó ekki að sjálfu sér og sjaldnast er það alveg upp á tíu. Öryggið þarf nefnilega að hugsa aftur og aftur og það spyr hvorki um stað né stund þar sem hættan getur bankað upp á hvenær sem er og hvar sem er. Öryggið er hringur sem hefur hvorki byrjun né endi en við getum verið skrefinu á undan og unnið með örygginu og þar með aukið það. Breyttur bíll – húsbíll – tjaldvagn – fellihýsi – hjólhýsi – sumarbústaður – hótel – tjald? Um liðna helgi áttu sér stað tveir hjólhýsabrunar. Sem betur fer sakaði engan og því mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið og læra af þessum brunum, átta okkur á því hve raunveruleg hættan er þegar ferðavagnar eiga í hlut. Við getum gert betur og því vil ég hvetja alla til þess að bæta brunavörnum á tjékklistann áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hvort sem ferðinni er heitið á næsta tjaldsvæði, í notalegan sumarbústaðinn eða nýjasta hótelið þarf að huga að brunavörnum. Hvort sem þú kemst ferðar þinnar á breyttum bíl, húsbíl eða smábíl þarf að huga að brunavörnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að huga vel að öllum gas- og rafmagnstengingum sem kunna að vera til staðar í ferðavögnum sérstaklega. Eldklár ferðaráð Slökkvitæki skulu vera til staðar í öllum breyttum bílum, húsbílum og ferðavögnum. Hlaðið og yfirfarið slökkvitæki árlega hið minnsta. Reykskynjarar og gasskynjarar eru frábærir ferðafélagar. Sömu reglur gilda um brunavarnir heimilanna og í bústöðum. Kynnið ykkur flóttaleiðir og gerið flóttaáætlun. Verið á varðbergi gagnvart gróðureldum. Staðsetjið hvorki hefðbundin grill, ferðagrill né einnota grill of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum eða gróðri. Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður. Góð regla er að skrúfa fyrir gaskúta áður en lagt er af stað. Sama á við um rafmagnstengingar – mikilvægt er að yfirfara þær og skorða vel. Farið almennt varlega með opinn eld. Ef eldur kemur upp, hringið strax í 112. Ekki leyfa eldhættunni að skyggja á sólina, gleðina og fríið. Vertu skrefinu á undan með okkur í sumar og bættu brunavörnum á tjékklistann! Fleiri góð ráð má finna á vertueldklar.is. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir Skoðun