Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Arnór Víkingsson skrifar 24. júní 2021 13:30 Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Reykjavík Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun