Fjöldi barna í risastórum hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason og Atli Ísleifsson skrifa 1. júlí 2021 14:28 Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri. Vísir/Lillý Fjöldi barna var í risastórum hoppukastala sem tókst á loft við Skautahöllina við Naustaveg á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Sex voru flutt til skoðunar á sjúkrahús á Akureyri og eitt með sjúkraflugi suður til Reykjavíkur. Hópslysaáætlun almannavarna og samhæfingarmiðstöð voru virkjaðar og allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs í öllum Eyjafirði sent á staðinn. Töluvert hvassviðri er á Akureyri þótt heitt sé í veðri. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að tiltölulega fá börn hafi slasast. Meiðsli hinna slösuðu séu minniháttar. Eitt barn hafi verið flutt á börum á sjúkrahús. Hann segir 108 börn hafa verið í kastalanum. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að sú talning standist ekki. 47 krakkar hafi verið tékkaðir inn í hollið klukkan 14 og 16 bæst við klukkan 15. Því hafi fjöldinn verið 63 samanlagt. Nánar er rætt við Gunnar hér að neðan sem axlar alla ábyrgð á slysinu. Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið. Hann er nýkominn norður en hefur verið staðsettur við Perluna í Öskjuhlíð. Lögregla hefur óskað eftir næði á slysstað til að athafna sig og hefur aðgangi að svæðinu verið lokað. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Mikill fjöldi á Akureyri Fjöldi foreldra og barna eru á svæðinu en N1-mótið á Akureyri, þar sem ellefu og tólf ára drengir keppa í fótbolta, stendur yfir. Þátttakendur eru á þriðja þúsund auk foreldra og fylgdarmanna. Margir drengir á svæðinu eru klæddir í keppnisboli liða sinna og má sjá hópa hér og þar við slysstað af drengjum úr ólíkum liðum ásamt foreldrum að fylgjast með vinnu viðbragðsaðila. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri.Vísir/Lillý Nýjustu vendingar má sjá í vaktinni að neðan.
Hópslysaáætlun almannavarna og samhæfingarmiðstöð voru virkjaðar og allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðs í öllum Eyjafirði sent á staðinn. Töluvert hvassviðri er á Akureyri þótt heitt sé í veðri. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, segir að tiltölulega fá börn hafi slasast. Meiðsli hinna slösuðu séu minniháttar. Eitt barn hafi verið flutt á börum á sjúkrahús. Hann segir 108 börn hafa verið í kastalanum. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar, segir að sú talning standist ekki. 47 krakkar hafi verið tékkaðir inn í hollið klukkan 14 og 16 bæst við klukkan 15. Því hafi fjöldinn verið 63 samanlagt. Nánar er rætt við Gunnar hér að neðan sem axlar alla ábyrgð á slysinu. Hoppukastalinn gengur undir nafninu Skrímslið. Hann er nýkominn norður en hefur verið staðsettur við Perluna í Öskjuhlíð. Lögregla hefur óskað eftir næði á slysstað til að athafna sig og hefur aðgangi að svæðinu verið lokað. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í Skautahöllinni þar sem Rauði krossinn sinnir áfallahjálp. Aðstandendum er vísað þangað. Mikill fjöldi á Akureyri Fjöldi foreldra og barna eru á svæðinu en N1-mótið á Akureyri, þar sem ellefu og tólf ára drengir keppa í fótbolta, stendur yfir. Þátttakendur eru á þriðja þúsund auk foreldra og fylgdarmanna. Margir drengir á svæðinu eru klæddir í keppnisboli liða sinna og má sjá hópa hér og þar við slysstað af drengjum úr ólíkum liðum ásamt foreldrum að fylgjast með vinnu viðbragðsaðila. Slysið varð á þriðja tímanum í dag á Akureyri.Vísir/Lillý Nýjustu vendingar má sjá í vaktinni að neðan.
Akureyri Almannavarnir Lögreglumál Slökkvilið Björgunarsveitir Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira