Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Arnór Víkingsson skrifar 24. júní 2021 13:30 Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Reykjavík Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun