Vilja banna hopp um helgar: „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2021 21:00 Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. VÍSIR Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við um helgina segjast langþreyttir á óhöppum af völdum ölvaðs fólks á rafhlaupahjólum. Þeir telja nauðsynlegt að banna leigu á hlaupahjólunum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri. Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hugmyndir hafa komið fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar til að forðast slys vegna ölvunar. Fréttastofa ræddi við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins um helgina sem gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. Leigubílstjórar sem fréttastofa ræddi við taka ekki í sama streng og segja bann nauðsynlegt. „Ekki spursmál. Það á að banna þetta algjörlega um helgar. Þið þurfið ekki að stoppa lengi til þess að sjá drukkna einstaklinga. Það eru nýfarnir þrír fram hjá, vel drukknir,“ sagði Rúnar Jónsson, leigubílstjóri. „Hraðinn á þessu er líka svo mikill. Maður kemur keyrandi inn á Laugaveginn af hliðargötu og keyrir rólega og varlega en ætlar að gefa í og þá kemur einhver úr þvögunni og beint fyrir bílinn,“ sagði leigubílstjóri. Líkt og áður segir segja eru fulltrúar næturlífsins á einu máli: Hugmyndin er af og frá. Bannið flugvélar, bíla, áfengi, hesta, hvað sem er, en ekki rafhlaupahjólin. Fram hefur komið að síðasta sumar leitaði að meðaltali 1,6 á bráðamóttöku vegna slysa á rafhlaupahjóli á degi hverjum sem samsvarar um ellefu á viku. Margir sem slösuðust voru undir áhrifum áfengis. Leigubílstjóri segir ljóst að margir ferðist á rafhlaupahjólum heim af djamminu. Stuttu ferðirnar farnar Eftir að þessi hjól komu til sögunnar, finnst þér færri taka leigubíl? „Það er vel merkjanlegur munur já. Stuttu ferðirnar okkar eru farnar út,“ sagði leigubílstjóri. Þeir segja mikið um tjón á bílum af völdum rafhlaupahjóla um helgar. „Dauðadrukkið fólk er í sí og æ að keyra fyrir mann. Það eru tveir leigubílstjórar sem hafa orðið fyrir stórtjóni út af dauðadrukknu fólki á svona hjólum,“ sagði Rúnar. „Fólk situr uppi með 270 þúsund króna tjón á hurð. Þú kemst yfirleitt ekki lægra en 170 þúsund með beyglu og sprautun þannig að sumir eru mjög reiðir yfir þessu,“ sagði leigubílstjóri.
Rafhlaupahjól Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37