Fjölbreytt atvinnulíf gerir samfélög betri Jódís Skúladóttir skrifar 13. júlí 2021 15:30 Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun