900 milljóna gjaldþrot umdeildrar bílaleigu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2021 11:43 Green Motion uppfærði bílaflotann sinn árið 2016 og við það tækifæri var þessi mynd tekin. Greenmotion.com Skiptum er lokið í þrotabúi Grunda ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota í júní í fyrra. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu 898 milljónum króna. Greint er frá skiptalokunum í Lögbirtingablaðinu í dag. Grundir ehf komust í fréttirnar í febrúar 2019 þegar umfjöllun um bílaleigur sem breyttu kílómetramælum sínum var í hámæli. Meðal annars var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ein bílaleiga sem rataði í fréttirnar var Green Motion en Grundir ehf. var rekstrarfélag bílaleigunnar. Rúnar Laufar Ólafsson, framkvæmdastjóri Green Motion, sagði í samtali við Mbl.is í febrúar 2019 að hann ætlaði ekkert að tjá sig um ásakanir þess efnis að bílaleigan hefði sjálf átt við mælana. Kaupendur væru þó alltaf upplýstir ef átt hefði verið við mælana. Dæmi voru um að kílómetrafjöldi lækkaði um yfir eitt hundrað þúsund kílómetra á milli ára. Þá fjallaði DV um slæman vitnisburð viðskiptavina Green Motion á neytendasíðum. Frásagnir viðskiptavina lutu margar að meintu tryggingasvindli með þeim hætti að viðskiptavinir væru því sem næst þvingaðir til að kaupa kostnaðarsama tryggingu frá bílaleigunni óháð ferðatryggingu viðkomandi. Þá voru bílarnir sagðir í misjöfnu ástandi, margir óhreinir að innan sem utan og hjólbarðar slitnir svo hætta gæti skapast af. Green Motion á Íslandi brást við með yfirlýsingu og sagði einblínt á að veita bestu mögulegu þjónustu og fylgja reglum sem settar væru af Green Motion International. Procar Bílaleigur Gjaldþrot Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Greint er frá skiptalokunum í Lögbirtingablaðinu í dag. Grundir ehf komust í fréttirnar í febrúar 2019 þegar umfjöllun um bílaleigur sem breyttu kílómetramælum sínum var í hámæli. Meðal annars var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ein bílaleiga sem rataði í fréttirnar var Green Motion en Grundir ehf. var rekstrarfélag bílaleigunnar. Rúnar Laufar Ólafsson, framkvæmdastjóri Green Motion, sagði í samtali við Mbl.is í febrúar 2019 að hann ætlaði ekkert að tjá sig um ásakanir þess efnis að bílaleigan hefði sjálf átt við mælana. Kaupendur væru þó alltaf upplýstir ef átt hefði verið við mælana. Dæmi voru um að kílómetrafjöldi lækkaði um yfir eitt hundrað þúsund kílómetra á milli ára. Þá fjallaði DV um slæman vitnisburð viðskiptavina Green Motion á neytendasíðum. Frásagnir viðskiptavina lutu margar að meintu tryggingasvindli með þeim hætti að viðskiptavinir væru því sem næst þvingaðir til að kaupa kostnaðarsama tryggingu frá bílaleigunni óháð ferðatryggingu viðkomandi. Þá voru bílarnir sagðir í misjöfnu ástandi, margir óhreinir að innan sem utan og hjólbarðar slitnir svo hætta gæti skapast af. Green Motion á Íslandi brást við með yfirlýsingu og sagði einblínt á að veita bestu mögulegu þjónustu og fylgja reglum sem settar væru af Green Motion International.
Procar Bílaleigur Gjaldþrot Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira