Innlit í sumarbústað og glerkúluhús Ingvars og Gyðu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. júní 2021 13:30 Gyða Einarsdóttir í glerkúlunni fyrir utan sumarbústað fjölskyldunnar. Ísland í dag Lítil glerhús hafa verið gríðarlega vinsæl að undanförnu í görðum og við sumarhús um land allt. Glerhúsin er hægt að nota bæði lokuð og opin, sem eins konar skjólvegg. Vala Matt fór í leiðangur út í sveit til þess að skoða gler kúluhús sem stendur við stórglæsilegan sumarbústað sem byggingarmeistarinn Ingvar Geirsson og kona hans listakonan Gyða Einarsdóttir hafa komið sér upp. Glerkúlan er á pallinum við bústaðinn og nýtist alveg ótrúlega vel eins og sjá má í þessu innliti í þættinum Ísland í dag. „Það er bara skemmtilegt og gaman frá því að segja að við notum þetta rosalega mikið. Það eru margar og skemmtilegar gæðastundir sem að við eigum í þessu glerkúluhúsi. Hérna borðum við stundum og erum með fjölskylduna líka,“ segir Gyða. Í notkun allan ársins hring Glerkúluhúsið má opna að vild þannig að það nýtist einnig sem skjólveggur til sólbaða og útiveru. En Gyða hefur einnig iðulega haldið matarboð í húsinu í öllum veðrum. Þau nota svo rafmagnshitara og teppi þegar á þarf að halda. „Þetta er rosalega sniðugt, að nota húsið líka yfir vetrartímann. Síðan á góðum kvöldum, að sitja hérna og horfa á sólina setjast, þetta er alveg dásamlegt.“ Þau hafa einnig sett upp úti sauna og mjög sérstaka útisturtu ásamt bæði köldum og heitum potti. Ingvar smíðaði sjálfur allt í kringum bústaðinn. Sturtuklefann og kalda karið klæddi Ingvar með girðingarstaurum. „Þetta er svona okkar fjölskyldulón,“ segir Ingvar um aðstöðuna fyrir utan bústaðinn. Arkitektúr sumarbústaðarins er alveg einstakur og skoðaði Vala þar bæði efnisval og innréttingar í innlitinu. „Ég var búinn að hugsa um að byggja sumarbústað í mörg ár og svo þegar stundin kom þá var maður tilbúinn í þetta, segir Ingvar. Hann var sjálfur byggingarstjóri verkefnisins en fékk með sér arkitekta til þess að teikna draumabústaðinn.“ Innlit Völu Matt til Ingvars og Gyðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hús og heimili Ísland í dag Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 „Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Vala Matt fór í leiðangur út í sveit til þess að skoða gler kúluhús sem stendur við stórglæsilegan sumarbústað sem byggingarmeistarinn Ingvar Geirsson og kona hans listakonan Gyða Einarsdóttir hafa komið sér upp. Glerkúlan er á pallinum við bústaðinn og nýtist alveg ótrúlega vel eins og sjá má í þessu innliti í þættinum Ísland í dag. „Það er bara skemmtilegt og gaman frá því að segja að við notum þetta rosalega mikið. Það eru margar og skemmtilegar gæðastundir sem að við eigum í þessu glerkúluhúsi. Hérna borðum við stundum og erum með fjölskylduna líka,“ segir Gyða. Í notkun allan ársins hring Glerkúluhúsið má opna að vild þannig að það nýtist einnig sem skjólveggur til sólbaða og útiveru. En Gyða hefur einnig iðulega haldið matarboð í húsinu í öllum veðrum. Þau nota svo rafmagnshitara og teppi þegar á þarf að halda. „Þetta er rosalega sniðugt, að nota húsið líka yfir vetrartímann. Síðan á góðum kvöldum, að sitja hérna og horfa á sólina setjast, þetta er alveg dásamlegt.“ Þau hafa einnig sett upp úti sauna og mjög sérstaka útisturtu ásamt bæði köldum og heitum potti. Ingvar smíðaði sjálfur allt í kringum bústaðinn. Sturtuklefann og kalda karið klæddi Ingvar með girðingarstaurum. „Þetta er svona okkar fjölskyldulón,“ segir Ingvar um aðstöðuna fyrir utan bústaðinn. Arkitektúr sumarbústaðarins er alveg einstakur og skoðaði Vala þar bæði efnisval og innréttingar í innlitinu. „Ég var búinn að hugsa um að byggja sumarbústað í mörg ár og svo þegar stundin kom þá var maður tilbúinn í þetta, segir Ingvar. Hann var sjálfur byggingarstjóri verkefnisins en fékk með sér arkitekta til þess að teikna draumabústaðinn.“ Innlit Völu Matt til Ingvars og Gyðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hús og heimili Ísland í dag Tíska og hönnun Arkitektúr Tengdar fréttir Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31 Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00 „Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Ákveðin að koma enn sterkari til baka Crossfit stjarnan Sara Sigmundsdóttir segir að hennar versta martröð hafi orðið að veruleika nú í mars þegar hún sleit krossband í hné á æfing. 10. júní 2021 15:31
Solla setti sauna og heitan pott ofan á bílskúrinn Það er ýmislegt hægt að gera til að nýta plássið ofan á bílskúrnum. Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson byggðu bæði saunaklefa og settu stóran pott ofan á bílskúrnum sínum. 9. júní 2021 07:00
„Þetta var barn með tíu fingur og tíu tær“ Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson hafa á undanförnum vikum gagnrýnt þær brotalamir sem eru í kerfinu þegar konur þurfa að fæða andvana barn. Þau segja að mannlegi þátturinn hafi þurft að víkja í heilbrigðiskerfinu og það sé of vélrænt. 8. júní 2021 10:39
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið