Miðflokkurinn hafnar eflingu á móttöku flóttamanna Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 15. júní 2021 13:31 Það er gömul saga og ný að sum góð mál klárist ekki fyrir þinglok á Alþingi. Í ár var engin undantekning á því, en sum góð mál komust því miður ekki til framkvæmda. Meðal þeirra mála var frumvarp Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, um móttöku flóttafólks sem hann lagði fram í annað sinn. Undirrituð var framsögumaður málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis og hefur því brotið það til mergjar. Málið var samþykkt út úr velferðarnefnd eftir vandaða yfirferð, góðar umsagnir og samhljóm innan nefndarinnar, en að kröfu Miðflokksins við þinglok var málið ekki flutt til afgreiðslu í þingsal. Sagan endurtekur sig frá því í fyrra. Það má ætla að í þeirri kröfu endurspeglist þeirra viðhorft til málefna innflytjenda. Snýr að því að efla móttöku Umrætt frumvarp snýr að því að efla móttöku flóttafólks hér á landi á þann hátt að stuðla að aðlögun að íslensku samfélagi. Það er gert með því að efla Fjölmenningarsetur og veita því víðtækara hlutverk en áður, þ.e. að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks og halda utan um boð móttökusveitarfélaga um búsetu og þjónustu. Frumvarpinu var einungis ætlað til að efla móttöku flóttafólks sem þegar er komið til landsins og aðstoða við aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, íslensku atvinnulífi og íslenskri tungu. Því var ekki ætlað til að auka fjölda flóttafólks heldur aðstoða þau sem nú þegar eru komin. Af þessu er ljóst að um jákvætt mál sé að ræða sem snýr aðeins að því að koma því fólki sem þegar er hingað komið að komast fljótar inn í samfélagið og aðlagast því. Miðflokkurinn við sama heygarðshornið Það var því grátlegt að sjá ákveðinn stjórnmálaflokk vera andstæðan þessu máli og gera sér mat úr því án þess að fjalla efnislega um innihald frumvarpsins eða virða staðreyndir. Frekar nýttu flokksmenn frumvarpið til að kasta hnútum í flóttafólk og ala á ótta með ræðum um erlend glæpagengi og umtalsverða aukningu flóttafólks hér á landi. Það gerðu þeir í pólítískum tilgangi, þ.e. með fylgisaukningu sem sjónarmið. Í þinglokum gerði sá flokkur kröfu um að frumvarpið yrði ekki afgreitt á þingi. Allir flokkar á þingi áttu rétt á slíkri kröfu, og þá taldi Miðflokkurinn sína vel varið í að stoppa eflingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Allt byggt á því að ala á ótta með rangfærslum. Rökin halda ekki vatni Höfð voru uppi rök um kostnað við frumvarpið. Í ræðum á Alþingi töluðu þingmenn Miðflokksins um að frumvarpinu fylgdi dulinn kostnaður, sem væri svo umtalsverður að ríkið ætti á brattann að sækja við að framkvæma efni þess. Það er ekki fótur fyrir þessum staðhæfingum, en frumvarpið hafði verið kostnaðarmetið, eins og öll stjórnarfrumvörp, og var kostnaðurinn ekki talinn mikill miðað við það sem peningurinn væri að skapa. Einnig er nú þegar búið að ráðstafa peningnum á þennan hátt, en þá ráðstöfun má finna í 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þar kemur aðstoð sveitarfélaga til flóttafólks með aðkomu ríkisins skýrt fram. Nýtir þjóðfélagsþegnar Þá kemur dulinn kostnaður við að efla ekki samræmda móttöku flóttafólks til álita. Töluverður kostnaður getur fylgt því að einstaklingur sem kemur til landsins á flótta setjist hér að án fullnægjandi aðlögunar að samfélaginu. Sá einstaklingur, og fjölskylda hans, upplifir sig mögulega ekki sem hluti að íslensku samfélagi, kemst ekki í vinnu eða nám og hefur fáar leiðir til að styrkja samfélagið. Það getur mikill styrkur falist í að efla þá sem koma hér til lands á flótta. Flóttafólk hefur oft margt fram að færa t.d. með vinnuafli, þekkingu og menningu. Það sama má segja um börn þeirra ef þau fá þá menntun sem þau eiga skilið. Af öllu þessu þá þykir undirritaðri það mjög miður að málið fékk ekki afgreiðslu á lokametrunum og vonar því að það verði með fyrstu málum sem samþykkt verða á nýju þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Hælisleitendur Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að sum góð mál klárist ekki fyrir þinglok á Alþingi. Í ár var engin undantekning á því, en sum góð mál komust því miður ekki til framkvæmda. Meðal þeirra mála var frumvarp Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, um móttöku flóttafólks sem hann lagði fram í annað sinn. Undirrituð var framsögumaður málsins fyrir velferðarnefnd Alþingis og hefur því brotið það til mergjar. Málið var samþykkt út úr velferðarnefnd eftir vandaða yfirferð, góðar umsagnir og samhljóm innan nefndarinnar, en að kröfu Miðflokksins við þinglok var málið ekki flutt til afgreiðslu í þingsal. Sagan endurtekur sig frá því í fyrra. Það má ætla að í þeirri kröfu endurspeglist þeirra viðhorft til málefna innflytjenda. Snýr að því að efla móttöku Umrætt frumvarp snýr að því að efla móttöku flóttafólks hér á landi á þann hátt að stuðla að aðlögun að íslensku samfélagi. Það er gert með því að efla Fjölmenningarsetur og veita því víðtækara hlutverk en áður, þ.e. að veita sveitarfélögum faglegar leiðbeiningar og ráðgjöf í tengslum við móttöku flóttafólks og halda utan um boð móttökusveitarfélaga um búsetu og þjónustu. Frumvarpinu var einungis ætlað til að efla móttöku flóttafólks sem þegar er komið til landsins og aðstoða við aðlögun þeirra að íslensku samfélagi, íslensku atvinnulífi og íslenskri tungu. Því var ekki ætlað til að auka fjölda flóttafólks heldur aðstoða þau sem nú þegar eru komin. Af þessu er ljóst að um jákvætt mál sé að ræða sem snýr aðeins að því að koma því fólki sem þegar er hingað komið að komast fljótar inn í samfélagið og aðlagast því. Miðflokkurinn við sama heygarðshornið Það var því grátlegt að sjá ákveðinn stjórnmálaflokk vera andstæðan þessu máli og gera sér mat úr því án þess að fjalla efnislega um innihald frumvarpsins eða virða staðreyndir. Frekar nýttu flokksmenn frumvarpið til að kasta hnútum í flóttafólk og ala á ótta með ræðum um erlend glæpagengi og umtalsverða aukningu flóttafólks hér á landi. Það gerðu þeir í pólítískum tilgangi, þ.e. með fylgisaukningu sem sjónarmið. Í þinglokum gerði sá flokkur kröfu um að frumvarpið yrði ekki afgreitt á þingi. Allir flokkar á þingi áttu rétt á slíkri kröfu, og þá taldi Miðflokkurinn sína vel varið í að stoppa eflingu á samræmdri móttöku flóttafólks. Allt byggt á því að ala á ótta með rangfærslum. Rökin halda ekki vatni Höfð voru uppi rök um kostnað við frumvarpið. Í ræðum á Alþingi töluðu þingmenn Miðflokksins um að frumvarpinu fylgdi dulinn kostnaður, sem væri svo umtalsverður að ríkið ætti á brattann að sækja við að framkvæma efni þess. Það er ekki fótur fyrir þessum staðhæfingum, en frumvarpið hafði verið kostnaðarmetið, eins og öll stjórnarfrumvörp, og var kostnaðurinn ekki talinn mikill miðað við það sem peningurinn væri að skapa. Einnig er nú þegar búið að ráðstafa peningnum á þennan hátt, en þá ráðstöfun má finna í 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þar kemur aðstoð sveitarfélaga til flóttafólks með aðkomu ríkisins skýrt fram. Nýtir þjóðfélagsþegnar Þá kemur dulinn kostnaður við að efla ekki samræmda móttöku flóttafólks til álita. Töluverður kostnaður getur fylgt því að einstaklingur sem kemur til landsins á flótta setjist hér að án fullnægjandi aðlögunar að samfélaginu. Sá einstaklingur, og fjölskylda hans, upplifir sig mögulega ekki sem hluti að íslensku samfélagi, kemst ekki í vinnu eða nám og hefur fáar leiðir til að styrkja samfélagið. Það getur mikill styrkur falist í að efla þá sem koma hér til lands á flótta. Flóttafólk hefur oft margt fram að færa t.d. með vinnuafli, þekkingu og menningu. Það sama má segja um börn þeirra ef þau fá þá menntun sem þau eiga skilið. Af öllu þessu þá þykir undirritaðri það mjög miður að málið fékk ekki afgreiðslu á lokametrunum og vonar því að það verði með fyrstu málum sem samþykkt verða á nýju þingi. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar