Fjölbreytt atvinnulíf gerir samfélög betri Jódís Skúladóttir skrifar 13. júlí 2021 15:30 Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Fjölbreytt atvinnulíf hefur alltaf verið eitt af stefnumálum Vinstri grænna. Við höfum talað gegn því að setja öll eggin í sömu körfuna. Ég trúi því að í hinum dreifðu og stundum brothættu byggðum sé forsenda uppbyggingar alltaf sú að innviðir séu með þeim hætti að fólk vilji búa á staðnum. Til þess að svo megi verða þarf gott aðgengi að allri þjónustu s.s. menntun á öllum skólastigum, húsnæði, heilbrigðisþjónustu og menningu. Fólk er í eðli sínu skapandi og með því að tryggja íbúum öryggi og stuðning sköpum við líka frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf sem er byggt upp á sjálfbærri nýtingu auðlinda þjóðarinnar hvort sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða ferðaþjónustu. Þá sjáum við aukningu í nýsköpun og rannsóknum, menningu og listum og svo þau fjölmörgu og fjölbreyttu störf sem felast í þjónustu við mannlegt samfélag. Það sem við gerum fyrir nærsamfélagið skilar sér margfalt til baka. Árið 1911 risu fyrstu síldarverksmiðjurnar á Siglufirði, uppgangurinn var gríðarlegur og fór verðmæti síldarafurða upp í 35% af heildarútflutningstekjum Íslendinga þegar best lét. En svipull er sjávarafli og um 1969 hvarf síldarstofninn vegna offveiða. Afleiðingarnar urðu áfall í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sem tók langan tíma að vinda ofan af. Þetta höfum við svo séð gerast aftur og aftur í íslensku atvinnulífi. Síldin, loðnan, þorskurinn. En það er ekki bara sjávarútvegurinn og viðkvæmt samspil nýtingar og stöðu fiskistofna sem hafa reynst atvinnulífinu snúinn. Ferðaþjónustan var orðin mjög umsvifamikil fyrir heimsfaraldur og tímabundið hrun í þeim geira hefur haft miklar og þungar afleiðingar fyrir fyrirtæki um land allt. Þó að það horfi nú til betri vegar var skellurinn fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein áminning um nauðsyn þess að atvinnulífið byggi á fjölbreyttum stoðum. Því megum við aldrei gleyma. VG hefur lagt á það áherslu að fjölbreytt atvinnulíf geti þrifist um allt land í sátt við náttúru og umhverfi. Við viljum tryggja að í hinum dreifðu byggðum séu til staðar þær forsendur sem þarf fyrir atvinnusköpun. Innviðir og stuðningskerfi eiga að tryggja öllum jöfn tækifæri til atvinnusköpunar. Þannig hafa lög um jöfnun flutningskostnaðar falið í sér mikilvægan stuðning við framleiðendur, ekki síður en við verslun og neytendur á landsbyggðinni, þó að vissulega þurfi að ganga mun lengra. Við þurfum jöfuð óháð búsetu. Þetta eru ekki orði tóm eins og aðgerðir ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur sanna. Öflugar styrkveitingar til verkefna í matvælaframleiðslu í gegnum matvælasjóð. Stórsókn í nýsköpun, eða 73% aukning á kjörtímabilinu. Ábyrgur og stöðugur stuðningur við ferðaþjónustuna t.d í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða og landsáætlun um uppbyggingu ferðamannastaða. Afkomutengd veiðigjöld með 33% hlutfalli af hagnaði af veiðum. Svona mætti lengi telja en stóra málið er að með VG í forystu tryggjum við að unnið sé af heilindum að fjölbreyttu atvinnulífi með það að markmiði að byggja upp gott og fjölbreytt samfélag um land allt. Við höfum gert vel og við ætlum að gera enn betur. Höfundur er lögfræðingur, sveitastjórnarfulltrúi í Múlaþingi og skipar þriðja sæti á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun