Fjórar maurategundir taldar hafa náð fótfestu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2021 10:21 Af tæplega tuttugu maurategundum sem hafa fundist á íslandi eru fjórar taldar hafa náð fótfestu. Getty Vísbendingar eru um að fjórar tegundir maura hafi náð fótfestu hér á landi. Það er af þeim tæplega tuttugu tegundum maura sem hafa fundist á Íslandi. Maurategundirnar fjórar eru húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr. Dýr Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýju svari á Vísindavefnum sem birt var í dag. Þar er sömuleiðis farið nánar yfir þessar maurategundir. Húsamaur kemur frá svæðum sunnan Sahara-eyðimerkurinnar og finnst hann í Evrópu aðallega í upphituðum húsum og í moltuhaugum. Þeir byggja bú undir gólfum og við lagnir þar sem hitastig er stöðugt og raki mikill. Vinnumaurarnir og drottningar eru um þrír millimetrar að lengd en drottningarnar eru dekkri og oft með vængi. Þær yfirgefa búin og fljúga af stað en vinnumaurarnir yfirgefa búin sjaldan. Húsamaurarnir hafa lítinn brodd á afturbolnum sem þeir nota við veiðar. Þeir nærast aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem silfurskottum og mordýrum. Blökkumaurinn er upprunalega frá Evrasíu en hefur breitt úr sér víða um heim. Þeir þola fjölbreytt loftslag en hér á landi eru þeir sagðir byggja bú sín undir hellum og steinum eða í jörð við grunna upphitaðra bygginga. Vinnumaurarnir eru dökkir og þriggja til fimm millimetra langir en drottningar allt að sentímetri. Í hverju búi er einungis ein drottning en erlendis geta verið um sextíu þúsund vinnumaurar í búum. Þeir yrkja stundum blaðlýs í búum þeirra, verja þær frá rándýrum og fá í staðinn sykurríkan úrgang þeirra. Í svarinu á Vísindavefnum segir að faraómaurar séu taldir koma upprunalega úr frumskógum Suður-Asíu. Þeir hafi borist til Evrópu á fyrri hluta 19. aldar. Þeir grafa ekki bú en koma sér fyrir í tómarúmum sem þeir finna, eins og á bakvið innstungur, undir gluggakistum og í veggjum. Vinnumaurarnir eru gulbrúnir og um tveir millimetrar að lengd .Drottningarnar eru um fjórir millimetrar en margar slíkar geta verið í hverju búi. „Faraómaurar mynda stundum gríðarlega stór bú sem geta haft allt að 2000 drottningar og mörg þúsund vinnumaura. Sérstaklega varhugavert er ef faraómaurar hreiðra um sig á spítölum, þar sem þeir geta borið sýkla sem eru hættulegir sjúklingum, til dæmis bakteríur eins og salmonellu og streptókokka. Þeir fundust einmitt á Landspítalanum árið 2014 en var snarlega útrýmt,“ segir í svari Vísindavefsins. Síðasta maurategundin sem talin er hafa náð fótfestu á Íslandi er draugamaur. Ekki er vitað hvaðan þeir koma upprunalega en þeir eru mjög útbreiddir í heiminum. Bú draugamaurs þarfnast mikils raka og eru þau oft byggð á Íslandi undir blómapottum og undir gluggakistum. Vinnumaurarnir eru 1,3 til 1,5 millimetrar að lengd en draugamaurinn er sá minnsti sem fundist hefur hér á landi. Búkur þeirra er gegnsær en höfuðið dökkt. Margar drottningar eru í búum draugamaura og oft þúsundir vinnumaura. Þeir nærast helst á sykraðri fæðu eins og leifum gosdrykkja en veiða einnig önnur skordýr.
Dýr Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira