Gerendameðvirkni Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 14. júní 2021 17:30 Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi atburða undanfarinna vikna og #metoo byltingar númer tvö verður að segjast að ég er hugsi. Ég skil þá reiði sem ríkir í samfélaginu og ég skil það að konur séu komnar með nóg. Ég er kona, ég er komin með nóg. Gerendur hafa allt of lengi komist upp með afbrot af ýmsu tagi. Við erum alin upp í gerendameðvirkni. Við erum alin upp við að hugsa að gott fólk geri ekki vonda hluti. En staðreyndin er sú að allir, séu þeir í ákveðnum aðstæðum, eru færir um vonda hluti. Við erum fljót að stökkva til og dæma, breyta fólki í skrímsli en það er hættulegt. Það er aldrei í lagi að beita ofbeldi og þegar við gerum okkur grein fyrir þessari skrímslavæðingu okkar getum við farið að takast almennilega á við það. Ef við dæmum fólk skrímsli vegna gjörða sinna eiga vinir og vandamenn þeirra erfiðara með að taka undir að þau hafi gert eitthvað rangt. Við þurfum að hætta að hylma yfir með fólki og sætta okkur við að fólkið okkar getur gert eitthvað af sér. Við erum öll fær um ofbeldi. Ég held að það verði auðveldara að láta fólk taka afleiðingum gjörða sinna og að samborgarar hætti að reyna að hylma yfir og réttlæta gjörðir þeirra af því að þetta er ,,venjulega” svo gott fólk. Ég held líka að um leið og við förum almennt að krefjast þess að fólk beri ábyrgð og takist á við afleiðingar þess að beita ofbeldi að þá muni ofbeldið minnka. Við þurfum gagngera kerfis- og hugsanabreytingu. Við þurfum að átta okkur á að gott fólk getur verið vont líka. Við þurfum að átta okkur á að lífið er ekki svart og hvítt. Við þurfum að takast á við ofbeldi og afleiðingar þess og ekki byrja að vorkenna öllum nema þolandanum. Menn eru fljótir að vorkenna gerandanum og fólkinu hans fyrir fyrir að mannorðið hafi beðið hnekki en vorkenna ekki manneskju sem hefur orðið fyrir ofbeldi heldur líta jafnvel á hana sem skítuga og viðbjóðslega og líta á allar ásakanir sem uppspuna og lygar. Þótt ástvinur þinn beiti einhvern ofbeldi þá gerir það hann ekki að skrímsli, hann er ennþá ástvinur þinn. Þér má þykja vænt um hann. En ástvinur þinn þarf samt að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Annars verða engar breytingar og ofbeldi heldur áfram að dafna og grassera. Ég trúi þolendum. Ég vil að við trúum öll þolendum og því að þó menn séu góðir yfirleitt þá geti þeir líka beitt ofbeldi. Við í sósíalistaflokknum viljum gagngera kerfisbreytingu. Við viljum þolendavænna kerfi og viljum meðal annars setja á laggirnar ofbeldiseftirlit. Kenna fólki að taka eftir ofbeldi í kringum sig. Hjálpa fólki að átta sig á að það er „venjulegt“ fólk sem beitir ofbeldi. Eins og segir í lokaorðum stefnunnar þá er þetta „hlutverk hins opinbera, að aðlaga stofnanir samfélagsins að þeirri vá sem fólk stendur frammi fyrir, verja það gegn ógninni, styðja það og efla.“ Stjórnmálaflokkar geta ekki breytt því hvernig fólk hugsar eða hegðar sér en þeir geta breytt kerfinu og hvernig það virkar. Ofbeldi er alltaf óásættanlegt en við þurfum að átta okkur á því að það eru ekki bara skrímsli sem beita ofbeldi. Þetta er fólk í kringum okkur. Fólk sem við þekkjum. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar