Að sannreyna traust Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 25. júní 2021 10:31 Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Heilbrigðisþjónusta er og verður alltaf persónuleg þjónusta. Þess vegna er traust grundvöllur hennar. Til þess að skapa skilning á þörfum sjúklinga verða þeir að taka stöðu sína og vera með í umbótum. Þjáningarnar þeirra eiga erindi en það þarf hugrekki til að tjá sig um það. Það er ekki á allra færi. Því fleiri sem láta í sér heyra því mikilvægari verður reynsla þeirra. Öryggismenningin umrædda breytist ekki með því að stjórnendur og embættismenn haldi fundi, skrifi skýrslur eða sæki námskeið erlendis. Það má vera að menningin innan þessa hóps breytist en hún nær aldrei þangað sem þjónustan er veitt, þangað sem samskipti starfsmanna og sjúklinga eiga sér stað. Líkur eru á að ríflega 600 manns verði fyrir skaða og 170 láti lífið árlega vegna mistaka á LSH og SAk samanlagt á hverju ári (haft eftir dr. Sigurði Guðmundssyni í Hörpu 3. september 2013). Kvörtum til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig Endurtekið koma upp mistakamál þar sem kerfið bregst við með ofsafenginni vörn. Hrópað er að ekki megi leita að sökudólgum eins og það sé það eina sem kemur upp í huga sjúklinga eftir óbætanlegan skaða eða andlát náinna ættingja. Menn eru hissa á allri reiðinni. Fáum stjórnendum dettur í hug að tilgangur kvartana í heilbrigðisþjónustu séu einmitt af góðum hug. Sá góði tilgangur er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði aðra. Almennt í gæðastarfi er tekið fagnandi á móti kvörtunum því þær gefa tækifæri til þess að gera betur. Nýlega fékk gæðadeild Krabbameinsfélagsins slæma útreið í áliti Embættis landlæknis en ætli það megi yfirfæra það mat á gæðadeild LSH eða fleiri heilbrigðisstofnana? Hvað ætli sé gert öðruvísi þar? Við getum tekið nokkur dæmi frá vetrinum sem er að líða um viðbrögð kerfisins. Nærtækast að nefna Krabbameinsfélagið og þann farsa sem fylgdi í kjölfarið við flutning skimana fyrir krabbameini hjá konum til annarra stofnana. Konur fréttu af málinu í fjölmiðlum. Síðan fengu yfir 200 konur bréf um að þær væru í þeim hópi sem mistökin náðu til. Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að skapa traust, það hefði átt að hringja í þær fyrst og senda síðan bréf. Tilkynningu um skaðleg mistök á aldrei að senda í bréfi nema viðtakandi eigi von á því fyrirfram og skilji ástæðu bréfsins. Sem betur fer reis upp hópur kvenna og mótmælti breytingum sem eru ekki til þess fallnar að skapa öryggi. Þá fyrst fengu ráðmenn þá hugmynd að ef til vill væri hægt að gera betur og sníða þjónustuna betur að þörfum hópsins. Ég get tekið fleiri dæmi en ofarlega í huga mér er dómur Landsréttar í apríl 2020 en þar var LSH dæmt fyrir algjört áhugaleysi á að læra af mistökum. Sama kemur nú fram í áliti Embættis landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti sem stjórnendur spítalans vildu meina að hafi verið byggingunni að kenna. Ef áhuginn hefur breyst þarf að sýna það með gagnsæi en ekki fögrum yfirlýsingum. Gagnsæi er eini mælikvarðinn á traust. Ábyrgir neytendur heilbrigðisþjónustu Hvernig neytendur ætlum við að vera? Gagnrýnislausir þiggjendur ölmusu eða eftirlitsaðilar þjónustu sem við bogum fyrir af okkar eigin sjóðum? Eftirlitskerfið er hvergi nálægt þegar þú þarf á þjónustunni að halda. Þess vegna er mikilvægt að þú beitir þínu valdi til að skapa öryggismenninguna í rauntíma. Það getur þú til dæmis gert með því að lesa sjúkraskrána þína reglulega og kvarta þegar það á við. Nýttu tækifærið til að sannreyna traustið sem þú vilt hafa í heilbrigðisþjónustunni. Það er engin skömm að því að sína vantraust ef þú gefur viðkomandi tækifæri til að sýna að hann sé traustsins verður. Ekki bíða eftir að ráðamenn taki eftir. Þeir eru sjaldnast til staðar þegar heilbrigðisþjónustan er veitt og bera ekki ábyrgðina sem fagfólk ber. Treystum en sannreynum að það standi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök. Heilbrigðisþjónusta er og verður alltaf persónuleg þjónusta. Þess vegna er traust grundvöllur hennar. Til þess að skapa skilning á þörfum sjúklinga verða þeir að taka stöðu sína og vera með í umbótum. Þjáningarnar þeirra eiga erindi en það þarf hugrekki til að tjá sig um það. Það er ekki á allra færi. Því fleiri sem láta í sér heyra því mikilvægari verður reynsla þeirra. Öryggismenningin umrædda breytist ekki með því að stjórnendur og embættismenn haldi fundi, skrifi skýrslur eða sæki námskeið erlendis. Það má vera að menningin innan þessa hóps breytist en hún nær aldrei þangað sem þjónustan er veitt, þangað sem samskipti starfsmanna og sjúklinga eiga sér stað. Líkur eru á að ríflega 600 manns verði fyrir skaða og 170 láti lífið árlega vegna mistaka á LSH og SAk samanlagt á hverju ári (haft eftir dr. Sigurði Guðmundssyni í Hörpu 3. september 2013). Kvörtum til að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig Endurtekið koma upp mistakamál þar sem kerfið bregst við með ofsafenginni vörn. Hrópað er að ekki megi leita að sökudólgum eins og það sé það eina sem kemur upp í huga sjúklinga eftir óbætanlegan skaða eða andlát náinna ættingja. Menn eru hissa á allri reiðinni. Fáum stjórnendum dettur í hug að tilgangur kvartana í heilbrigðisþjónustu séu einmitt af góðum hug. Sá góði tilgangur er að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði aðra. Almennt í gæðastarfi er tekið fagnandi á móti kvörtunum því þær gefa tækifæri til þess að gera betur. Nýlega fékk gæðadeild Krabbameinsfélagsins slæma útreið í áliti Embættis landlæknis en ætli það megi yfirfæra það mat á gæðadeild LSH eða fleiri heilbrigðisstofnana? Hvað ætli sé gert öðruvísi þar? Við getum tekið nokkur dæmi frá vetrinum sem er að líða um viðbrögð kerfisins. Nærtækast að nefna Krabbameinsfélagið og þann farsa sem fylgdi í kjölfarið við flutning skimana fyrir krabbameini hjá konum til annarra stofnana. Konur fréttu af málinu í fjölmiðlum. Síðan fengu yfir 200 konur bréf um að þær væru í þeim hópi sem mistökin náðu til. Þarna fór gott tækifæri forgörðum til að skapa traust, það hefði átt að hringja í þær fyrst og senda síðan bréf. Tilkynningu um skaðleg mistök á aldrei að senda í bréfi nema viðtakandi eigi von á því fyrirfram og skilji ástæðu bréfsins. Sem betur fer reis upp hópur kvenna og mótmælti breytingum sem eru ekki til þess fallnar að skapa öryggi. Þá fyrst fengu ráðmenn þá hugmynd að ef til vill væri hægt að gera betur og sníða þjónustuna betur að þörfum hópsins. Ég get tekið fleiri dæmi en ofarlega í huga mér er dómur Landsréttar í apríl 2020 en þar var LSH dæmt fyrir algjört áhugaleysi á að læra af mistökum. Sama kemur nú fram í áliti Embættis landlæknis um hópsýkinguna á Landakoti sem stjórnendur spítalans vildu meina að hafi verið byggingunni að kenna. Ef áhuginn hefur breyst þarf að sýna það með gagnsæi en ekki fögrum yfirlýsingum. Gagnsæi er eini mælikvarðinn á traust. Ábyrgir neytendur heilbrigðisþjónustu Hvernig neytendur ætlum við að vera? Gagnrýnislausir þiggjendur ölmusu eða eftirlitsaðilar þjónustu sem við bogum fyrir af okkar eigin sjóðum? Eftirlitskerfið er hvergi nálægt þegar þú þarf á þjónustunni að halda. Þess vegna er mikilvægt að þú beitir þínu valdi til að skapa öryggismenninguna í rauntíma. Það getur þú til dæmis gert með því að lesa sjúkraskrána þína reglulega og kvarta þegar það á við. Nýttu tækifærið til að sannreyna traustið sem þú vilt hafa í heilbrigðisþjónustunni. Það er engin skömm að því að sína vantraust ef þú gefur viðkomandi tækifæri til að sýna að hann sé traustsins verður. Ekki bíða eftir að ráðamenn taki eftir. Þeir eru sjaldnast til staðar þegar heilbrigðisþjónustan er veitt og bera ekki ábyrgðina sem fagfólk ber. Treystum en sannreynum að það standi. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun