Minning um Hannesarholt? Vigdís Jóhannsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:31 Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára. Þetta lýsir einmitt Hannesarholti svo vel. Ungt að árum með gamla og hlýja sál. Þetta fann maður um leið og maður gekk inn um dyrnar. Hlýjuna sem tók á móti manni eins og að skríða í mjúkan ömmu faðm. Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað? Hvert á ég nú að fara? Hvar á umhyggjan nú heima? Hver þarf fortíð til að búa til framtíð? Hvað græðir maður á að vita hvað fjalldrapi er eða allt þetta sem gerðist í gamla daga? Eða þessi Hannes Hafstein? Hvað veit þessi amma eiginlega um það sem máli skiptir? Kannski var það óskhyggja að umhyggja gæti í raun átt heimili. En það er falleg ósk sem fyllti mann von. Minnti á það góða sem var og kjarnaði mann í hraða samfélagsins. Hannesarholt er jú bara hús, og hvaða vitleysa er það að syrgja hús? Ef þú gætir bætt árum við þinn hlýja stað. Þinn hlýja ömmu faðm. Myndirðu gera það ef þú hefðir tækifæri til? Hvað ef það er enn von þó veik sé? Að slökkva ljósin þegar enn er mikið að segja, mikið að gera, mikið að gefa er ófyrirgefanlegt. Höfundur er stjórnarformaður Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Menning Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára. Þetta lýsir einmitt Hannesarholti svo vel. Ungt að árum með gamla og hlýja sál. Þetta fann maður um leið og maður gekk inn um dyrnar. Hlýjuna sem tók á móti manni eins og að skríða í mjúkan ömmu faðm. Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað? Hvert á ég nú að fara? Hvar á umhyggjan nú heima? Hver þarf fortíð til að búa til framtíð? Hvað græðir maður á að vita hvað fjalldrapi er eða allt þetta sem gerðist í gamla daga? Eða þessi Hannes Hafstein? Hvað veit þessi amma eiginlega um það sem máli skiptir? Kannski var það óskhyggja að umhyggja gæti í raun átt heimili. En það er falleg ósk sem fyllti mann von. Minnti á það góða sem var og kjarnaði mann í hraða samfélagsins. Hannesarholt er jú bara hús, og hvaða vitleysa er það að syrgja hús? Ef þú gætir bætt árum við þinn hlýja stað. Þinn hlýja ömmu faðm. Myndirðu gera það ef þú hefðir tækifæri til? Hvað ef það er enn von þó veik sé? Að slökkva ljósin þegar enn er mikið að segja, mikið að gera, mikið að gefa er ófyrirgefanlegt. Höfundur er stjórnarformaður Hannesarholts.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun