Að láta verkin tala - kristaltærir valkostir í næstu kosningum Svavar Halldórsson skrifar 22. júní 2021 14:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur fest sig rækilega á síðustu vikum sem kyndilberi alvöru lýðræðis á Íslandi. Fjölmenn prófkjör flokksins hafa borið ríkulegan ávöxt með framboðslistum þar sem hlutur kvenna er sérstaklega glæsilegur. Víðsýni, skynsemi, ráðdeild, sjálfbærni og mannúð eru leiðarstef í málflutningi þeirra frambjóðenda sem best hefur gengið og bera áherslum grasrótarinnar og flokksins vitni. Lýðræði eða baktjaldamakk Á sama tíma loga aðrir flokkar í illdeilum eða stilla upp á framboðslista í bakherbergjum. Sú mynd af íslenskum stjórnmálum sem birst hefur kjósendum undanfarnar vikur gerir valið á kjördag einfaldara fyrir marga. Í Sjálfstæðisflokknum vinnur stétt með stétt að því að byggja upp betra samfélag á frelsi og mannúð. Vilji kjósendur byggja öflugt velferðarkerfi á blómlegu atvinnulífi og fjölbreytt mannlíf á virku lýðræði – þá er valið kristaltært. Ryk og blekkingar En það vilja því miður ekki allir stjórnmálaforingjar að kjósendur hafi skýra lýðræðislega valkosti eða hafi eitthvað um það að segja hverjir veljast til forystu. Þessir sömu handvöldu foringjar kasta líka ryki í augu kjósenda og láta í veðri vaka að næstu kosningar snúist um eitthvað allt annað en raunin er. Sama hvernig hin pólitísku spil eru stokkuð, þá er ekki nokkur leið að næsta ríkisstjórn verði mynduð um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða útgöngu úr NATÓ. Orðagjálfur breytir þar engu. Kosið um störf og sjálfbærni Næstu kosningar snúast um tvö mál. Í fyrsta lagi hvort Ísland ætlar að halda áfram á þeirri vegferð að vinna bug á kreppu og atvinnuleysi með raunverulegri verðmætasköpun. Hvort hlúa eigi að frjálsu og arðbæru atvinnulífi, efla innlenda framleiðslu og nýsköpun. Í öðru lagi snúast næstu kosningar um hvort Ísland ætlar að sýna metnað í umhverfismálum, verða leiðandi í sjálfbærni á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar og taka alvöru græn skref. Næstu kosningar snúast um láta verkin tala. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur fest sig rækilega á síðustu vikum sem kyndilberi alvöru lýðræðis á Íslandi. Fjölmenn prófkjör flokksins hafa borið ríkulegan ávöxt með framboðslistum þar sem hlutur kvenna er sérstaklega glæsilegur. Víðsýni, skynsemi, ráðdeild, sjálfbærni og mannúð eru leiðarstef í málflutningi þeirra frambjóðenda sem best hefur gengið og bera áherslum grasrótarinnar og flokksins vitni. Lýðræði eða baktjaldamakk Á sama tíma loga aðrir flokkar í illdeilum eða stilla upp á framboðslista í bakherbergjum. Sú mynd af íslenskum stjórnmálum sem birst hefur kjósendum undanfarnar vikur gerir valið á kjördag einfaldara fyrir marga. Í Sjálfstæðisflokknum vinnur stétt með stétt að því að byggja upp betra samfélag á frelsi og mannúð. Vilji kjósendur byggja öflugt velferðarkerfi á blómlegu atvinnulífi og fjölbreytt mannlíf á virku lýðræði – þá er valið kristaltært. Ryk og blekkingar En það vilja því miður ekki allir stjórnmálaforingjar að kjósendur hafi skýra lýðræðislega valkosti eða hafi eitthvað um það að segja hverjir veljast til forystu. Þessir sömu handvöldu foringjar kasta líka ryki í augu kjósenda og láta í veðri vaka að næstu kosningar snúist um eitthvað allt annað en raunin er. Sama hvernig hin pólitísku spil eru stokkuð, þá er ekki nokkur leið að næsta ríkisstjórn verði mynduð um inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða útgöngu úr NATÓ. Orðagjálfur breytir þar engu. Kosið um störf og sjálfbærni Næstu kosningar snúast um tvö mál. Í fyrsta lagi hvort Ísland ætlar að halda áfram á þeirri vegferð að vinna bug á kreppu og atvinnuleysi með raunverulegri verðmætasköpun. Hvort hlúa eigi að frjálsu og arðbæru atvinnulífi, efla innlenda framleiðslu og nýsköpun. Í öðru lagi snúast næstu kosningar um hvort Ísland ætlar að sýna metnað í umhverfismálum, verða leiðandi í sjálfbærni á grundvelli skynsamlegrar auðlindanýtingar og taka alvöru græn skref. Næstu kosningar snúast um láta verkin tala. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun