Kristín segir púlsana hafa orðið þéttari og lækkað í nótt Atli Ísleifsson skrifar 10. júní 2021 09:45 Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Breytingar urðu á eldgosinu í Fagradalsfjalli í nótt. Um klukkan fjögur urðu sérfræðingar á Veðurstofunni varir breytingar á óróanum og tóku eftir að púlsarnir séu orðnir þéttari og aðeins lækkað. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofunnar, en hún ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Um klukkan fjögur sjáum við breytingar í óróanum og þeir sem hafa verið að rýna í vefmyndavélina sjá að það er eins og það sé ekki jafn mikill kraftur og renni frekar jafnt úr gígnum núna,“ segir Kristín. Hún segir að þegar rýnt sé í óróann þá sjáist að þessir púlsar sem hafa einkennt virknina frá 2. maí eru orðnir þéttari og kannski aðeins lækkað. „En eru þéttari í tíma. Þetta hefur svo sem gerst áður, að við fáum svona tímabil og þetta virðist vera tengt einhverjum grunnstæðum breytingum. Það sem við höfum verið að sjá þegar við erum að skoða magnið af hrauninu sem er að koma, mæla þetta rúmmál sem er að koma úr gosinu, þá erum við að sjá mjög stöðugt flæði, einmitt frá 2. maí. Það er eins og gosrásin stækki, eða komi meira efni inn frá 2. maí, þannig að það varð aukning í framleiðslu á hrauni 2. maí. Við vitum ekki betur en að það sé þannig ennþá.“ Gosopið virðist vera að þrengjast Kristín segir að vísindaráð almannavarna muni funda í dag, þar sem breytingar á sjálfum gígnum verða meðal annars til umræðu. „Það er eins og gosopið efst hafði aðeins verið að þrengjast.“ Hún segir að alltaf sé verið að ræða um einhverjar breytingar sem eru þarna næst yfirborði. „Stóra myndin er sú að við erum komin með þennan stórkostlega gíg sem er orðinn yfir hundrað metra hár og það myndast einhvers konar hellir undir honum, eða einhver konar svæði þar sem kvikan nær að safnast saman. Þetta svæði er bara rétt hundrað metra djúpt eða eitthvað svoleiðis. Svo þaðan liggur bara hreinlega einhver strompur niður marga, marga, marga kílómetra, niður á um tuttugu kílómetra dýpa. Á því dýpi vitum við að er nægt efni þannig að það er erfitt að segja hvað það er sem muni stoppa þetta gos.[…] Við erum með þennan skorstein niður úr öllu og það er búið að vera stöðugt streymi upp um hann og upp úr Fagradalsfjalli.“ Mun renna í pípum faldar í hrauninu Kristín segist ekki að sjá neitt í kortunum sem bendi til að gosið sé að hætta. „Það sem við höfum séð í vikunni er mikil framleiðsla á þessu helluhrauni sem er þunnfljótandi og þetta hraun hefur verið að flæða og mynda mjög fallega breiðu í Meradölum og svo líka búið að flæða í Nátthaga. Það sem má búast við er að hraun fari meira og meira að renna í pípum sem liggja og eru faldar inni í hrauninu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Bítið Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Sjá meira