Flugbáturinn flaug hringi yfir öflugum gosstrókum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2021 12:36 Grumman Goose-flugbáturinn lentur á Hellu eftir útsýnisflug yfir eldgosið. Hann var smíðaður árið 1945 fyrir bandaríska sjóherinn. Matthías Sveinbjörnsson Bandaríski Grumman Goose-stríðsáraflugbáturinn, sem kominn er til landsins vegna flughátíðar á Hellu, flaug hringi yfir eldstöðinni í Fagradalsfjalli um ellefuleytið í morgun á leið sinni frá Keflavíkurflugvelli til Helluflugvallar. Flugferill Grumman-flugbátsins N642 yfir Reykjanesskaga.Flightradar24 Svo vel vildi til að einmitt á þeirri stundu var talsverður kraftur í gígnum. Þriggja manna áhöfn flugbátsins hefur væntanlega fengið magnaða sýn á gosið sem sendi frá sér gosstróka hátt yfir gígbarmana. Gosstrókanir um ellefuleytið í morgun um það leyti sem flugbáturinn sveimaði yfir eldstöðinni.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Áhöfn flugbátsins hafði ætlað sér að fljúga til Hellu í gær en neyddist til að bíða af sér lága skýjahæð í Keflavík sem hamlaði sjónflugi. Í morgun rofaði svo til og fór flugbáturinn í loftið laust fyrir klukkan ellefu. Eftir flugtak var stefnan tekin beint á eldstöðina og tóku flugmennirnir þar tvo hringi lágt yfir gosinu, í 700 til 1.100 feta hæð, áður en flogið var áfram til Rangárvalla. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á uppsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Þegar komið var yfir hátíðarsvæðið á Helluflugvelli tóku flugmennirnir aukahring áður en lent var laust fyrir klukkan hálftólf. Þar verður báturinn til sýnis í dag. Af öðrum dagskrárliðum í dag má nefna listflugskeppni og sýningu kanadíska listflugmannsins Luke Penner. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið. Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Rangárþing ytra Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27 Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Flugferill Grumman-flugbátsins N642 yfir Reykjanesskaga.Flightradar24 Svo vel vildi til að einmitt á þeirri stundu var talsverður kraftur í gígnum. Þriggja manna áhöfn flugbátsins hefur væntanlega fengið magnaða sýn á gosið sem sendi frá sér gosstróka hátt yfir gígbarmana. Gosstrókanir um ellefuleytið í morgun um það leyti sem flugbáturinn sveimaði yfir eldstöðinni.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Áhöfn flugbátsins hafði ætlað sér að fljúga til Hellu í gær en neyddist til að bíða af sér lága skýjahæð í Keflavík sem hamlaði sjónflugi. Í morgun rofaði svo til og fór flugbáturinn í loftið laust fyrir klukkan ellefu. Eftir flugtak var stefnan tekin beint á eldstöðina og tóku flugmennirnir þar tvo hringi lágt yfir gosinu, í 700 til 1.100 feta hæð, áður en flogið var áfram til Rangárvalla. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á uppsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Þegar komið var yfir hátíðarsvæðið á Helluflugvelli tóku flugmennirnir aukahring áður en lent var laust fyrir klukkan hálftólf. Þar verður báturinn til sýnis í dag. Af öðrum dagskrárliðum í dag má nefna listflugskeppni og sýningu kanadíska listflugmannsins Luke Penner. Þá er von á kanadískri P-3 Orion kafbátaleitarflugvél í lágflugi yfir svæðið.
Fréttir af flugi Eldgos í Fagradalsfjalli Rangárþing ytra Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27 Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Sjá meira
Grumman flugbátur á leið á flughátíð á Hellu Bandarískur flugbátur frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar af gerðinni Grumman Goose er væntanlegur á flughátíðina Allt sem flýgur, sem stendur yfir á Helluflugvelli. Þar verður flugbáturinn til sýnis á morgun, laugardag, en honum var flogið sérstaklega til Íslands frá Seattle til að taka þátt í hátíðinni. 9. júlí 2021 16:27
Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. 7. júlí 2020 21:06