Hrottaleg hópslagsmál í miðbænum í nótt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. júní 2021 14:59 Hópslagsmálin brutust út um klukkan korter í fimm í nótt. skjáskot/elfgrimetiktothetok Hópslagsmál brutust út meðal ungra pilta í miðbænum í nótt. Myndband af atvikinu hefur gengið um samfélagsmiðla og vakið óhug. Það má sjá í færslu hér að neðan í fréttinni. Álfgrímur Aðalsteinsson var á leið heim af skemmtanalífinu í nótt en skemmtistaðir í bænum eru nýfarnir að mega hafa opið til klukkan fjögur eftir að allar samkomutakmarkanir voru felldar niður. Þegar hann gekk niður að Lækjartorgi blasti hins vegar við honum óskemmtileg sjón líkt og öðrum vegfarendum miðbæjarins klukkan að verða korter í fimm í nótt. Sparka í höfuð liggjandi manns Þar höfðu brotist út hópslagsmál milli um fimm til sjö ungra pilta og má sjá að þrír þeirra ganga þar harðast fram, berja tvo niður í götuna og sparka meðal annars í höfuð annars þeirra á meðan hann liggur í götunni. Vegfarendum var greinilega mjög brugðið við þetta en Álfgrími tókst að mynda hluta slagsmálanna. Hann hefur sent myndbandið á lögregluna í gegn um Facebook, sem hefur enn ekki svarað honum. Vísir náði ekki tali af lögreglunni við gerð fréttarinnar. Hópslagsmálanna er hvergi getið í daglegri fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun. Myndbandið birti Álfgrímur einnig á samfélagsmiðlinum TikTok en hann heldur úti afar vinsælli síðu þar. Myndbandið má sjá hér: @elfgrimetiktothetok uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur?? #hvaðerigangi original sound - elfgrime Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Álfgrímur Aðalsteinsson var á leið heim af skemmtanalífinu í nótt en skemmtistaðir í bænum eru nýfarnir að mega hafa opið til klukkan fjögur eftir að allar samkomutakmarkanir voru felldar niður. Þegar hann gekk niður að Lækjartorgi blasti hins vegar við honum óskemmtileg sjón líkt og öðrum vegfarendum miðbæjarins klukkan að verða korter í fimm í nótt. Sparka í höfuð liggjandi manns Þar höfðu brotist út hópslagsmál milli um fimm til sjö ungra pilta og má sjá að þrír þeirra ganga þar harðast fram, berja tvo niður í götuna og sparka meðal annars í höfuð annars þeirra á meðan hann liggur í götunni. Vegfarendum var greinilega mjög brugðið við þetta en Álfgrími tókst að mynda hluta slagsmálanna. Hann hefur sent myndbandið á lögregluna í gegn um Facebook, sem hefur enn ekki svarað honum. Vísir náði ekki tali af lögreglunni við gerð fréttarinnar. Hópslagsmálanna er hvergi getið í daglegri fréttatilkynningu sem lögregla sendi frá sér í morgun. Myndbandið birti Álfgrímur einnig á samfélagsmiðlinum TikTok en hann heldur úti afar vinsælli síðu þar. Myndbandið má sjá hér: @elfgrimetiktothetok uuu ókei kannski ekki svo góð hugmynd að djammið sé komið aftur?? #hvaðerigangi original sound - elfgrime
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira