Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 13:30 Gyða Einarsdóttir í glerkúlunni fyrir utan sumarbústað fjölskyldunnar. Ísland í dag Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. Vala Matt fór í leiðangur út í sveit til þess að skoða gler kúluhús sem stendur við stórglæsilegan sumarbústað sem byggingarmeistarinn Ingvar Geirsson og kona hans listakonan Gyða Einarsdóttir hafa komið sér upp. Glerkúlan er á pallinum við bústaðinn og nýtist alveg ótrúlega vel eins og sjá má í þessu innliti í þættinum Ísland í dag. „Það er bara skemmtilegt og gaman frá því að segja að við notum þetta rosalega mikið. Það eru margar og skemmtilegar gæðastundir sem að við eigum í þessu glerkúluhúsi. Hérna borðum við stundum og erum með fjölskylduna líka,“ segir Gyða. Í notkun allan ársins hring Glerkúluhúsið má opna að vild þannig að það nýtist einnig sem skjólveggur til sólbaða og útiveru. En Gyða hefur einnig iðulega haldið matarboð í húsinu í öllum veðrum. Þau nota svo rafmagnshitara og teppi þegar á þarf að halda. „Þetta er rosalega sniðugt, að nota húsið líka yfir vetrartímann. Síðan á góðum kvöldum, að sitja hérna og horfa á sólina setjast, þetta er alveg dásamlegt.“ Þau hafa einnig sett upp úti sauna og mjög sérstaka útisturtu ásamt bæði köldum og heitum potti. Ingvar smíðaði sjálfur allt í kringum bústaðinn. Sturtuklefann og kalda karið klæddi Ingvar með girðingarstaurum. „Þetta er svona okkar fjölskyldulón,“ segir Ingvar um aðstöðuna fyrir utan bústaðinn. Arkitektúr sumarbústaðarins er alveg einstakur og skoðaði Vala þar bæði efnisval og innréttingar í innlitinu. „Ég var búinn að hugsa um að byggja sumarbústað í mörg ár og svo þegar stundin kom þá var maður tilbúinn í þetta, segir Ingvar. Hann var sjálfur byggingarstjóri verkefnisins en fékk með sér arkitekta til þess að teikna draumabústaðinn.“ Innlit Völu Matt til Ingvars og Gyðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hús og heimili Ísland í dag Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 „Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Vala Matt fór í leiðangur út í sveit til þess að skoða gler kúluhús sem stendur við stórglæsilegan sumarbústað sem byggingarmeistarinn Ingvar Geirsson og kona hans listakonan Gyða Einarsdóttir hafa komið sér upp. Glerkúlan er á pallinum við bústaðinn og nýtist alveg ótrúlega vel eins og sjá má í þessu innliti í þættinum Ísland í dag. „Það er bara skemmtilegt og gaman frá því að segja að við notum þetta rosalega mikið. Það eru margar og skemmtilegar gæðastundir sem að við eigum í þessu glerkúluhúsi. Hérna borðum við stundum og erum með fjölskylduna líka,“ segir Gyða. Í notkun allan ársins hring Glerkúluhúsið má opna að vild þannig að það nýtist einnig sem skjólveggur til sólbaða og útiveru. En Gyða hefur einnig iðulega haldið matarboð í húsinu í öllum veðrum. Þau nota svo rafmagnshitara og teppi þegar á þarf að halda. „Þetta er rosalega sniðugt, að nota húsið líka yfir vetrartímann. Síðan á góðum kvöldum, að sitja hérna og horfa á sólina setjast, þetta er alveg dásamlegt.“ Þau hafa einnig sett upp úti sauna og mjög sérstaka útisturtu ásamt bæði köldum og heitum potti. Ingvar smíðaði sjálfur allt í kringum bústaðinn. Sturtuklefann og kalda karið klæddi Ingvar með girðingarstaurum. „Þetta er svona okkar fjölskyldulón,“ segir Ingvar um aðstöðuna fyrir utan bústaðinn. Arkitektúr sumarbústaðarins er alveg einstakur og skoðaði Vala þar bæði efnisval og innréttingar í innlitinu. „Ég var búinn að hugsa um að byggja sumarbústað í mörg ár og svo þegar stundin kom þá var maður tilbúinn í þetta, segir Ingvar. Hann var sjálfur byggingarstjóri verkefnisins en fékk með sér arkitekta til þess að teikna draumabústaðinn.“ Innlit Völu Matt til Ingvars og Gyðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hús og heimili Ísland í dag Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 „Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31
Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00
„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39