Ríkið veit ekki alltaf best Agla Eir Vilhjálmsdóttir og Heiðrún Björk Gísladóttir skrifa 28. júní 2021 08:00 Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt. Blessunarlega er það mögulegt með því að veita öðrum umboð til þess fyrir sig og þökk sé tæknilausnum nútímans er hægt að sjá um lyfjakaup á sófanum heima. Þannig geta til að mynda aldraðir foreldrar fengið börn sín til að panta lyf fyrir sig í gegnum netforrit og fengið þau heimsend innan klukkustundar. Slík þægindi voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum og er tilefni til að fagna framförum sem einfalda líf okkar. Nú vilja stjórnvöld koma í veg fyrir þessi þægindi. Taki fyrirhuguð reglugerð heilbrigðisráðherra gildi verður einstaklingum ómögulegt að fá upplýsingar um lyfjaávísanir annars einstaklings án þess að sérfræðilæknir hafi vottað um veikindi eða fötlun hans. Þannig verður það erfiðleikum háð að annast lyfjakaup fyrir aðra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða lyf læknir hefur ávísað viðkomandi. Þá er komið í veg fyrir, að upplýsingar um lyf séu veittar með rafrænum hætti og þannig lokað á þann möguleika að annast lyfjakaup fyrir aðra með tæknilausnum sem þegar standa til boða. Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en gagn. Í þessu tilfelli ætla stjórnvöld að banna einstaklingum að veita öðrum umboð til að sjá upplýsingar um lyf og annast lyfjakaup fyrir sig með einföldum og öruggum hætti. Þetta mun að óbreyttu gerast þrátt fyrir að í dag séu umboð undirrituð með rafrænum skilríkjum og tæknilausnir tryggðar með sama hætti. Jafnframt er persónuskilríkja krafist við afhendingu og því ekki að sjá að öryggið skorti. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti einstaklingum eftir sjálfsagt frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf. Þær hindranir sem lagðar eru til í fyrirliggjandi reglugerð takmarka lífsgæði borgaranna og leggja stein í götu nýsköpunar í lyfsölu. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að nýsköpun vaxi og dafni. Snjallverslun er framtíðin í lyfsölu sem og öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að treysta fólki og koma ekki í veg fyrir nauðsynlega framþróun að óþörfu. Ríkið veit nefnilega ekki alltaf best. Agla Eir er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Heiðrún Björk er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Lyf Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Gildar ástæður geta verið fyrir því að fela öðrum að annast lyfjakaup sín. Í sumum tilfellum er það beinlínis nauðsynlegt. Blessunarlega er það mögulegt með því að veita öðrum umboð til þess fyrir sig og þökk sé tæknilausnum nútímans er hægt að sjá um lyfjakaup á sófanum heima. Þannig geta til að mynda aldraðir foreldrar fengið börn sín til að panta lyf fyrir sig í gegnum netforrit og fengið þau heimsend innan klukkustundar. Slík þægindi voru ekki fyrir hendi fyrir nokkrum árum og er tilefni til að fagna framförum sem einfalda líf okkar. Nú vilja stjórnvöld koma í veg fyrir þessi þægindi. Taki fyrirhuguð reglugerð heilbrigðisráðherra gildi verður einstaklingum ómögulegt að fá upplýsingar um lyfjaávísanir annars einstaklings án þess að sérfræðilæknir hafi vottað um veikindi eða fötlun hans. Þannig verður það erfiðleikum háð að annast lyfjakaup fyrir aðra þegar ekki liggja fyrir upplýsingar um hvaða lyf læknir hefur ávísað viðkomandi. Þá er komið í veg fyrir, að upplýsingar um lyf séu veittar með rafrænum hætti og þannig lokað á þann möguleika að annast lyfjakaup fyrir aðra með tæknilausnum sem þegar standa til boða. Ákvarðanir sem hið opinbera tekur fyrir hönd borgaranna geta gert meira ógagn en gagn. Í þessu tilfelli ætla stjórnvöld að banna einstaklingum að veita öðrum umboð til að sjá upplýsingar um lyf og annast lyfjakaup fyrir sig með einföldum og öruggum hætti. Þetta mun að óbreyttu gerast þrátt fyrir að í dag séu umboð undirrituð með rafrænum skilríkjum og tæknilausnir tryggðar með sama hætti. Jafnframt er persónuskilríkja krafist við afhendingu og því ekki að sjá að öryggið skorti. Það er mikilvægt að stjórnvöld láti einstaklingum eftir sjálfsagt frelsi til að taka ákvarðanir um eigið líf. Þær hindranir sem lagðar eru til í fyrirliggjandi reglugerð takmarka lífsgæði borgaranna og leggja stein í götu nýsköpunar í lyfsölu. Heilbrigðiskerfið þarf á því að halda að nýsköpun vaxi og dafni. Snjallverslun er framtíðin í lyfsölu sem og öðrum atvinnugreinum. Stjórnvöld verða að treysta fólki og koma ekki í veg fyrir nauðsynlega framþróun að óþörfu. Ríkið veit nefnilega ekki alltaf best. Agla Eir er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og Heiðrún Björk er verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun