Að sannreyna traust Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 25. júní 2021 10:31 Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Heilbrigðisþjónusta er og verður alltaf persónuleg þjónusta. Þess vegna er traust grundvöllur hennar. Til þess að skapa skilning á þörfum sjúklinga verða þeir að taka stöðu sína og vera með í umbótum. Þjáningarnar þeirra eiga erindi en það þarf hugrekki til að tjá sig um það. Það er ekki á allra færi. Því fleiri sem láta í sér heyra því mikilvægari verður reynsla þeirra. Öryggismenningin umrædda breytist ekki með því að stjórnendur og embættismenn haldi fundi, skrifi skýrslur eða sæki námskeið erlendis. Það má vera að menningin innan þessa hóps breytist en hún nær aldrei þangað sem þjónustan er veitt, þangað sem samskipti starfsmanna og sjúklinga eiga sér stað. Líkur eru á að ríflega 600 manns verði fyrir skaða og 170 láti lífið árlega vegna mistaka á LSH og SAk samanlagt á hverju ári (haft eftir dr. Sigurði Guðmundssyni í Hörpu 3. september 2013). Kvörtum til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig Endurtekið koma upp mistakamál þar sem kerfið bregst við með ofsafenginni vörn. Hrópað er að ekki megi leita að sökudólgum eins og það sé það eina sem kemur upp í huga sjúklinga eftir óbætanlegan skaða eða andlát náinna ættingja. Menn eru hissa á allri reiðinni. Fáum stjórnendum dettur í hug að tilgangur kvartana í heilbrigðisþjónustu séu einmitt af góðum hug. Sá góði tilgangur er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði aðra. Almennt í gæðastarfi er tekið fagnandi á móti kvörtunum því þær gefa tækifæri til þess að gera betur. Nýlega fékk gæðadeild Krabbameinsfélagsins slæma útreið í áliti Embættis landlæknis en ætli það megi yfirfæra það mat á gæðadeild LSH eða fleiri heilbrigðisstofnana? Hvað ætli sé gert öðruvísi þar? Við getum tekið nokkur dæmi frá vetrinum sem er að líða um viðbrögð kerfisins. Nærtækast að nefna Krabbameinsfélagið og þann farsa sem fylgdi í kjölfarið við flutning skimana fyrir krabbameini hjá konum til annarra stofnana. Konur fréttu af málinu í fjölmiðlum. Síðan fengu yfir 200 konur bréf um að þær væru í þeim hópi sem mistökin náðu til. Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að skapa traust, það hefði átt að hringja í þær fyrst og senda síðan bréf. Tilkynningu um skaðleg mistök á aldrei að senda í bréfi nema viðtakandi eigi von á því fyrirfram og skilji ástæðu bréfsins. Sem betur fer reis upp hópur kvenna og mótmælti breytingum sem eru ekki til þess fallnar að skapa öryggi. Þá fyrst fengu ráðmenn þá hugmynd að ef til vill væri hægt að gera betur og sníða þjónustuna betur að þörfum hópsins. Ég get tekið fleiri dæmi en ofarlega í huga mér er dómur Landsréttar í apríl 2020 en þar var LSH dæmt fyrir algjört áhugaleysi á að læra af mistökum. Sama kemur nú fram í áliti Embættis landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti sem stjórnendur spítalans vildu meina að hafi verið byggingunni að kenna. Ef áhuginn hefur breyst þarf að sýna það með gagnsæi en ekki fögrum yfirlýsingum. Gagnsæi er eini mælikvarðinn á traust. Ábyrgir neytendur heilbrigðisþjónustu Hvernig neytendur ætlum við að vera? Gagnrýnislausir þiggjendur ölmusu eða eftirlitsaðilar þjónustu sem við bogum fyrir af okkar eigin sjóðum? Eftirlitskerfið er hvergi nálægt þegar þú þarf á þjónustunni að halda. Þess vegna er mikilvægt að þú beitir þínu valdi til að skapa öryggismenninguna í rauntíma. Það getur þú til dæmis gert með því að lesa sjúkraskrána þína reglulega og kvarta þegar það á við. Nýttu tækifærið til að sannreyna traustið sem þú vilt hafa í heilbrigðisþjónustunni. Það er engin skömm að því að sína vantraust ef þú gefur viðkomandi tækifæri til að sýna að hann sé traustsins verður. Ekki bíða eftir að ráðamenn taki eftir. Þeir eru sjaldnast til staðar þegar heilbrigðisþjónustan er veitt og bera ekki ábyrgðina sem fagfólk ber. Treystum en sannreynum að það standi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Heilbrigðisþjónusta er og verður alltaf persónuleg þjónusta. Þess vegna er traust grundvöllur hennar. Til þess að skapa skilning á þörfum sjúklinga verða þeir að taka stöðu sína og vera með í umbótum. Þjáningarnar þeirra eiga erindi en það þarf hugrekki til að tjá sig um það. Það er ekki á allra færi. Því fleiri sem láta í sér heyra því mikilvægari verður reynsla þeirra. Öryggismenningin umrædda breytist ekki með því að stjórnendur og embættismenn haldi fundi, skrifi skýrslur eða sæki námskeið erlendis. Það má vera að menningin innan þessa hóps breytist en hún nær aldrei þangað sem þjónustan er veitt, þangað sem samskipti starfsmanna og sjúklinga eiga sér stað. Líkur eru á að ríflega 600 manns verði fyrir skaða og 170 láti lífið árlega vegna mistaka á LSH og SAk samanlagt á hverju ári (haft eftir dr. Sigurði Guðmundssyni í Hörpu 3. september 2013). Kvörtum til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig Endurtekið koma upp mistakamál þar sem kerfið bregst við með ofsafenginni vörn. Hrópað er að ekki megi leita að sökudólgum eins og það sé það eina sem kemur upp í huga sjúklinga eftir óbætanlegan skaða eða andlát náinna ættingja. Menn eru hissa á allri reiðinni. Fáum stjórnendum dettur í hug að tilgangur kvartana í heilbrigðisþjónustu séu einmitt af góðum hug. Sá góði tilgangur er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði aðra. Almennt í gæðastarfi er tekið fagnandi á móti kvörtunum því þær gefa tækifæri til þess að gera betur. Nýlega fékk gæðadeild Krabbameinsfélagsins slæma útreið í áliti Embættis landlæknis en ætli það megi yfirfæra það mat á gæðadeild LSH eða fleiri heilbrigðisstofnana? Hvað ætli sé gert öðruvísi þar? Við getum tekið nokkur dæmi frá vetrinum sem er að líða um viðbrögð kerfisins. Nærtækast að nefna Krabbameinsfélagið og þann farsa sem fylgdi í kjölfarið við flutning skimana fyrir krabbameini hjá konum til annarra stofnana. Konur fréttu af málinu í fjölmiðlum. Síðan fengu yfir 200 konur bréf um að þær væru í þeim hópi sem mistökin náðu til. Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að skapa traust, það hefði átt að hringja í þær fyrst og senda síðan bréf. Tilkynningu um skaðleg mistök á aldrei að senda í bréfi nema viðtakandi eigi von á því fyrirfram og skilji ástæðu bréfsins. Sem betur fer reis upp hópur kvenna og mótmælti breytingum sem eru ekki til þess fallnar að skapa öryggi. Þá fyrst fengu ráðmenn þá hugmynd að ef til vill væri hægt að gera betur og sníða þjónustuna betur að þörfum hópsins. Ég get tekið fleiri dæmi en ofarlega í huga mér er dómur Landsréttar í apríl 2020 en þar var LSH dæmt fyrir algjört áhugaleysi á að læra af mistökum. Sama kemur nú fram í áliti Embættis landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti sem stjórnendur spítalans vildu meina að hafi verið byggingunni að kenna. Ef áhuginn hefur breyst þarf að sýna það með gagnsæi en ekki fögrum yfirlýsingum. Gagnsæi er eini mælikvarðinn á traust. Ábyrgir neytendur heilbrigðisþjónustu Hvernig neytendur ætlum við að vera? Gagnrýnislausir þiggjendur ölmusu eða eftirlitsaðilar þjónustu sem við bogum fyrir af okkar eigin sjóðum? Eftirlitskerfið er hvergi nálægt þegar þú þarf á þjónustunni að halda. Þess vegna er mikilvægt að þú beitir þínu valdi til að skapa öryggismenninguna í rauntíma. Það getur þú til dæmis gert með því að lesa sjúkraskrána þína reglulega og kvarta þegar það á við. Nýttu tækifærið til að sannreyna traustið sem þú vilt hafa í heilbrigðisþjónustunni. Það er engin skömm að því að sína vantraust ef þú gefur viðkomandi tækifæri til að sýna að hann sé traustsins verður. Ekki bíða eftir að ráðamenn taki eftir. Þeir eru sjaldnast til staðar þegar heilbrigðisþjónustan er veitt og bera ekki ábyrgðina sem fagfólk ber. Treystum en sannreynum að það standi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun