Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum barna Lúðvík Júlíusson skrifar 16. júní 2021 12:01 Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli.(1) Aðallega hefur þetta snúist um að búa til glansmynd, halda skemmtilega blaðamannafundi og brosa framan í myndavélar. Ef spurt er um efndir þá er svarið oftast að þær muni koma í framtíðinni með öðrum lögum sem hvorki eru tímasett né mikilvægum málum forgangsraðað. Brýn mál þarf að leysa en stjórnvöld gera lítið sem ekkert. Ráðherrar áhugalausir um málefni barna Ég óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um stöðu barna með fötlun þann 14. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með menntamálaráðherra 3. október 2018 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með dómsmálaráðherra 18. mars 2019 og hef ekkert svar fengið. Ég óskaði eftir fundi með félagsmálaráðherra og fékk einn fund. Sá fundur skilaði litlu. Á fundinum lagði ég áherslu á að börn sem þurfa á aðstoð að halda á lífsleiðinni gætu haft báða foreldra sér til halds og trausts. Í frumvarpi um samþættingu þjónustu í þágu barna greiddi Ásmundur Einar Daðason, ásamt öllum stjórnarþingmönnum, gegn breytingatillögu minnihluta velferðarnefndar um að foreldrar væru skilgreindir þeir sem hefðu lögheimili, forsjá(einnig sameiginlega) og/eða reglulega umgengni.(1) Foreldrar og fjölskyldur sem fá engan stuðning vegna COVID Félagsmálaráðuneytið, Menntamálaráðuneytið og Forsætisráðuneytið skilgreina nefnilega ekki foreldra með sama hætti og gert er í barnalögum. Þessi ráðuneyti telja til foreldra aðeins þá sem hafa lögheimili barna sinna. Þetta er mjög útilokandi skilgreining sem bitnar sannanlega á börnum. Foreldrar sem sinna mikilli umönnun barna eru einfaldlega ekki hafðir með í úrræðum stjórnvalda. Besta dæmið um þröngsýni stjórnvalda í málefnum barna er að ekki ein króna fór í að styðja fjölskyldur og foreldra sem ekki hafa lögheimili barna sinna þrátt fyrir að þeir hafi sannanlega sinnt umönnun barnanna og borið þungar byrðar þegar skólar voru lokaðir og tómstundir lágu niðri, ekkert minna en aðrir foreldrar. Lélegt vinnusiðferði Þegar mál eru smá þá skipta þau oftast litlu máli. En lítil mál er auðvelt að leysa og það tekjur oftast litla fyrirhöfn og lágmarks kostnað. Ef þessi mál sem ég ræði um eru svona smávægileg og skipta ekki máli þá ætti ekki að vera nokkur vandi fyrir stjórnvöld að leysa þau til frambúðar. Vilja og áhugaleysi stjórnvalda sýnir einfaldlega lélegt vinnusiðferði. Tími kominn á breytingar Börn eru ekki að fá þann stuðning og þá þjónustu sem þau þurfa vegna þröngsýni stjórnvalda. Er ekki kominn tími á breytingar? Á hugarfari, vinnusiðferði og nálgun í málefnum barna? Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um málefni barna. Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Heimildir: (1) https://www.visir.is/g/20212102451d (2) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/atkvaedagreidslur/?btim=2021-06-11+11:06:46&etim=2021-06-11+11:18:01
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun